Höfundur Sex and the City ósáttur við hvernig þættirnir enduðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2016 16:26 Carrie og Mr. Big vísir/afp Höfundur sjónvarpsþáttanna Sex and the City, Darren Star, var ósáttur við hvernig þættirnir enduðu þar sem Mr. Big fór alla leið frá New York til Parísar til að játa ást sína á aðalsöguhetjunni Carrie Bradshaw. Carrie og Mr. Big áttu í ástarsambandi með mislöngum hléum alveg frá fyrsta þætti Sex and the City með tilheyrandi drama þar sem mörgum aðdáendum þáttanna fannst Mr. Big ekki alltaf koma neitt sérstaklega vel fram við Carrie. Það voru því ekki allir sáttir við að þau skyldu síðan enda saman og Star er einn af þeim en hann hætti að skrifa handritið að þáttunum við lok annarrar seríu. „Ég held að þátturinn hafi á endanum svikið það sem hann fjallaði upphaflega um, sem var það að konur finna ekki endilega hamingjuna með hjónabandi,“ sagði Star í viðtali við Deadline í vikunni en fjallað er um málið á vef Vanity Fair. „Það er ekki þar með sagt að þær geti ekki orðið hamingjusamar. Þátturinn átti hins vegar ekki að vera eins og rómantísku gamanmyndirnar þar sem konan þurfti alltaf að vera með manni. Á endanum varð þátturinn þó eins og hefðbundin rómantísk gamanmynd.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Höfundur sjónvarpsþáttanna Sex and the City, Darren Star, var ósáttur við hvernig þættirnir enduðu þar sem Mr. Big fór alla leið frá New York til Parísar til að játa ást sína á aðalsöguhetjunni Carrie Bradshaw. Carrie og Mr. Big áttu í ástarsambandi með mislöngum hléum alveg frá fyrsta þætti Sex and the City með tilheyrandi drama þar sem mörgum aðdáendum þáttanna fannst Mr. Big ekki alltaf koma neitt sérstaklega vel fram við Carrie. Það voru því ekki allir sáttir við að þau skyldu síðan enda saman og Star er einn af þeim en hann hætti að skrifa handritið að þáttunum við lok annarrar seríu. „Ég held að þátturinn hafi á endanum svikið það sem hann fjallaði upphaflega um, sem var það að konur finna ekki endilega hamingjuna með hjónabandi,“ sagði Star í viðtali við Deadline í vikunni en fjallað er um málið á vef Vanity Fair. „Það er ekki þar með sagt að þær geti ekki orðið hamingjusamar. Þátturinn átti hins vegar ekki að vera eins og rómantísku gamanmyndirnar þar sem konan þurfti alltaf að vera með manni. Á endanum varð þátturinn þó eins og hefðbundin rómantísk gamanmynd.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira