Árið hennar Elsu 16. janúar 2016 10:00 Í tilefni af útnefningu Elsu sem bæjarlistamaður Seltjarnarness hefur verið opnuð sýning á öllum dagbókarfærslunum 365 í Galleríi Gróttu. Sýningin stendur yfir til 5. febrúar og verður opin í dag á milli klukkan ellefu og fjögur. ERNIR Það kom Elsu Nielsen, grafískum hönnuði og myndlistarkonu, á óvart að hún skyldi hljóta útnefningu sem bæjarlistamaður Seltjarnarness í gær en hún er tuttugasti Seltirningurinn sem hlýtur nafnbótina. „Jú, þetta kom á óvart, það er svo mikið menningarlíf úti á Nesi að þetta var alls ekki sjálfgefið. Það er mikill heiður og fjöður í hattinn að fá þessa nafnbót,“ segir hún og brosir. Hún nefnir að með útnefningunni fái hún vonandi tækifæri til að sinna listinni enn betur. „Mig langar að vinna með börnum og unglingum hér í bænum og miðla til þeirra listinni og með nafnbótinni fæ ég tækifæri til þess. Ég held að það sem ég geri höfði vel til barna og unglinga, þetta verður mjög spennandi og ég hlakka til.“Hluti af myndunum 365 sem Elsa gerði á síðasta ári. Hver mynd er innblásin af verkefnum þess dags þegar hún var gerð.Stóð við heitið og fékk brons í badmintonSíðasta ár var viðburðaríkt hjá Elsu og mætti segja að allt hafi gengið upp hjá henni. Meðal annars vermdi litabók hennar Íslensk litadýrð efstu sæti bókalista í lok ársins og mörg hundruð manns fylgdust af áhuga með dagbókarfærslum hennar á Instagram og Facebook undir yfirskriftinni #einádag. Hún segir það standa upp úr að hafa náð að standa við áramótaheitið sem hún strengdi í upphafi síðasta árs – að teikna eina mynd á dag. „Mér skilst að aðeins þrjátíu prósent þeirra sem strengja áramótaheit standi í raun við það,“ segir hún í léttum dúr og bætir við að einnig standi útgáfa litabókarinnar upp úr sem og útgáfa barnabókarinnar Vinabókin sem hún gerði með Jónu Valborgu Árnadóttur. „Eins fannst mér mjög gaman að fara á heimsmeistaramótið í badminton þó það komi nú listinni ekkert við. Við fórum saman, hópur sem spilar saman tvisvar í viku, á heimsmeistaramótið fyrir 35 ára og eldri sem haldið var í september í Svíþjóð. Þar náði ég þriðja sæti í einliðaleik sem kom mér á óvart og var gaman að rifja upp gamla takta,“ segir Elsa en margir þekkja hana betur fyrir afrek hennar á badmintonsviðinu enda varð hún margsinnis Íslandsmeistari í greininni auk þess að vera fulltrúi Íslands á Ólympíuleikunum í tvígang.Pínulítil listAð auki er Elsa einn af fáum frímerkjateiknurum landsins og í fyrra kom út frímerki í tilefni Smáþjóðaleikanna með mynd eftir hana. „Ég hef hannað frímerki síðan um árið 2000. Við erum ekki svo mörg sem fáum að spreyta okkur á því en ég hef náð að halda mig í þeim hópi sem mér finnst mjög skemmtilegt. Þetta er öðruvísi myndskreyting, alveg pínulítið pláss sem þarf að hugsa vel út í. Á þessu ári kemur út eitt frímerki eftir mig í tilefni afmælis Ísafjarðarbæjar.“Meiri myndlist Árið 2015 var vissulega ár Elsu og byrjar nýja árið vel hjá henni líka. Hún vann þó ekki eiginlegt áramótaheit um nýliðin áramót. „Það fór mikill tími í síðasta áramótaheit, ég var að reikna það út að það voru líklega um tvö hundruð klukkutímar sem fóru í myndirnar 365. En mig langar að mála meira á árinu, ég hef verið með það í kollinum og best að ég segi það núna svo ég standi við það að ég ætla að mála eina mynd í hverjum mánuði. Það er ekki svo mikið miðað við eina mynd á dag í fyrra, ég hlýt að geta það,“ segir Elsa og hlær. Hún hefur lengi málað og á að baki margar sýningar á því sviði. Á meðal næstu verkefna er þátttaka í HönnunarMars en þar verður hún með sýningu á Mokkakaffi ásamt hópi listakvenna. „Þar ætlum við að taka fyrir leturgerð á myndrænan hátt. Svo verð ég með dagatalið og eitthvað tengt litlu myndunum líka á HönnunarMars.“ Í tilefni af útnefningu Elsu hefur verið opnuð sýning á öllum dagbókarfærslunum 365 í Galleríi Gróttu og stendur sýningin yfir til 5. febrúar. Hún verður opin í dag á milli klukkan ellefu og fjögur. Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Það kom Elsu Nielsen, grafískum hönnuði og myndlistarkonu, á óvart að hún skyldi hljóta útnefningu sem bæjarlistamaður Seltjarnarness í gær en hún er tuttugasti Seltirningurinn sem hlýtur nafnbótina. „Jú, þetta kom á óvart, það er svo mikið menningarlíf úti á Nesi að þetta var alls ekki sjálfgefið. Það er mikill heiður og fjöður í hattinn að fá þessa nafnbót,“ segir hún og brosir. Hún nefnir að með útnefningunni fái hún vonandi tækifæri til að sinna listinni enn betur. „Mig langar að vinna með börnum og unglingum hér í bænum og miðla til þeirra listinni og með nafnbótinni fæ ég tækifæri til þess. Ég held að það sem ég geri höfði vel til barna og unglinga, þetta verður mjög spennandi og ég hlakka til.“Hluti af myndunum 365 sem Elsa gerði á síðasta ári. Hver mynd er innblásin af verkefnum þess dags þegar hún var gerð.Stóð við heitið og fékk brons í badmintonSíðasta ár var viðburðaríkt hjá Elsu og mætti segja að allt hafi gengið upp hjá henni. Meðal annars vermdi litabók hennar Íslensk litadýrð efstu sæti bókalista í lok ársins og mörg hundruð manns fylgdust af áhuga með dagbókarfærslum hennar á Instagram og Facebook undir yfirskriftinni #einádag. Hún segir það standa upp úr að hafa náð að standa við áramótaheitið sem hún strengdi í upphafi síðasta árs – að teikna eina mynd á dag. „Mér skilst að aðeins þrjátíu prósent þeirra sem strengja áramótaheit standi í raun við það,“ segir hún í léttum dúr og bætir við að einnig standi útgáfa litabókarinnar upp úr sem og útgáfa barnabókarinnar Vinabókin sem hún gerði með Jónu Valborgu Árnadóttur. „Eins fannst mér mjög gaman að fara á heimsmeistaramótið í badminton þó það komi nú listinni ekkert við. Við fórum saman, hópur sem spilar saman tvisvar í viku, á heimsmeistaramótið fyrir 35 ára og eldri sem haldið var í september í Svíþjóð. Þar náði ég þriðja sæti í einliðaleik sem kom mér á óvart og var gaman að rifja upp gamla takta,“ segir Elsa en margir þekkja hana betur fyrir afrek hennar á badmintonsviðinu enda varð hún margsinnis Íslandsmeistari í greininni auk þess að vera fulltrúi Íslands á Ólympíuleikunum í tvígang.Pínulítil listAð auki er Elsa einn af fáum frímerkjateiknurum landsins og í fyrra kom út frímerki í tilefni Smáþjóðaleikanna með mynd eftir hana. „Ég hef hannað frímerki síðan um árið 2000. Við erum ekki svo mörg sem fáum að spreyta okkur á því en ég hef náð að halda mig í þeim hópi sem mér finnst mjög skemmtilegt. Þetta er öðruvísi myndskreyting, alveg pínulítið pláss sem þarf að hugsa vel út í. Á þessu ári kemur út eitt frímerki eftir mig í tilefni afmælis Ísafjarðarbæjar.“Meiri myndlist Árið 2015 var vissulega ár Elsu og byrjar nýja árið vel hjá henni líka. Hún vann þó ekki eiginlegt áramótaheit um nýliðin áramót. „Það fór mikill tími í síðasta áramótaheit, ég var að reikna það út að það voru líklega um tvö hundruð klukkutímar sem fóru í myndirnar 365. En mig langar að mála meira á árinu, ég hef verið með það í kollinum og best að ég segi það núna svo ég standi við það að ég ætla að mála eina mynd í hverjum mánuði. Það er ekki svo mikið miðað við eina mynd á dag í fyrra, ég hlýt að geta það,“ segir Elsa og hlær. Hún hefur lengi málað og á að baki margar sýningar á því sviði. Á meðal næstu verkefna er þátttaka í HönnunarMars en þar verður hún með sýningu á Mokkakaffi ásamt hópi listakvenna. „Þar ætlum við að taka fyrir leturgerð á myndrænan hátt. Svo verð ég með dagatalið og eitthvað tengt litlu myndunum líka á HönnunarMars.“ Í tilefni af útnefningu Elsu hefur verið opnuð sýning á öllum dagbókarfærslunum 365 í Galleríi Gróttu og stendur sýningin yfir til 5. febrúar. Hún verður opin í dag á milli klukkan ellefu og fjögur.
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira