Innlent

Alltaf langað að sofa í geimskipi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Gistiheimili sem býður fólki upp á að sofa í svokölluðum svefnhylkjum opnaði hér á landi í desember. Eigandinn segir viðbrögðin hafa farið fram úr björtustu væntingum og að fólk komi jafnvel gagngert hingað til lands til að prófa að sofa í svefnhylki. 

Galaxy Pod Hostel opnaði á Laugavegi í desember. Ísland er nú einn af fáum stöðum í Evrópu þar sem hægt er að gista í svokölluðu svefnhylki en slíkt en svipuð gistiheimili er að finna víða í Asíu, og þá sérstaklega í Japan. Í hylkinu eru allar nauðsynjar. Vekjaraklukka, vifta, öryggishólf, slökkvitæki, sjónvarp, innstungur, ljósastillingar og fleira. 

Hylkin njóta nú vaxandi vinsælda en Kevin frá Kaliforníu kom hingað til lands til að prófa að sofa í svefnhylki.

„Ég var á leið til Englands þegar ég rak augun í þetta gistiheimili og sá að ég yrði að stoppa og gista hérna. Það er aðalástæða þess að ég kom til landsins. Síðan ég var strákur hefur mig alltaf langað að sofa í geimskipi,“ segir hann. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×