Freyr valdi flestar úr Breiðabliki og Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2016 17:30 Íslenska liðið fyrir leik á móti Hvíta-Rússlandi. Vísir/Vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður með íslenska liðið í æfingabúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu í þessum mánuði. Freyr hefur valið 23 leikmenn í æfingahóp sinn en æfingarnar fara frá 21. til 24. janúar næstkomandi. Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá íslenska kvennalandsliðinu sem hefur oftast hitt í kringum jól og áramót en nú fær liðið tækifæri til að æfa saman nú þegar styttist í fyrstu landsleiki ársins á Algarve-bikarnum í Portúgal. Það vekur athygli að sex leikmanna hópsins spila með erlendum liðum og koma því heim til Íslands til að taka þátt í æfingunum. Katrín Ómarsdóttir snýr nú aftur í landsliðið en hún var ekki með í verkefnunum síðasta haust. Freyr velur flesta leikmenn úr liðum Breiðabliks og Vals en sjö leikmenn koma frá Íslandsmeisturum Blika og fjórir leikmenn frá Val. Þrjár af landsliðskonunum spila með Stjörnunni. Allar landsliðskonur Valsliðsins gengu til liðs við Hlíðarendaliðsins í vetur en Valur hefur verið afar öflugt á félagsskiptamarkaðnum. Íslenska landsliðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í undankeppni Evrópumótsins í Hollandi 2017 og það er mjög spennandi ár framundan hjá stelpunum okkar.Æfingahópur A-landsliðs kvenna í fótbolta frá 21. janúar til 24. janúar 2016: Hólmfríður Magnúsdóttir Avaldsnes Andrea Rán Hauksdóttir Breiðablik Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik Guðrún Arnardóttir Breiðablik Hallbera Guðný Gísladóttir Breiðablik Rakel Hönnudóttir Breiðablik Sonný Lára Þráinsdóttir Breiðablik Svava Rós Guðmundsdóttir Breiðablik Katrín Ómarsdóttir Doncaster Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden Glódís Perla Viggósdóttir Eskilstuna Sara Björk Gunnarsdóttir FC Rosengard Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fylkir Guðmunda Brynja Óladóttir Selfoss Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Stabæk Anna Björk Kristjánsdóttir Stjarnan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Stjarnan Sandra Sigurðardóttir Stjarnan Arna Sif Ásgrímsdóttir Valur Elísa Viðarsdóttir Valur Margrét Lára Viðarsdóttir Valur Thelma Björk Einarsdóttir Valur Sandra María Jessen Þór/KA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður með íslenska liðið í æfingabúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu í þessum mánuði. Freyr hefur valið 23 leikmenn í æfingahóp sinn en æfingarnar fara frá 21. til 24. janúar næstkomandi. Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá íslenska kvennalandsliðinu sem hefur oftast hitt í kringum jól og áramót en nú fær liðið tækifæri til að æfa saman nú þegar styttist í fyrstu landsleiki ársins á Algarve-bikarnum í Portúgal. Það vekur athygli að sex leikmanna hópsins spila með erlendum liðum og koma því heim til Íslands til að taka þátt í æfingunum. Katrín Ómarsdóttir snýr nú aftur í landsliðið en hún var ekki með í verkefnunum síðasta haust. Freyr velur flesta leikmenn úr liðum Breiðabliks og Vals en sjö leikmenn koma frá Íslandsmeisturum Blika og fjórir leikmenn frá Val. Þrjár af landsliðskonunum spila með Stjörnunni. Allar landsliðskonur Valsliðsins gengu til liðs við Hlíðarendaliðsins í vetur en Valur hefur verið afar öflugt á félagsskiptamarkaðnum. Íslenska landsliðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í undankeppni Evrópumótsins í Hollandi 2017 og það er mjög spennandi ár framundan hjá stelpunum okkar.Æfingahópur A-landsliðs kvenna í fótbolta frá 21. janúar til 24. janúar 2016: Hólmfríður Magnúsdóttir Avaldsnes Andrea Rán Hauksdóttir Breiðablik Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik Guðrún Arnardóttir Breiðablik Hallbera Guðný Gísladóttir Breiðablik Rakel Hönnudóttir Breiðablik Sonný Lára Þráinsdóttir Breiðablik Svava Rós Guðmundsdóttir Breiðablik Katrín Ómarsdóttir Doncaster Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden Glódís Perla Viggósdóttir Eskilstuna Sara Björk Gunnarsdóttir FC Rosengard Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fylkir Guðmunda Brynja Óladóttir Selfoss Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Stabæk Anna Björk Kristjánsdóttir Stjarnan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Stjarnan Sandra Sigurðardóttir Stjarnan Arna Sif Ásgrímsdóttir Valur Elísa Viðarsdóttir Valur Margrét Lára Viðarsdóttir Valur Thelma Björk Einarsdóttir Valur Sandra María Jessen Þór/KA
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira