Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2016 13:45 Sverrir Þór Sverrisson þarf að hreinsa loftið hjá Keflavík. vísir/daníel Sverrir Þór Sverrisson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liði Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um síðustu helgi. Sverrir tók við starfinu af Margréti Sturlaugsdóttur sem sagt var upp eftir sigur gegn Grindavík í síðustu viku. Mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur, en í byrjun tímabils hætti besti leikmaður liðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, og fór í Snæfell. Bryndís og Margrét gátu ekki unnið saman, en í viðtali við Vísi í október sagði Margrét opinskátt frá samskiptum þeirra. Margrét hætti meira að segja sem aðstoðarlandsliðsþjálfari vegna deilna þeirra.Bryndís hætti hjá Keflavík út af Margréti og fór í Snæfell.vísir/vilhelmMálin leyst hjá körlunum Fleiri leikmenn liðsins hótuðu svo að hætta eftir sigurinn á Grindavík í síðustu viku, samkvæmt heimildum, og eftir mikil fundarhöld á Sunnubrautinni var ákveðið að láta Margréti fara. Sverrir hefur áður þjálfað kvennalið, en hann gerði Njarðvík að Íslands- og bikarmeisturum árið 2012 áður en hann tók svo við Grindavík í karlaboltanum og gerði það að Íslandsmeistara. Hann segir mikinn mun á því að þjálfa karla og konur og segir nýjasta dæmið í Keflavík útskýra sitt mál. „Það segja margir að það sé miklu auðveldara að þjálfa karlalið og það er mikið til í því,“ sagði Sverrir í viðtali í Akraborginni í gær. „Það er minna um svona mál í karlaboltanum. Ef eitthvað kemur upp er það yfirleitt afgreitt inn á æfingum og svo er það bara búið.“ „Það virðist oft vera með stelpurnar að þetta hleður utan á sig og klárast ekki fyrir en allt springur töluvert seinna. Það eru margir sem tala um, að þetta sé helsti vandinn við að þjálfa konur,“ sagði Sverrir.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðinu út af Bryndísi.mynd/kkíEngin góð ákvörðun Sverrir segir Keflvíkinga hafa í raun verið í ómögulegri stöðu hvað sem var ákveðið í síðustu viku því ekki má gleyma að formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar. Hann hætti um leið og Margrét var rekin. „Ég veit ekki með völd leikmanna í þessu. Ég heyrði hlið stjórnarinnar og svo átti ég mjög gott samtal við Margréti í gær. Maður veit aðeins hvað var í gangi,“ sagði Sverrir. „Ég veit ekkert allt, en ég veit að þetta var þannig að sama hvaða ákvörðun var tekin í þessu var engin þeirra góð. Þetta var virkilega erfitt og auðvitað bara hundleiðinlegt. Þetta er leiðindamál.“ „Þetta er sérstaklega leiðinlegt því Falur og Margrét eru búin að vinna gríðarlega gott starf í Keflavík í fleiri fleiri ár. Þau voru leikmenn, svo þjálfarar og síðar í stjórn,“ sagði Sverrir.Falur Harðarson hætti sem formaður kkd Keflavíkur þegar eiginkona hans var rekin.vísir/anton brinkHorfa fram á veginn Margrét ætlar að kveðja stelpurnar í kvöld og reyna að loka á þessi vandamál í eitt skipti fyrir öll, en svo þarf Sverrir að stýra skútunni á rétta braut. „Það var virkilega gott að heyra í Margréti í gær. Hún er búin að heyra í stelpunum og sérstaklega þeim sem mestu samskiptaörðuleikarnir voru á milli. Hún ætlar að kíkja á morgun [í kvöld] á æfingu og spjalla létt við stelpurnar. Eftir það verður þetta dæmi búið og allt heldur áfram,“ sagði Sverrir. „Fyrsta verk mitt í kvöld [gærkvöld] verður að fá á hreint að þetta mál er búið. Nú horfa bara allir fram á veginn og allir verða á sömu blaðsíðunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liði Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um síðustu helgi. Sverrir tók við starfinu af Margréti Sturlaugsdóttur sem sagt var upp eftir sigur gegn Grindavík í síðustu viku. Mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur, en í byrjun tímabils hætti besti leikmaður liðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, og fór í Snæfell. Bryndís og Margrét gátu ekki unnið saman, en í viðtali við Vísi í október sagði Margrét opinskátt frá samskiptum þeirra. Margrét hætti meira að segja sem aðstoðarlandsliðsþjálfari vegna deilna þeirra.Bryndís hætti hjá Keflavík út af Margréti og fór í Snæfell.vísir/vilhelmMálin leyst hjá körlunum Fleiri leikmenn liðsins hótuðu svo að hætta eftir sigurinn á Grindavík í síðustu viku, samkvæmt heimildum, og eftir mikil fundarhöld á Sunnubrautinni var ákveðið að láta Margréti fara. Sverrir hefur áður þjálfað kvennalið, en hann gerði Njarðvík að Íslands- og bikarmeisturum árið 2012 áður en hann tók svo við Grindavík í karlaboltanum og gerði það að Íslandsmeistara. Hann segir mikinn mun á því að þjálfa karla og konur og segir nýjasta dæmið í Keflavík útskýra sitt mál. „Það segja margir að það sé miklu auðveldara að þjálfa karlalið og það er mikið til í því,“ sagði Sverrir í viðtali í Akraborginni í gær. „Það er minna um svona mál í karlaboltanum. Ef eitthvað kemur upp er það yfirleitt afgreitt inn á æfingum og svo er það bara búið.“ „Það virðist oft vera með stelpurnar að þetta hleður utan á sig og klárast ekki fyrir en allt springur töluvert seinna. Það eru margir sem tala um, að þetta sé helsti vandinn við að þjálfa konur,“ sagði Sverrir.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðinu út af Bryndísi.mynd/kkíEngin góð ákvörðun Sverrir segir Keflvíkinga hafa í raun verið í ómögulegri stöðu hvað sem var ákveðið í síðustu viku því ekki má gleyma að formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar. Hann hætti um leið og Margrét var rekin. „Ég veit ekki með völd leikmanna í þessu. Ég heyrði hlið stjórnarinnar og svo átti ég mjög gott samtal við Margréti í gær. Maður veit aðeins hvað var í gangi,“ sagði Sverrir. „Ég veit ekkert allt, en ég veit að þetta var þannig að sama hvaða ákvörðun var tekin í þessu var engin þeirra góð. Þetta var virkilega erfitt og auðvitað bara hundleiðinlegt. Þetta er leiðindamál.“ „Þetta er sérstaklega leiðinlegt því Falur og Margrét eru búin að vinna gríðarlega gott starf í Keflavík í fleiri fleiri ár. Þau voru leikmenn, svo þjálfarar og síðar í stjórn,“ sagði Sverrir.Falur Harðarson hætti sem formaður kkd Keflavíkur þegar eiginkona hans var rekin.vísir/anton brinkHorfa fram á veginn Margrét ætlar að kveðja stelpurnar í kvöld og reyna að loka á þessi vandamál í eitt skipti fyrir öll, en svo þarf Sverrir að stýra skútunni á rétta braut. „Það var virkilega gott að heyra í Margréti í gær. Hún er búin að heyra í stelpunum og sérstaklega þeim sem mestu samskiptaörðuleikarnir voru á milli. Hún ætlar að kíkja á morgun [í kvöld] á æfingu og spjalla létt við stelpurnar. Eftir það verður þetta dæmi búið og allt heldur áfram,“ sagði Sverrir. „Fyrsta verk mitt í kvöld [gærkvöld] verður að fá á hreint að þetta mál er búið. Nú horfa bara allir fram á veginn og allir verða á sömu blaðsíðunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum