Erlent

Ráðist á flóttamenn í Köln

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá mótmælum í Köln á laugardag.
Frá mótmælum í Köln á laugardag.
Fregnir berast nú af því að ráðist hafi verið á hóp pakistanskra og sýrlenskra karlmanna í þýsku borginni Köln í gærkvöldi.

Að sögn lögregluyfirvalda í borginni réðust um 20 karlmenn á sex Pakistana með þeim afleiðingum að tveir voru fluttir á sjúkrahús.

Sýrlenskur karlmaður á fertugsaldri varð þá einnig fyrir árás 5 óþekktra manna skömmu síðar í borginni.

Sjá einnig: Lögreglu í Köln hafa borist 516 tilkynningar

Að sögn blaðsins Express eiga árásarmennirnir að hafa skipulagt árásirnar á Facebook þar sem þeir sögðust ætla á „mannaveiðar“ og ætluðu sér að hafa uppi á útlendingum í borginni.

Spennustigið hefur verið hátt í borginni allt frá því að tilkynnt var um 516 kynferðisbrot á gamlárskvöld.

Árásirnar hafa vakið mikinn óhug í landinu en þær beindust gegn konum og segja fórnarlömb að karlmenn af arabískum og norður-afrískum uppruna hafa staðið að þeim.

Fjölmargir hafa gagnrýnt lögreglu Kölnar og hvernig hún hefur tekið á málinu öllu og var lögreglustjóra borgarinnar vikið úr starfi fyrr í vikunni.


Tengdar fréttir

Merkel vill allt upp á borðið

Rúmlega 30 manns handteknir í Köln vegna ólátanna á gamlárskvöld. Átján þeirra eru hælisleitendur. Lögreglustjóranum í Köln vikið úr embætti tímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×