Erlent

Óvissa með framsal El Chapo

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Óvissa ríkir um framsal kókaínbarónsins Joaquín Guzmán, oft kallaður El Chapo, til Bandaríkjanna frá Mexíkó. El Chapo var handsamaður í Mexíkó um helgina, hálfu ári eftir að hann slapp úr fangelsi þar í landi.

Bandaríkin óskuðu eftir framsali hans árið 2014, áður en hann slapp, en beiðninni var hafnað. Hins vegar herma heimildir New York Times frá því að líklega verði mexíkósk yfirvöld að óskum Bandaríkjamanna að þessu sinni ef þeir óska aftur eftir framsali. Hins vegar væri framsal bundið því skilyrði að El Chapo yrði ekki tekinn af lífi, enda tíðkast slíkt ekki í Mexíkó.

Í samtali við fréttastofu New York Times greindi nafnlaus heimildarmaður hennar innan dómsmálaráðuneytisins frá því, að það væri vel mögulegt að óskað yrði eftir framsali en engin skref hefðu verið stigin í því máli eins og er.


Tengdar fréttir

Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo

Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að Joaquin Guzman, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×