Launráð og forsetakjör Stefán Pálsson skrifar 29. janúar 2016 13:15 Fyrstu sólarhringana eftir nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar virtist allt ætla að fyllast af forsetaframbjóðendum. Nokkrir misþekktir einstaklingar lýstu áhuga sínum á embættinu, einn náði jafnvel að bjóða sig fram og draga framboðið formlega til baka á rétt rúmum sólarhring. Áhyggjufullir blaðamenn settust niður og reiknuðu út að fræðilega gætu mörg hundruð manns ratað í framboð og forsetinn að lokum verið kjörinn með fáeinum atkvæðum. Það er raunar ekkert nýtt að fjölmiðlar amist við vonlitlum framboðum í tengslum við forsetakosningar. Þannig kvartaði molahöfundur í Mánudagsblaðinu árið 1980 yfir því að „aukaframboð“, sem enga raunverulega möguleika ættu, græfu undan virðingu forsetaembættisins og svo kynni að fara að það yrði bókstaflega mannskemmandi að bjóða sig fram til forseta! Væntanlega vísaði blaðamaðurinn þar til framboðsáforma Rögnvalds Pálssonar málarameistara í Kópavogi sem mistókst að ná tilskildum fjölda meðmælenda. Mánudagsblaðið var ekki eitt um að reiðast þeirri „ósvífni“ Rögnvalds að langa í framboð. Aðrir sem viljað hafa nýta þennan lýðræðislega rétt sinn hafa mátt þola skammir fyrir. Þannig fékk Ástþór Magnússon oft að heyra það í tengslum við framboðsbrölt sitt hversu dýrt væri að standa fyrir forsetakosningum. Skipti þar engu þótt hann byðist til að greiða kostnaðinn úr eigin vasa.Friðhelgir forsetarHatrömmust verða viðbrögðin þó þegar einhver vogar sér að bjóða fram gegn sitjandi forseta. Sigrún Þorsteinsdóttir bakaði sér reiði margra þegar hún skoraði Vigdísi Finnbogadóttur á hólm árið 1988. Þau viðbrögð voru þó hjóm eitt samanborið við það sem Pétur Hoffmann Salómonsson mátti upplifa á sjötta áratugnum. Pétur Hoffmann var kynlegur kvistur í bæjarlífinu í Reykjavík. Um hann gengu ótal sögur og Stefán Jónsson fréttamaður og síðar þingmaður festi sumar þeirra á blað í frægri og snjallri bók „Þér að segja: veraldarsögu Péturs Hoffmanns Salómonssonar“. Pétur fæddist í Helgafellssveit árið 1897 og hóf ungur störf til sjós, síðar á ævinni sinnti hann ýmiss konar viðskiptum og varð frumkvöðull á sviði fiskútflutnings. Hann var forn í hugsun og fyrir honum voru Íslendingasögurnar ljóslifandi sannleikur. Kraftadella var rík í fjölskyldunni. Lárus bróðir hans var lögreglumaður í Reykjavík og einn kunnasti íþróttagarpur sinnar tíðar og annar bróðir, Gunnar, tók sér viðurnefnið Úrsus og ferðaðist um heiminn að sýna aflraunir. Þessi tvö hugðarefni Péturs: fornsögurnar og aflraunirnar, fléttuðust dásamlega saman í frásögnum hans. Í viðtalsbókinni sem nefnd var hér að framan, lýsir kappinn á stórkarlalegan hátt bardögum frá sjómennskuárunum þar sem hann tókst berhentur á við ofurefli liðs, jafnvel vopnað hnífum, en vann fræga sigra. Safaríkust var þó Selsvararorrustan á stríðsárunum, þar sem hópur setuliðsmanna ætlaði að drepa Pétur en hann hafði þá alla undir. Átti Jónas Árnason eftir að gera atburðina í Selsvör ódauðlega í dægurlagatexta.Gullkista sorphauganna Pétur Hoffmann stundaði hrognkelsaveiðar frá Selsvörinni í Vesturbænum um árabil. Skammt frá henni, á Eiðisgrandanum, stóðu ruslahaugar Reykvíkinga og var Pétur duglegur við að leita gersema í fjörunni fyrir neðan þá. Taldi hann sig þar hafa fundið gnótt dýrgripa og eðalmálma sem sjórinn hefði hreinsað úr sorpinu. Efndi Pétur til opinberra sýninga á gersemum sínum sem vöktu mikla athygli og umtal. Nokkra hneykslun vakti að meðal sýningargripa væri heilleg íslensk fálkaorða og fóru á flug getgátur um hvaða orðuhafi gæti hafa forsmáð heiðursmerkið með því að henda því í ruslið. Þá var nokkuð um að bæjarbúar rækjust aftur á löngu glataða gripi á sýningunni og skilaði Pétur þeim þá aftur gegn fundarlaunum. Rétt er að hafa í huga að björgunarstarf Péturs Hoffmanns á ruslahaugunum var unnið löngu áður en hugtök á borð við „endurvinnsla“ og „sorpflokkun“ voru orðin almenningi töm. Þetta þótti því fremur óvirðuleg iðja og síst álitið vænlegur stökkpallur til metorða í samfélaginu. Í viðtali við Sigurð Magnússon veturinn 1950-1 velti Selsvararbóndinn upp möguleikanum á forsetaframboði, „ … þegar ég er orðinn þreyttur á að argast hérna í vörinni. Íslendingum hæfir nú bezt, að fá sinn forseta, skítugan og uppgefinn af öskuhaugunum.“ Sveinn Björnsson forseti lést í janúar 1952, á miðju kjörtímabili og gafst Pétri þá færi til að standa við stóru orðin. Íhugaði hann alvarlega að bjóða sig fram í kosningunum þá um vorið. Hann hvarf þó frá því ráði, þar sem kosningabaráttan hefði að miklu leyti farið að hverfast um hver frambjóðenda ætti bestu konuna. Þáverandi eiginkona Péturs var hins vegar heilsulaus og hætt við að það myndi spilla sigurlíkunum.Úlfur í sauðagæru Pétur ákvað að styðja Ásgeir Ásgeirsson, sem hann taldi lítillátan alþýðumann og tilvalinn til starfans. Sagðist hann svo hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar forsetinn reyndist laga sig að háttum kónga og keisara á sífelldum ferðalögum, leggjandi undir fætur sér dýrindisdúka án þess að hugsa um fé almennings. Afréð Pétur því að bjóða sig fram til forseta árið 1956 og freista þess að fella Ásgeir. Og þá varð fjandinn laus. Árið 1960 sendi Pétur frá sér smákverið „Smádjöflar: Liðið ofsótti mig, en smádjöflar unnu á mér“ þar sem hann rakti reynslu sína fjórum árum fyrr. Eftir að söfnun meðmælenda hófst, uppgötvaði Pétur fljótlega að kerfisbundið væri reynt að spilla fyrir henni með fölsuðum nöfnum. Kjaftasögum var komið á kreik um glæpsamlega fortíð frambjóðandans og sumir að dýrgripanna væru ekki úr fjörunni við ruslahaugana, heldur illa fengnir af reykvískum heimilum. Jafnframt voru bornar út sögur um meinta geðveiki Péturs og ítrekað reynt að fá lækna til að staðfesta þær, þó án árangurs. Einhverjir reyndu að bera fé á Pétur í þeirri von að hann hætti við allt saman en aðrir hótuðu líkamsmeiðingum eða að Pétur yrði hnepptur í bönd og haldið föngnum þar til framboðsfrestur rynni út. Skuggalegasta atvikið tengdist þó handsprengju sem fannst í grennd við heimili Péturs, sem þá var raunar staddur á Akureyri. Vakti það spurningar um hvort hér hefði verið á ferðinni fyrsta pólitíska banatilræðið á Íslandi. Allur þessi andróður varð til þess að hægðist á söfnun meðmælenda, bætti þar ekki úr skák að Ríkisútvarpið neitaði að birta tilkynningar um framboðið og bar þar fyrir sig hlutleysi, þótt síðar ætti útvarpið raunar eftir að flytja fregnir af undirskriftasöfnun hins sitjandi forseta.Smádjöflar og hrakmenni „Liðið“ sem Pétur vísaði til í nafni bæklingsins voru sendisveinar Ásgeirs Ásgeirssonar sem reyndu með ýmsum hætti að leggja stein í götu framboðs hans. Smádjöflarnir, sem úrslitum réðu, voru þó ekki mannaættar heldur smásæjar veirur. Pétur fékk skæða inflúensu á ögurstundu og var rúmliggjandi í þrjár vikur. Þar með datt botninn úr kosningaundirbúningnum og Ásgeir varð sjálfkjörinn sumarið 1956. Fjórum árum síðar íhugaði Pétur framboð á ný og var útgáfa „Smádjöfla“ vafalítið hugsuð til að greiða fyrir því. Þannig varði höfundur nokkru rými í að ræða hvort forsetafrúr væru í raun ómissandi og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Forsetafrúin gæfi hvorki út lög né tilskipanir í forföllum mannsins síns. Taldi Pétur ekkert því til fyrirstöðu að ógiftur forseti gæti ráðið til sín dugandi ráðskonu til að halda myndarbrag á Bessastöðum. Pétur spáði því að ef hann færi aftur í framboð, yrðu árásirnar og skammirnar með sama hætti og fyrr. En ekki yrði ódámum kápan úr því klæðinu. Myndu andstæðingar hans fá að kenna á því og „ … standi frammi fyrir þjóðinni dæmdir sem hin verstu hrakmenni, óalandi og óferjandi, þeir eru sekir gegn mér, þeir hafa reynt að ljúga á mig stórglæpum sér til framdráttar og þeim tókst að ná forsetastóli Íslands með þjófnaði á mannorði mínu.“ Á vormánuðum 1960 hóf Pétur á ný söfnun meðmælenda en varð lítið ágengt og sem fyrr neitaði Ríkisútvarpið að flytja fregnir af undirbúningi framboðsins. Ásgeir Ásgeirsson varð því sjálfkjörinn forseti annað skiptið í röð og silkihúfur vörpuðu öndinni léttar. En sá hlær best sem síðast hlær: árið eftir lét Pétur Hoffmann Salómonsson slá sína eigin mynt, Selsvarardali, með brjóstmynd sinni á. Munu það í dag vera einhverjir allra eftirsóttustu íslensku peningarnir meðal myntsafnara og ekki falir nema fyrir drjúgan skilding. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Fyrstu sólarhringana eftir nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar virtist allt ætla að fyllast af forsetaframbjóðendum. Nokkrir misþekktir einstaklingar lýstu áhuga sínum á embættinu, einn náði jafnvel að bjóða sig fram og draga framboðið formlega til baka á rétt rúmum sólarhring. Áhyggjufullir blaðamenn settust niður og reiknuðu út að fræðilega gætu mörg hundruð manns ratað í framboð og forsetinn að lokum verið kjörinn með fáeinum atkvæðum. Það er raunar ekkert nýtt að fjölmiðlar amist við vonlitlum framboðum í tengslum við forsetakosningar. Þannig kvartaði molahöfundur í Mánudagsblaðinu árið 1980 yfir því að „aukaframboð“, sem enga raunverulega möguleika ættu, græfu undan virðingu forsetaembættisins og svo kynni að fara að það yrði bókstaflega mannskemmandi að bjóða sig fram til forseta! Væntanlega vísaði blaðamaðurinn þar til framboðsáforma Rögnvalds Pálssonar málarameistara í Kópavogi sem mistókst að ná tilskildum fjölda meðmælenda. Mánudagsblaðið var ekki eitt um að reiðast þeirri „ósvífni“ Rögnvalds að langa í framboð. Aðrir sem viljað hafa nýta þennan lýðræðislega rétt sinn hafa mátt þola skammir fyrir. Þannig fékk Ástþór Magnússon oft að heyra það í tengslum við framboðsbrölt sitt hversu dýrt væri að standa fyrir forsetakosningum. Skipti þar engu þótt hann byðist til að greiða kostnaðinn úr eigin vasa.Friðhelgir forsetarHatrömmust verða viðbrögðin þó þegar einhver vogar sér að bjóða fram gegn sitjandi forseta. Sigrún Þorsteinsdóttir bakaði sér reiði margra þegar hún skoraði Vigdísi Finnbogadóttur á hólm árið 1988. Þau viðbrögð voru þó hjóm eitt samanborið við það sem Pétur Hoffmann Salómonsson mátti upplifa á sjötta áratugnum. Pétur Hoffmann var kynlegur kvistur í bæjarlífinu í Reykjavík. Um hann gengu ótal sögur og Stefán Jónsson fréttamaður og síðar þingmaður festi sumar þeirra á blað í frægri og snjallri bók „Þér að segja: veraldarsögu Péturs Hoffmanns Salómonssonar“. Pétur fæddist í Helgafellssveit árið 1897 og hóf ungur störf til sjós, síðar á ævinni sinnti hann ýmiss konar viðskiptum og varð frumkvöðull á sviði fiskútflutnings. Hann var forn í hugsun og fyrir honum voru Íslendingasögurnar ljóslifandi sannleikur. Kraftadella var rík í fjölskyldunni. Lárus bróðir hans var lögreglumaður í Reykjavík og einn kunnasti íþróttagarpur sinnar tíðar og annar bróðir, Gunnar, tók sér viðurnefnið Úrsus og ferðaðist um heiminn að sýna aflraunir. Þessi tvö hugðarefni Péturs: fornsögurnar og aflraunirnar, fléttuðust dásamlega saman í frásögnum hans. Í viðtalsbókinni sem nefnd var hér að framan, lýsir kappinn á stórkarlalegan hátt bardögum frá sjómennskuárunum þar sem hann tókst berhentur á við ofurefli liðs, jafnvel vopnað hnífum, en vann fræga sigra. Safaríkust var þó Selsvararorrustan á stríðsárunum, þar sem hópur setuliðsmanna ætlaði að drepa Pétur en hann hafði þá alla undir. Átti Jónas Árnason eftir að gera atburðina í Selsvör ódauðlega í dægurlagatexta.Gullkista sorphauganna Pétur Hoffmann stundaði hrognkelsaveiðar frá Selsvörinni í Vesturbænum um árabil. Skammt frá henni, á Eiðisgrandanum, stóðu ruslahaugar Reykvíkinga og var Pétur duglegur við að leita gersema í fjörunni fyrir neðan þá. Taldi hann sig þar hafa fundið gnótt dýrgripa og eðalmálma sem sjórinn hefði hreinsað úr sorpinu. Efndi Pétur til opinberra sýninga á gersemum sínum sem vöktu mikla athygli og umtal. Nokkra hneykslun vakti að meðal sýningargripa væri heilleg íslensk fálkaorða og fóru á flug getgátur um hvaða orðuhafi gæti hafa forsmáð heiðursmerkið með því að henda því í ruslið. Þá var nokkuð um að bæjarbúar rækjust aftur á löngu glataða gripi á sýningunni og skilaði Pétur þeim þá aftur gegn fundarlaunum. Rétt er að hafa í huga að björgunarstarf Péturs Hoffmanns á ruslahaugunum var unnið löngu áður en hugtök á borð við „endurvinnsla“ og „sorpflokkun“ voru orðin almenningi töm. Þetta þótti því fremur óvirðuleg iðja og síst álitið vænlegur stökkpallur til metorða í samfélaginu. Í viðtali við Sigurð Magnússon veturinn 1950-1 velti Selsvararbóndinn upp möguleikanum á forsetaframboði, „ … þegar ég er orðinn þreyttur á að argast hérna í vörinni. Íslendingum hæfir nú bezt, að fá sinn forseta, skítugan og uppgefinn af öskuhaugunum.“ Sveinn Björnsson forseti lést í janúar 1952, á miðju kjörtímabili og gafst Pétri þá færi til að standa við stóru orðin. Íhugaði hann alvarlega að bjóða sig fram í kosningunum þá um vorið. Hann hvarf þó frá því ráði, þar sem kosningabaráttan hefði að miklu leyti farið að hverfast um hver frambjóðenda ætti bestu konuna. Þáverandi eiginkona Péturs var hins vegar heilsulaus og hætt við að það myndi spilla sigurlíkunum.Úlfur í sauðagæru Pétur ákvað að styðja Ásgeir Ásgeirsson, sem hann taldi lítillátan alþýðumann og tilvalinn til starfans. Sagðist hann svo hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar forsetinn reyndist laga sig að háttum kónga og keisara á sífelldum ferðalögum, leggjandi undir fætur sér dýrindisdúka án þess að hugsa um fé almennings. Afréð Pétur því að bjóða sig fram til forseta árið 1956 og freista þess að fella Ásgeir. Og þá varð fjandinn laus. Árið 1960 sendi Pétur frá sér smákverið „Smádjöflar: Liðið ofsótti mig, en smádjöflar unnu á mér“ þar sem hann rakti reynslu sína fjórum árum fyrr. Eftir að söfnun meðmælenda hófst, uppgötvaði Pétur fljótlega að kerfisbundið væri reynt að spilla fyrir henni með fölsuðum nöfnum. Kjaftasögum var komið á kreik um glæpsamlega fortíð frambjóðandans og sumir að dýrgripanna væru ekki úr fjörunni við ruslahaugana, heldur illa fengnir af reykvískum heimilum. Jafnframt voru bornar út sögur um meinta geðveiki Péturs og ítrekað reynt að fá lækna til að staðfesta þær, þó án árangurs. Einhverjir reyndu að bera fé á Pétur í þeirri von að hann hætti við allt saman en aðrir hótuðu líkamsmeiðingum eða að Pétur yrði hnepptur í bönd og haldið föngnum þar til framboðsfrestur rynni út. Skuggalegasta atvikið tengdist þó handsprengju sem fannst í grennd við heimili Péturs, sem þá var raunar staddur á Akureyri. Vakti það spurningar um hvort hér hefði verið á ferðinni fyrsta pólitíska banatilræðið á Íslandi. Allur þessi andróður varð til þess að hægðist á söfnun meðmælenda, bætti þar ekki úr skák að Ríkisútvarpið neitaði að birta tilkynningar um framboðið og bar þar fyrir sig hlutleysi, þótt síðar ætti útvarpið raunar eftir að flytja fregnir af undirskriftasöfnun hins sitjandi forseta.Smádjöflar og hrakmenni „Liðið“ sem Pétur vísaði til í nafni bæklingsins voru sendisveinar Ásgeirs Ásgeirssonar sem reyndu með ýmsum hætti að leggja stein í götu framboðs hans. Smádjöflarnir, sem úrslitum réðu, voru þó ekki mannaættar heldur smásæjar veirur. Pétur fékk skæða inflúensu á ögurstundu og var rúmliggjandi í þrjár vikur. Þar með datt botninn úr kosningaundirbúningnum og Ásgeir varð sjálfkjörinn sumarið 1956. Fjórum árum síðar íhugaði Pétur framboð á ný og var útgáfa „Smádjöfla“ vafalítið hugsuð til að greiða fyrir því. Þannig varði höfundur nokkru rými í að ræða hvort forsetafrúr væru í raun ómissandi og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Forsetafrúin gæfi hvorki út lög né tilskipanir í forföllum mannsins síns. Taldi Pétur ekkert því til fyrirstöðu að ógiftur forseti gæti ráðið til sín dugandi ráðskonu til að halda myndarbrag á Bessastöðum. Pétur spáði því að ef hann færi aftur í framboð, yrðu árásirnar og skammirnar með sama hætti og fyrr. En ekki yrði ódámum kápan úr því klæðinu. Myndu andstæðingar hans fá að kenna á því og „ … standi frammi fyrir þjóðinni dæmdir sem hin verstu hrakmenni, óalandi og óferjandi, þeir eru sekir gegn mér, þeir hafa reynt að ljúga á mig stórglæpum sér til framdráttar og þeim tókst að ná forsetastóli Íslands með þjófnaði á mannorði mínu.“ Á vormánuðum 1960 hóf Pétur á ný söfnun meðmælenda en varð lítið ágengt og sem fyrr neitaði Ríkisútvarpið að flytja fregnir af undirbúningi framboðsins. Ásgeir Ásgeirsson varð því sjálfkjörinn forseti annað skiptið í röð og silkihúfur vörpuðu öndinni léttar. En sá hlær best sem síðast hlær: árið eftir lét Pétur Hoffmann Salómonsson slá sína eigin mynt, Selsvarardali, með brjóstmynd sinni á. Munu það í dag vera einhverjir allra eftirsóttustu íslensku peningarnir meðal myntsafnara og ekki falir nema fyrir drjúgan skilding.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira