Niðurstaða rannsóknar á upptökunni: Annþór og Börkur sýndu ógnandi burði gagnvart Sigurði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. janúar 2016 12:48 Annþór og Börkur lýsa yfir sakleysi sínu í málinu. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgisson heldur áfram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Dagurinn byrjaði á slaginu 9.15 og var túlkur mættur fyrir fyrstu skýrslutöku dagsins, sem tekin var í gegnum síma. Dómþingið hófst rétt áður en Börkur Birgisson, annar sakborninga, mætti í dómsalinn en Annþór Kristján Karlsson, hinn sakborningurinn, mætti á slaginu með sólgleraugu líkt og í gær. Báðir eru ákærðir fyrir líkamsárás sem á að hafa leitt til dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar í maí 2012. Börkur yfirgefur Héraðsdóm Suðurlands í gærmorgun.Vísir „Það er enginn sem heitir það hér“ „the number you are calling is not answering“ var það sem glumdi í dómssalnum við fyrstu tilraun. Næst var símtalið sent áfram á skiptiborðið þar sem þau skilaboð fengust að ef um neyðartilvik væri að ræða ætti að hringja í 113. „Eigum við að prófa það, þetta er neyðarástand," sagði dómarinn þá glettinn. „Það er enginn sem heitir það hér,“ sagði sú sem svaraði í símann þegar dómurinn hélt að símtalið væri loks komið á réttan stað. Um þetta leyti kom Börkur í dómsalinn í þykkri úlpu, hettupeysu og með sólgleraugu líkt og félagi sinn. Dómarinn gafst upp á endanum að ná tali af hinum norska matsmanni og reyndi þess í stað að ná sambandi við annan sænskan. Sá svaraði þó ekki heldur við fyrstu tilraunir. Annþór og Börkur afplána þunga ofbeldisdóma á Litla-Hrauni.vísir/e.ól. Framkvæmdi tilraun Loks náðist þó samband við hinn dómkvadda yfirmatsmann, sem vann mat á mati Gísla Guðjónssonar sérfræðings í málinu. Sá, Per Anders Grandhag, sagðist hafa fengið fimm spurningar í málinu en einbeitt sér að mestu að einni sem snéri að „hindsight biased“. „Það er þannig að þegar maður veit hvað útkoman verður, þegar maður veit hvað gerðist á eftir, þá sér maður allt sem maður horfir á sem hluta af því sem átti eftir að gerast, en sem er ekki á upptökunum. Í þessu tilfelli, þegar maður veit að viðkomandi deyr, þá les maður það út úr hegðun þeirra einstaklinga sem maður sér á upptökunum,“ sagði hann. Til að fá úr því skorið hvort að íslensku sérfræðingarnir hefðu verið litaðir af annarri vitneskju sinni um málið í mati sínu á hegðun þeirra Annþórs og Barkar framkvæmdi hann tilraun. „Tilraunin fór þannig fram að ég var með tvo hópa sem fengu mismunandi bakgrunnsupplýsingar um hvað var búið að gerast. Fyrsti hópurinn fékk þær upplýsingar að þessi fangi var látinn og þarna voru grunaðir. Þeim var sagt hvað útkoman var. Hinn hópurinn fékk ekki þessar bakgrunnsupplýsingar. Síðan fengu báðir hóparnir að sjá upptökuna úr öryggismyndavélinni af því sem gerðist,“ sagði hann um tilraunina. Mynd sem teiknari Fréttablaðsins teiknaði við meðferð annars máls þar sem þeir Annþór og Börkur sættu ákæru.Vísir/Halldór Baldursson Ógnandi en ekki mjög ógnandi tilburðir „Eftir það fengu báðir hóparnir að svara spurningum í sambandi við það sem þeir voru búnir að horfa á. Það voru fleiri spurningar en það mikilvægasta var að hóparnir sáu ekki á mismunandi hátt það sem þeir sáu á myndbandsupptökunum.“ Niðurstaða beggja hópanna var að þeir Annþór og Börkur hefðu sýnt ógnandi burði gagnvart Sigurði Hólm en að þeir hefðu engu að síður ekki verið mjög mikið ógnandi „Aðalniðurstaðan er sú að fyrst að þessir tveir hópar komust að sömu niðurstöðu er fyrri hópurinn ekki með „hindsight biased“. þetta er sem sagt ekki mín persónulega skoðun, þetta er rannsókn sem sýnir þetta,“ sagði hann. Verjendur spurðu næst og byrjaði Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar, á að spyrja vitnið. Hann vildi fyrst fá að vita hvort ekki hafi þurft lengra tímabil af gögnum til að meta hegðun sakborninga á umræðum „Maður getur sagt að þeim mun lengur sem samanburðartímabilið sé, því nákvæmari er niðurstaðan sem maður kemst að. ég held að það hafi ekki haft mikil áhrif hérna ef maður tekur inn í reikninginn hversu lélegar upptökurnar eru,“ svaraði hann. Annþór Kristján Karlsson í dómssal í héraðsdómi í ótengdu máli.Vísir/GVA Meiri upplýsingar gæfu betri niðurstöðu Sveinn spurði þá út í álit annars sérfræðings sem telur að þessi tilraunin sé aðferðafræðilega gölluð. Per gaf þó lítið fyrir það og sagðist ekki skilja þá gagnrýni. Lögmaðurinn vildi því næst vita hvort það hefði breytt einhverju um niðurstöðuna ef einstaklingarnir sem hér um ræðir hefðu getað fengið að gefa skýringu. „Já, náttúrulega eftir því sem hann fær meiri upplýsingar þeim mun auðveldara er að komast að réttri niðurstöðu,“ sagði Per. Þannig að hann byggir á mjög takmörkuðum upplýsingum til að komast að niðurstöðu? „Já það er allt mikilvægt í þessu. Ég var ekki með aðgang að athugasemdum frá hinum grunuðu. En allar upplýsingar eru mikilvægar.“ Verjandi Annþórs, Hólmgeir, var svo næstur í röðinni að spyrja vitnið. Í skýrslu íslensku sérfræðinganna er lagður skilningur í einhverjar ákveðnar athafnir. Til dæmis að vera með krosslagðar hendur eða hendur á mjöðm. Er slík líkamsbeiting alltaf ógnandi? „Nei það getur maður ekki sagt. Það er mikilvægt að þegar maður veit hvernig útkoman verður les maður kannski ógnandi framkomu þegar maður sér hina grunuðu standa svona með krosslagðar hendur.“ Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sækir málið.vísir/gva Íslenska skýrslan í meðallagi gild Per sagði að það væri erfitt að meta það út frá svo stuttu og lélegu myndbandi eins og því sem fyrir liggur hvort líkamsburðir þeirra Annþórs og Barkar hafi verið einstaklingsbundinn vani. „Það er ekki hægt að segja það út frá svona stuttu myndbandi en það má vera að þetta sé bara þeirra eðlilega hegðun.“ Einn dómarinn spurði þá um mat Pers á réttmæti skýrslu hinna íslensku matsmanna. „Það er visst gildi í skýrslunni en það er mjög erfitt verkefni sem þeir fengu að komast að niðurstöðu eftir að hafa horft á mjög slæmar upptökur.“ Taldi hann skýrslu matsmannanna vera í meðallagi gilda. Að lokum spurði lögmaður Barkar hvort það væri ekki galli að hvergi í skýrslu hinna íslensku matsmanna væri vísað í einhver fræði málinu til stuðningsins. „Það er mismunandi hversu margar tilvísanir eru í svona skýrslu en í þessu tilfelli hefði alveg verið hægt að vísa í fræðin,“ sagði hann og hélt áfram: „Sérstaklega kemur það á óvart varðandi Gísla vegna þess að hann er mjög reyndur sérfræðingur á þessu sviði, meira að segja á heimsvísu.“ Per sagðist þó ekki telja skýrsluna lakari af þeim ástæðum að það vanti fræðilegar tilvísanir. „Því þetta er svo sérhæft, þetta snýst um að meta mjög takmarkaðar upptökur og þetta er í rauninni ekki sambærilegt öðru, þetta er alveg sérstakt dæmi. Þetta er ekki mjög almennt verkefni,“ sagði hann. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52 Sigurður kom í fangelsið nánast beint „af götunni“ Enginn þeirra fangavarða eða sjúkraflutningamanna sem báru vitni sögðust hafa orðið varir við eitthvað óvenjulegt í tengslum við andlát Sigurðar inni í klefa hans. 28. janúar 2016 16:26 Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgisson heldur áfram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Dagurinn byrjaði á slaginu 9.15 og var túlkur mættur fyrir fyrstu skýrslutöku dagsins, sem tekin var í gegnum síma. Dómþingið hófst rétt áður en Börkur Birgisson, annar sakborninga, mætti í dómsalinn en Annþór Kristján Karlsson, hinn sakborningurinn, mætti á slaginu með sólgleraugu líkt og í gær. Báðir eru ákærðir fyrir líkamsárás sem á að hafa leitt til dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar í maí 2012. Börkur yfirgefur Héraðsdóm Suðurlands í gærmorgun.Vísir „Það er enginn sem heitir það hér“ „the number you are calling is not answering“ var það sem glumdi í dómssalnum við fyrstu tilraun. Næst var símtalið sent áfram á skiptiborðið þar sem þau skilaboð fengust að ef um neyðartilvik væri að ræða ætti að hringja í 113. „Eigum við að prófa það, þetta er neyðarástand," sagði dómarinn þá glettinn. „Það er enginn sem heitir það hér,“ sagði sú sem svaraði í símann þegar dómurinn hélt að símtalið væri loks komið á réttan stað. Um þetta leyti kom Börkur í dómsalinn í þykkri úlpu, hettupeysu og með sólgleraugu líkt og félagi sinn. Dómarinn gafst upp á endanum að ná tali af hinum norska matsmanni og reyndi þess í stað að ná sambandi við annan sænskan. Sá svaraði þó ekki heldur við fyrstu tilraunir. Annþór og Börkur afplána þunga ofbeldisdóma á Litla-Hrauni.vísir/e.ól. Framkvæmdi tilraun Loks náðist þó samband við hinn dómkvadda yfirmatsmann, sem vann mat á mati Gísla Guðjónssonar sérfræðings í málinu. Sá, Per Anders Grandhag, sagðist hafa fengið fimm spurningar í málinu en einbeitt sér að mestu að einni sem snéri að „hindsight biased“. „Það er þannig að þegar maður veit hvað útkoman verður, þegar maður veit hvað gerðist á eftir, þá sér maður allt sem maður horfir á sem hluta af því sem átti eftir að gerast, en sem er ekki á upptökunum. Í þessu tilfelli, þegar maður veit að viðkomandi deyr, þá les maður það út úr hegðun þeirra einstaklinga sem maður sér á upptökunum,“ sagði hann. Til að fá úr því skorið hvort að íslensku sérfræðingarnir hefðu verið litaðir af annarri vitneskju sinni um málið í mati sínu á hegðun þeirra Annþórs og Barkar framkvæmdi hann tilraun. „Tilraunin fór þannig fram að ég var með tvo hópa sem fengu mismunandi bakgrunnsupplýsingar um hvað var búið að gerast. Fyrsti hópurinn fékk þær upplýsingar að þessi fangi var látinn og þarna voru grunaðir. Þeim var sagt hvað útkoman var. Hinn hópurinn fékk ekki þessar bakgrunnsupplýsingar. Síðan fengu báðir hóparnir að sjá upptökuna úr öryggismyndavélinni af því sem gerðist,“ sagði hann um tilraunina. Mynd sem teiknari Fréttablaðsins teiknaði við meðferð annars máls þar sem þeir Annþór og Börkur sættu ákæru.Vísir/Halldór Baldursson Ógnandi en ekki mjög ógnandi tilburðir „Eftir það fengu báðir hóparnir að svara spurningum í sambandi við það sem þeir voru búnir að horfa á. Það voru fleiri spurningar en það mikilvægasta var að hóparnir sáu ekki á mismunandi hátt það sem þeir sáu á myndbandsupptökunum.“ Niðurstaða beggja hópanna var að þeir Annþór og Börkur hefðu sýnt ógnandi burði gagnvart Sigurði Hólm en að þeir hefðu engu að síður ekki verið mjög mikið ógnandi „Aðalniðurstaðan er sú að fyrst að þessir tveir hópar komust að sömu niðurstöðu er fyrri hópurinn ekki með „hindsight biased“. þetta er sem sagt ekki mín persónulega skoðun, þetta er rannsókn sem sýnir þetta,“ sagði hann. Verjendur spurðu næst og byrjaði Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar, á að spyrja vitnið. Hann vildi fyrst fá að vita hvort ekki hafi þurft lengra tímabil af gögnum til að meta hegðun sakborninga á umræðum „Maður getur sagt að þeim mun lengur sem samanburðartímabilið sé, því nákvæmari er niðurstaðan sem maður kemst að. ég held að það hafi ekki haft mikil áhrif hérna ef maður tekur inn í reikninginn hversu lélegar upptökurnar eru,“ svaraði hann. Annþór Kristján Karlsson í dómssal í héraðsdómi í ótengdu máli.Vísir/GVA Meiri upplýsingar gæfu betri niðurstöðu Sveinn spurði þá út í álit annars sérfræðings sem telur að þessi tilraunin sé aðferðafræðilega gölluð. Per gaf þó lítið fyrir það og sagðist ekki skilja þá gagnrýni. Lögmaðurinn vildi því næst vita hvort það hefði breytt einhverju um niðurstöðuna ef einstaklingarnir sem hér um ræðir hefðu getað fengið að gefa skýringu. „Já, náttúrulega eftir því sem hann fær meiri upplýsingar þeim mun auðveldara er að komast að réttri niðurstöðu,“ sagði Per. Þannig að hann byggir á mjög takmörkuðum upplýsingum til að komast að niðurstöðu? „Já það er allt mikilvægt í þessu. Ég var ekki með aðgang að athugasemdum frá hinum grunuðu. En allar upplýsingar eru mikilvægar.“ Verjandi Annþórs, Hólmgeir, var svo næstur í röðinni að spyrja vitnið. Í skýrslu íslensku sérfræðinganna er lagður skilningur í einhverjar ákveðnar athafnir. Til dæmis að vera með krosslagðar hendur eða hendur á mjöðm. Er slík líkamsbeiting alltaf ógnandi? „Nei það getur maður ekki sagt. Það er mikilvægt að þegar maður veit hvernig útkoman verður les maður kannski ógnandi framkomu þegar maður sér hina grunuðu standa svona með krosslagðar hendur.“ Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sækir málið.vísir/gva Íslenska skýrslan í meðallagi gild Per sagði að það væri erfitt að meta það út frá svo stuttu og lélegu myndbandi eins og því sem fyrir liggur hvort líkamsburðir þeirra Annþórs og Barkar hafi verið einstaklingsbundinn vani. „Það er ekki hægt að segja það út frá svona stuttu myndbandi en það má vera að þetta sé bara þeirra eðlilega hegðun.“ Einn dómarinn spurði þá um mat Pers á réttmæti skýrslu hinna íslensku matsmanna. „Það er visst gildi í skýrslunni en það er mjög erfitt verkefni sem þeir fengu að komast að niðurstöðu eftir að hafa horft á mjög slæmar upptökur.“ Taldi hann skýrslu matsmannanna vera í meðallagi gilda. Að lokum spurði lögmaður Barkar hvort það væri ekki galli að hvergi í skýrslu hinna íslensku matsmanna væri vísað í einhver fræði málinu til stuðningsins. „Það er mismunandi hversu margar tilvísanir eru í svona skýrslu en í þessu tilfelli hefði alveg verið hægt að vísa í fræðin,“ sagði hann og hélt áfram: „Sérstaklega kemur það á óvart varðandi Gísla vegna þess að hann er mjög reyndur sérfræðingur á þessu sviði, meira að segja á heimsvísu.“ Per sagðist þó ekki telja skýrsluna lakari af þeim ástæðum að það vanti fræðilegar tilvísanir. „Því þetta er svo sérhæft, þetta snýst um að meta mjög takmarkaðar upptökur og þetta er í rauninni ekki sambærilegt öðru, þetta er alveg sérstakt dæmi. Þetta er ekki mjög almennt verkefni,“ sagði hann.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52 Sigurður kom í fangelsið nánast beint „af götunni“ Enginn þeirra fangavarða eða sjúkraflutningamanna sem báru vitni sögðust hafa orðið varir við eitthvað óvenjulegt í tengslum við andlát Sigurðar inni í klefa hans. 28. janúar 2016 16:26 Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52
Sigurður kom í fangelsið nánast beint „af götunni“ Enginn þeirra fangavarða eða sjúkraflutningamanna sem báru vitni sögðust hafa orðið varir við eitthvað óvenjulegt í tengslum við andlát Sigurðar inni í klefa hans. 28. janúar 2016 16:26
Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18
Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35
"Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19
Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10