Lífið

Febrúarspá Siggu Kling – Krabbi: Fortíðin hringir, skiptu um númer eða skelltu á!

Elsku Krabbinn minn. Þú ert búinn að vera svoleiðis á fullu á öllum vígstöðum. Þú þarf að klára svo margt til þess að þú getir andað léttar en mundu að maður klárar bara einn hlut í einu.

Þú lífgar eitthvað svo mikið upp á alla og segir svo oft réttu orðin. Það er svo mikilvægt að nota allan þinn kraft til að gera öðrum skiljanlegt hvað þú meinar.

Þeir sem eru á lausu, eða næstum því á lausu eiga að gera hreint í kringum sig. Því mun fylgja einhver usli því fortíðin er eitthvað að hringja og kannski er bara tímabært fyrir þig að skipta um númer eða skella á! Þú þarft eitthvað að skoða það elskan mín því þú ferð í hringi á meðan þú ert ekki alveg viss.

Krabbi sem er alveg viss um sjálfan sig og ástina fer áfram eins og hraðskreiðasta flugvél í heimi, fær aðra á sitt band og prjónar úr bandinu nýja möguleika sem gera líf þitt svo spennandi en samt öruggt.

Öll hræðsla er ímyndun og blekking hugans og kraftmeiri huga er vart hægt að finna elsku draumakrabbinn minn eða dramakrabbinn minn þegar það á við!

Þú ert á fullri ferð áfram því bakkgírinn virkar ekki og veröldin færir þér pakka sem þú bjóst ekki við. Þegar þú  sérð hvað er í pakkanum þá þarft þú að muna að þú varst búin að óska þér að það kæmi til þín lausn á vandamáli þínu. Láttu í ljós þitt skína!

Kveðja, þín Sigga Kling

Frægir krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.