Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. janúar 2016 07:00 Flóttafólk á gangi í Serbíu, nýkomið yfir landamærin frá Makedóníu. Nordicphotos/AFP Hollendingar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, hafa kynnt hugmyndir um að flóttafólk, sem kemur frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna í Eyjahafinu, verði sent til baka með grískum ferjum í stað þess að ferjurnar flytji það áfram til gríska meginlandsins. Tyrkland er sagt reiðubúið til að taka við flóttafólkinu aftur, en á móti muni aðildarríki Evrópusambandsins lýsa sig reiðubúin til að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Diederik Samson, þingflokksformaður hollenska Sósíaldemókrataflokksins, skýrði frá þessu í viðtali við hollenska dagblaðið De Volkskrant. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur síðan 2012 tekið þátt í samsteypustjórn landsins ásamt hægri flokki forsætisráðherrans Mark Rutte. Rutte er sagður hafa unnið að þessum áformum með Samson, og í rauninni er þetta svipuð hugmynd og Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur talað fyrir, sem er að Tyrkir haldi flóttafólkinu eftir hjá sér og fái í staðinn greiðslur frá Evrópusambandinu. Samson segist telja að Evrópusambandið muni taka upp þessa stefnu í mars eða apríl. Þetta veltur þó á því hvort Tyrkland geti talist öruggt ríki fyrir flóttafólk, samkvæmt alþjóðasáttmálum. Grikkir hafa tekið illa í hugmyndir um að þeir þurfi að herða landamæraeftirlit sitt í Eyjahafinu til þess að stöðva flóttamenn frá Tyrklandi. Þeir spyrja hvernig í ósköpunum þeir ættu að fara að því að halda flóttafólkinu frá landi, þegar það streymir yfir hafið á yfirfullum fleytum af ýmsu tagi. Meira en milljón flóttamenn komu til Evrópusambandsins á síðasta ári, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Meira en 850 þúsund af þeim fóru yfir hafið frá Tyrklandi yfir á grísku eyjarnar sem eru næst Tyrklandi í Eyjahafinu. Það sem af er þessu ári hafa meira en 46 þúsund manns komið til Grikklands. Æ fleiri Evrópusambandsríki hafa verið að loka landamærum sínum og taka upp hertari reglur um hælisleitendur. Nú síðast í gær lýstu sænsk stjórnvöld því yfir að 60 þúsund flóttamönnum verði væntanlega vísað úr landi næstu árin. Hugsanlega verði það allt að 80 þúsund manns, sem sendir verða til baka. Anders Ygeman innanríkisráðherra skýrði fjölmiðlum frá þessu. Á síðasta ári sóttu meira en 160 þúsund manns um hæli í Svíþjóð. Þeir, sem vísað verður burt, eru þeir sem er synjað um hæli og fá ekki dvalarleyfi í Svíþjóð af öðrum ástæðum. Mikael Ribbenvik, formaður sænsku útlendingastofnunarinnar, segir þessi áform þó geta orðið erfið í framkvæmd, meðal annars vegna þess að illa gangi að bera kennsl á suma flóttamenn, sem ekki hafa nein afgerandi skilríki í fórum sínum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Hollendingar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, hafa kynnt hugmyndir um að flóttafólk, sem kemur frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna í Eyjahafinu, verði sent til baka með grískum ferjum í stað þess að ferjurnar flytji það áfram til gríska meginlandsins. Tyrkland er sagt reiðubúið til að taka við flóttafólkinu aftur, en á móti muni aðildarríki Evrópusambandsins lýsa sig reiðubúin til að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Diederik Samson, þingflokksformaður hollenska Sósíaldemókrataflokksins, skýrði frá þessu í viðtali við hollenska dagblaðið De Volkskrant. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur síðan 2012 tekið þátt í samsteypustjórn landsins ásamt hægri flokki forsætisráðherrans Mark Rutte. Rutte er sagður hafa unnið að þessum áformum með Samson, og í rauninni er þetta svipuð hugmynd og Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur talað fyrir, sem er að Tyrkir haldi flóttafólkinu eftir hjá sér og fái í staðinn greiðslur frá Evrópusambandinu. Samson segist telja að Evrópusambandið muni taka upp þessa stefnu í mars eða apríl. Þetta veltur þó á því hvort Tyrkland geti talist öruggt ríki fyrir flóttafólk, samkvæmt alþjóðasáttmálum. Grikkir hafa tekið illa í hugmyndir um að þeir þurfi að herða landamæraeftirlit sitt í Eyjahafinu til þess að stöðva flóttamenn frá Tyrklandi. Þeir spyrja hvernig í ósköpunum þeir ættu að fara að því að halda flóttafólkinu frá landi, þegar það streymir yfir hafið á yfirfullum fleytum af ýmsu tagi. Meira en milljón flóttamenn komu til Evrópusambandsins á síðasta ári, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Meira en 850 þúsund af þeim fóru yfir hafið frá Tyrklandi yfir á grísku eyjarnar sem eru næst Tyrklandi í Eyjahafinu. Það sem af er þessu ári hafa meira en 46 þúsund manns komið til Grikklands. Æ fleiri Evrópusambandsríki hafa verið að loka landamærum sínum og taka upp hertari reglur um hælisleitendur. Nú síðast í gær lýstu sænsk stjórnvöld því yfir að 60 þúsund flóttamönnum verði væntanlega vísað úr landi næstu árin. Hugsanlega verði það allt að 80 þúsund manns, sem sendir verða til baka. Anders Ygeman innanríkisráðherra skýrði fjölmiðlum frá þessu. Á síðasta ári sóttu meira en 160 þúsund manns um hæli í Svíþjóð. Þeir, sem vísað verður burt, eru þeir sem er synjað um hæli og fá ekki dvalarleyfi í Svíþjóð af öðrum ástæðum. Mikael Ribbenvik, formaður sænsku útlendingastofnunarinnar, segir þessi áform þó geta orðið erfið í framkvæmd, meðal annars vegna þess að illa gangi að bera kennsl á suma flóttamenn, sem ekki hafa nein afgerandi skilríki í fórum sínum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira