Vilja að Grikkir sendi flóttafólk aftur til Tyrklands Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. janúar 2016 07:00 Flóttafólk á gangi í Serbíu, nýkomið yfir landamærin frá Makedóníu. Nordicphotos/AFP Hollendingar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, hafa kynnt hugmyndir um að flóttafólk, sem kemur frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna í Eyjahafinu, verði sent til baka með grískum ferjum í stað þess að ferjurnar flytji það áfram til gríska meginlandsins. Tyrkland er sagt reiðubúið til að taka við flóttafólkinu aftur, en á móti muni aðildarríki Evrópusambandsins lýsa sig reiðubúin til að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Diederik Samson, þingflokksformaður hollenska Sósíaldemókrataflokksins, skýrði frá þessu í viðtali við hollenska dagblaðið De Volkskrant. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur síðan 2012 tekið þátt í samsteypustjórn landsins ásamt hægri flokki forsætisráðherrans Mark Rutte. Rutte er sagður hafa unnið að þessum áformum með Samson, og í rauninni er þetta svipuð hugmynd og Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur talað fyrir, sem er að Tyrkir haldi flóttafólkinu eftir hjá sér og fái í staðinn greiðslur frá Evrópusambandinu. Samson segist telja að Evrópusambandið muni taka upp þessa stefnu í mars eða apríl. Þetta veltur þó á því hvort Tyrkland geti talist öruggt ríki fyrir flóttafólk, samkvæmt alþjóðasáttmálum. Grikkir hafa tekið illa í hugmyndir um að þeir þurfi að herða landamæraeftirlit sitt í Eyjahafinu til þess að stöðva flóttamenn frá Tyrklandi. Þeir spyrja hvernig í ósköpunum þeir ættu að fara að því að halda flóttafólkinu frá landi, þegar það streymir yfir hafið á yfirfullum fleytum af ýmsu tagi. Meira en milljón flóttamenn komu til Evrópusambandsins á síðasta ári, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Meira en 850 þúsund af þeim fóru yfir hafið frá Tyrklandi yfir á grísku eyjarnar sem eru næst Tyrklandi í Eyjahafinu. Það sem af er þessu ári hafa meira en 46 þúsund manns komið til Grikklands. Æ fleiri Evrópusambandsríki hafa verið að loka landamærum sínum og taka upp hertari reglur um hælisleitendur. Nú síðast í gær lýstu sænsk stjórnvöld því yfir að 60 þúsund flóttamönnum verði væntanlega vísað úr landi næstu árin. Hugsanlega verði það allt að 80 þúsund manns, sem sendir verða til baka. Anders Ygeman innanríkisráðherra skýrði fjölmiðlum frá þessu. Á síðasta ári sóttu meira en 160 þúsund manns um hæli í Svíþjóð. Þeir, sem vísað verður burt, eru þeir sem er synjað um hæli og fá ekki dvalarleyfi í Svíþjóð af öðrum ástæðum. Mikael Ribbenvik, formaður sænsku útlendingastofnunarinnar, segir þessi áform þó geta orðið erfið í framkvæmd, meðal annars vegna þess að illa gangi að bera kennsl á suma flóttamenn, sem ekki hafa nein afgerandi skilríki í fórum sínum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hollendingar, sem nú fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, hafa kynnt hugmyndir um að flóttafólk, sem kemur frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna í Eyjahafinu, verði sent til baka með grískum ferjum í stað þess að ferjurnar flytji það áfram til gríska meginlandsins. Tyrkland er sagt reiðubúið til að taka við flóttafólkinu aftur, en á móti muni aðildarríki Evrópusambandsins lýsa sig reiðubúin til að taka við 150 til 250 þúsund flóttamönnum á ári. Diederik Samson, þingflokksformaður hollenska Sósíaldemókrataflokksins, skýrði frá þessu í viðtali við hollenska dagblaðið De Volkskrant. Sósíaldemókrataflokkurinn hefur síðan 2012 tekið þátt í samsteypustjórn landsins ásamt hægri flokki forsætisráðherrans Mark Rutte. Rutte er sagður hafa unnið að þessum áformum með Samson, og í rauninni er þetta svipuð hugmynd og Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur talað fyrir, sem er að Tyrkir haldi flóttafólkinu eftir hjá sér og fái í staðinn greiðslur frá Evrópusambandinu. Samson segist telja að Evrópusambandið muni taka upp þessa stefnu í mars eða apríl. Þetta veltur þó á því hvort Tyrkland geti talist öruggt ríki fyrir flóttafólk, samkvæmt alþjóðasáttmálum. Grikkir hafa tekið illa í hugmyndir um að þeir þurfi að herða landamæraeftirlit sitt í Eyjahafinu til þess að stöðva flóttamenn frá Tyrklandi. Þeir spyrja hvernig í ósköpunum þeir ættu að fara að því að halda flóttafólkinu frá landi, þegar það streymir yfir hafið á yfirfullum fleytum af ýmsu tagi. Meira en milljón flóttamenn komu til Evrópusambandsins á síðasta ári, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Meira en 850 þúsund af þeim fóru yfir hafið frá Tyrklandi yfir á grísku eyjarnar sem eru næst Tyrklandi í Eyjahafinu. Það sem af er þessu ári hafa meira en 46 þúsund manns komið til Grikklands. Æ fleiri Evrópusambandsríki hafa verið að loka landamærum sínum og taka upp hertari reglur um hælisleitendur. Nú síðast í gær lýstu sænsk stjórnvöld því yfir að 60 þúsund flóttamönnum verði væntanlega vísað úr landi næstu árin. Hugsanlega verði það allt að 80 þúsund manns, sem sendir verða til baka. Anders Ygeman innanríkisráðherra skýrði fjölmiðlum frá þessu. Á síðasta ári sóttu meira en 160 þúsund manns um hæli í Svíþjóð. Þeir, sem vísað verður burt, eru þeir sem er synjað um hæli og fá ekki dvalarleyfi í Svíþjóð af öðrum ástæðum. Mikael Ribbenvik, formaður sænsku útlendingastofnunarinnar, segir þessi áform þó geta orðið erfið í framkvæmd, meðal annars vegna þess að illa gangi að bera kennsl á suma flóttamenn, sem ekki hafa nein afgerandi skilríki í fórum sínum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira