Skoðun

Nefna má það sem vel er gert

Lilja Sigurðardóttir skrifar
Nýlega dvaldi ég á Sjúkrahótelinu við Ármúla og naut þar frábærrar þjónustu, alúðar og umhyggju.

Einn daginn var ég í setustofunni og rabbaði þar við bónda austan úr Mýrdal. Samtalið snerist um „daginn og veginn“ – „landsins gagn og nauðsynjar“. Hann benti á hve neikvæð umræða manna á meðal og fréttaflutningur almennt væri oft orðinn. Því sem miður fer er hampað, og margt það sem vel er gjört og til fyrirmyndar hverfur á bak við það neikvæða. Okkur fannst báðum að vel færi á því að halda góðu fréttunum á lofti.

Í því samhengi vil ég gjarnan nefna þessa fyrirmyndarstofnun sem Sjúkrahótelið er og þá þjónustu sem þar er innt af hendi. Hjúkrunarfræðingarnir og starfsfólkið allt sinnir sínu starfi af stakri prýði. Ég fékk ekki annað séð og skynjað en að skjólstæðingarnir kynnu vel að meta það og væru þakklátir.

Takk fyrir mig.




Skoðun

Sjá meira


×