Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Fyrstu kynni mín af hindúismanum voru árið 1990 þegar ég var nýfluttur til Danmerkur ásamt fjölskyldu minni til þess að hefja framhaldsnám í trúarbragðasögu. Við höfðum leigt okkur lítið múrsteinshús í úthverfi Árósa og komum okkur þar vel fyrir ásamt dóttur okkar sem þá var aðeins þriggja ára gömul. Hverfið sem við bjuggum í var svona ekta danskt úthverfi, þar sem öll húsin voru eins, lítil og sæt múrsteinshús með litlum og fallegum garði allt um kring þar sem eplatré og plómutré stóðu í blóma seinni part sumars. Við hliðina á húsinu sem við leigðum var sem sagt nákvæmlega eins múrsteinshús, þó aðeins stærra og meira um sig. Þarna var nú ekki vaninn eins og í frjálsræðinu sem þá var hér uppi á Íslandi, að börnin hlypu á milli húsa algerlega ein og frjáls í leit að leikfélögum. En við urðum fljótt vör við það að í nágrannahúsi okkar ætti heima lítil dama, akkúrat jafn gömul dömunni okkar. Þær höfðu eitthvað kíkst á undir trjáþykkninu sem aðskildi húsin. Einn góðan veðurdag var bankað á dyrnar hjá okkur og var þar komin mamma stelpunnar til þess að spyrja okkur hvort ekki væri upplagt að dóttir hennar og dóttir okkar fengju að leika sér saman um helgar og eftir leikskóla. Það leist okkur vel á og upphófust nú góð kynni milli yngstu meðlimanna í húsunum tveimur. Nokkru síðar knúði móðir stúlkunnar aftur dyra, í þetta sinn til þess að bjóða okkur foreldrunum upp á te og gulrótarköku, svo við gætum nú líka kynnst hvert öðru. Við þáðum það með þökkum og næsta laugardag sátum við að tedrykkju úr dýrindis bollum hjá nágrannanum og borðuðum gulrótarkökur og fleiri grænmetiskrásir sem í boði voru.Musteri í kjallaranumKom nú í ljós að í húsinu bjuggu um tólf manns, þrír Danir, fjórir Norðmenn, fjórir Svíar og einn Indverji. Sagði gestgjafinn okkur að þau byggju þar í kommúnu, væru öll hindúar og leggðu stund á raja yoga undir stjórn Indverjans, sem væri gúru þeirra, eða andlegur leiðtogi. Að lokinni teveislunni var okkur síðan boðið í kjallarann. Þar höfðu allir milliveggir verið rifnir út og í stað geymslu og þvottahúss gat að líta indverskt musteri, helgað guðunum Rama og Krishna. Áttum við síðan hið besta samneyti við þessa nágranna okkar á meðan við bjuggum í Árósum og spjallaði ég oft við indverska gúrúinn um æfi hans, hindúisma, Indland og önnur hugðarefni. Síðan eru liðin mörg ár og mikið vatn runnið til sjávar. En ég er enn að fást við trúarbrögðin öll, alla -ismana, sem mér þykja svo spennandi. Ég hef þvælst víða um veröldina og heimsótt marga helgustu staði hinna ýmsu trúarbragða. Ég hef fyrir löngu sannfærst um að í trúarleit mannsins sé að finna eitthvað svo frum-mannlegt, að fátt annað skilgreini betur hvað það er að vera maður. Á þessari vegferð minni hef ég kynnst fjöldanum öllum af fólki frá margs konar söfnuðum og með fjölbreyttar trúarskoðanir í farteskinu. Allt hefur þetta verið hið besta fólk, og aldrei hef ég lent í deilu við neinn þeirra. En átt ótrúlega margar og gefandi samræður við þau. Þetta spjall okkar yfir tebolla forðum daga í kommúnunni í Árósum hefur oft komið upp í huga mér síðan. Ekki síst nú að undanförnu þegar deilur og fordómar virðast vera svo ríkjandi milli trúar- og menningarhópa. Ætli lausnin sé ekki fólgin í því að spjalla saman yfir tebolla, eða kaffisopa, af virðingu og í einlægni – og þá komumst við fljótt að því að öll erum við eins, með sömu vonir og drauma – um betra líf fyrir börnin okkar, réttlæti og frið. Látum reyna á samtalið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrstu kynni mín af hindúismanum voru árið 1990 þegar ég var nýfluttur til Danmerkur ásamt fjölskyldu minni til þess að hefja framhaldsnám í trúarbragðasögu. Við höfðum leigt okkur lítið múrsteinshús í úthverfi Árósa og komum okkur þar vel fyrir ásamt dóttur okkar sem þá var aðeins þriggja ára gömul. Hverfið sem við bjuggum í var svona ekta danskt úthverfi, þar sem öll húsin voru eins, lítil og sæt múrsteinshús með litlum og fallegum garði allt um kring þar sem eplatré og plómutré stóðu í blóma seinni part sumars. Við hliðina á húsinu sem við leigðum var sem sagt nákvæmlega eins múrsteinshús, þó aðeins stærra og meira um sig. Þarna var nú ekki vaninn eins og í frjálsræðinu sem þá var hér uppi á Íslandi, að börnin hlypu á milli húsa algerlega ein og frjáls í leit að leikfélögum. En við urðum fljótt vör við það að í nágrannahúsi okkar ætti heima lítil dama, akkúrat jafn gömul dömunni okkar. Þær höfðu eitthvað kíkst á undir trjáþykkninu sem aðskildi húsin. Einn góðan veðurdag var bankað á dyrnar hjá okkur og var þar komin mamma stelpunnar til þess að spyrja okkur hvort ekki væri upplagt að dóttir hennar og dóttir okkar fengju að leika sér saman um helgar og eftir leikskóla. Það leist okkur vel á og upphófust nú góð kynni milli yngstu meðlimanna í húsunum tveimur. Nokkru síðar knúði móðir stúlkunnar aftur dyra, í þetta sinn til þess að bjóða okkur foreldrunum upp á te og gulrótarköku, svo við gætum nú líka kynnst hvert öðru. Við þáðum það með þökkum og næsta laugardag sátum við að tedrykkju úr dýrindis bollum hjá nágrannanum og borðuðum gulrótarkökur og fleiri grænmetiskrásir sem í boði voru.Musteri í kjallaranumKom nú í ljós að í húsinu bjuggu um tólf manns, þrír Danir, fjórir Norðmenn, fjórir Svíar og einn Indverji. Sagði gestgjafinn okkur að þau byggju þar í kommúnu, væru öll hindúar og leggðu stund á raja yoga undir stjórn Indverjans, sem væri gúru þeirra, eða andlegur leiðtogi. Að lokinni teveislunni var okkur síðan boðið í kjallarann. Þar höfðu allir milliveggir verið rifnir út og í stað geymslu og þvottahúss gat að líta indverskt musteri, helgað guðunum Rama og Krishna. Áttum við síðan hið besta samneyti við þessa nágranna okkar á meðan við bjuggum í Árósum og spjallaði ég oft við indverska gúrúinn um æfi hans, hindúisma, Indland og önnur hugðarefni. Síðan eru liðin mörg ár og mikið vatn runnið til sjávar. En ég er enn að fást við trúarbrögðin öll, alla -ismana, sem mér þykja svo spennandi. Ég hef þvælst víða um veröldina og heimsótt marga helgustu staði hinna ýmsu trúarbragða. Ég hef fyrir löngu sannfærst um að í trúarleit mannsins sé að finna eitthvað svo frum-mannlegt, að fátt annað skilgreini betur hvað það er að vera maður. Á þessari vegferð minni hef ég kynnst fjöldanum öllum af fólki frá margs konar söfnuðum og með fjölbreyttar trúarskoðanir í farteskinu. Allt hefur þetta verið hið besta fólk, og aldrei hef ég lent í deilu við neinn þeirra. En átt ótrúlega margar og gefandi samræður við þau. Þetta spjall okkar yfir tebolla forðum daga í kommúnunni í Árósum hefur oft komið upp í huga mér síðan. Ekki síst nú að undanförnu þegar deilur og fordómar virðast vera svo ríkjandi milli trúar- og menningarhópa. Ætli lausnin sé ekki fólgin í því að spjalla saman yfir tebolla, eða kaffisopa, af virðingu og í einlægni – og þá komumst við fljótt að því að öll erum við eins, með sömu vonir og drauma – um betra líf fyrir börnin okkar, réttlæti og frið. Látum reyna á samtalið!
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar