Taxi – please wait! Lárus Lárusson skrifar 28. janúar 2016 20:22 Kynslóð af Svíum getur ekki heyrt orðið taxi án þess að hugsa í framhaldinu: please wait. Ástæðan er sú að fyrir 25 árum var leigubílamarkaðurinn í Svíþjóð í svo miklum járnum reglusetningar og markaðshamla að framboð var langtum minna en eftirspurn. Fólk þurfi því að bíða lengi eftir bíl. Ástandið var þvílíkt að ekki þótti við unað og tóku Svíar djarft framfaraskref í að leysa leigubílamarkaðinn úr fjötrum reglusetningar eða eins og það er stundum kallað: freslun leigubílamarkaðarins. Við Íslendingar búum í dag við svipað kerfi og Svíar fyrir 25 árum. Þó hafa verið gerðar breytingar til þess að mæta aukinni eftirspurn og auknum fjölda ferðamanna. Vandi leigubílamarkaðarins hér heima er tvíþættur. Annars vegar það að aðeins er gefið út eitt leigubílaleyfi á einstakling og hins vegar svæðisbundnar fjöldatakmarkanir. Hvað fyrra atriðið varðar þá er það þannig að samgöngustofa getur út atvinnuleyfi fyrir leigubílstjóra. Í því felst að hver bílstjóri má aðeins reka eina bifreið og þarf leigubílaakstur að vera hans aðalstarf. Af þessu leiðir tvennt, í fyrsta lagi að hver og einn leigubílstjóri telst vera sjálfstætt fyrirtæki eða sjálfstæður keppinautur í skilningi samkeppnislaga sem þýðir að leigubílstjórar mega ekki hafa með sér samráð um verð eða kjör eða önnur upplýsingaskipti um atriði sem tengjast rekstrinum. Í öðru lagi leiðir af ofangreindu að á Íslandi er ekki til eiginlegar leigubílastöðvar eða taxi firm þar sem einn rekstraraðili á og rekur marga leigubíla og þar sem bílstjórar starfa sem launamenn. Það sem kallað er hér á landi leigubílastöð heitir tæknilega á ensku dispatching service company eða þjónustufyrirtæki fyrir leigubíla. Með því að heimila einum aðila að reka fleiri en eina leigubifreið og hafa bílstjóra á launaskrá myndi framboð og fjölbreytni aukast á leigubílamarkaði sem hefði í för með sér aukna samkeppni neytendum til hagsbóta. Þeir sem hefðu burði til þess að reka margar bifreiðar myndu þá geta starfað sjálfstætt og á eigin forsendum, með eigin verðlagningu og áherslum í þjónustu á meðan hinir sem kjósa að reka eina bifreið gætu haldið áfram að starfa innan vébanda þjónustufyrirtækjanna. Í lögum um leigubifreiðar er kveðið á um þrjú svokölluð takmörkunarsvæði. Með takmörkunarsvæði er átt við landfræðilegt svæði þar sem hömlur eru settar á fjölda leigubíla sem starfa mega á svæðinu. Þannig mega t.d. aðeins 560 leigubílar starfa á svæði I sem telur höfuðborgarsvæðið og Reykjanesbæ, Grindavík, Miðnes-, Gerða- og Vatnsleysustrandarhrepp. Á Akureyri eru 21 leigubílaleyfi en aðeins 8 leyfi í Árborg. Eftir því sem höfundur kemst næst þá starfar sitthvort þjónustufyrirtækið fyrir leigubíla á Akureyri og Árborg en minnst 4 á svæði I. Sé tekið mið af íbúafjölda þá er einn leigubíll á hverja 416 íbúa á svæði I, 869 manns á hvern bíl á Akureyri en yfir þúsund manns á hvern leigubíl í Árborg. Hafa ber í huga að þótt þessi fjöldi leyfa sé skráður á hverju takmörkunarsvæði þá eru þau ekki öll starfandi eða í rekstri. Þá hækkar fjöldi einstaklinga á bíl ár frá ári með fjölgun íbúa í þéttbýli. Með því að takmarka fjölda þeirra sem starfa mega í greininni með þessum hætti er girt fyrir aðkomu nýrra aðila á markaði og um leið samkeppni skert. Samkeppni er neytendum til hagsbóta, hún er líka besta vinkona hagræðingarinnar eins og forstjóri Samkeppniseftirlitsins komst svo skemmtilega að orði. Í dag ríkir algjör stöðnun á leigubílamarkaði. Þar sem hver leigubílstjóri telst sjálfstæður keppinautur þarf sérstaka undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu sem heimilar samtökum leigubílstjóra á hverri þjónustustöð fyrir sig að ákveða hámarks verðskrá. Þessar verðskrár eru einsleitar og leitun er að þeim bílstjóra sem keyri undir hámarks taxta. Í hvert skipti sem vakið er máls á breytingum á þessum markaði hefur því verið mætt með mismálefnalegri gagnrýni og oftar en ekki talað um mistökin sem Svíar gerðu fyrir 25 árum. Staðreyndin er aftur á móti sú að í dag mælist leigubílamarkaðurinn í Svíþjóð einna hæst á sænsku ánægjuvoginni hjá neytendum þar í landi. Það talar sínu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kynslóð af Svíum getur ekki heyrt orðið taxi án þess að hugsa í framhaldinu: please wait. Ástæðan er sú að fyrir 25 árum var leigubílamarkaðurinn í Svíþjóð í svo miklum járnum reglusetningar og markaðshamla að framboð var langtum minna en eftirspurn. Fólk þurfi því að bíða lengi eftir bíl. Ástandið var þvílíkt að ekki þótti við unað og tóku Svíar djarft framfaraskref í að leysa leigubílamarkaðinn úr fjötrum reglusetningar eða eins og það er stundum kallað: freslun leigubílamarkaðarins. Við Íslendingar búum í dag við svipað kerfi og Svíar fyrir 25 árum. Þó hafa verið gerðar breytingar til þess að mæta aukinni eftirspurn og auknum fjölda ferðamanna. Vandi leigubílamarkaðarins hér heima er tvíþættur. Annars vegar það að aðeins er gefið út eitt leigubílaleyfi á einstakling og hins vegar svæðisbundnar fjöldatakmarkanir. Hvað fyrra atriðið varðar þá er það þannig að samgöngustofa getur út atvinnuleyfi fyrir leigubílstjóra. Í því felst að hver bílstjóri má aðeins reka eina bifreið og þarf leigubílaakstur að vera hans aðalstarf. Af þessu leiðir tvennt, í fyrsta lagi að hver og einn leigubílstjóri telst vera sjálfstætt fyrirtæki eða sjálfstæður keppinautur í skilningi samkeppnislaga sem þýðir að leigubílstjórar mega ekki hafa með sér samráð um verð eða kjör eða önnur upplýsingaskipti um atriði sem tengjast rekstrinum. Í öðru lagi leiðir af ofangreindu að á Íslandi er ekki til eiginlegar leigubílastöðvar eða taxi firm þar sem einn rekstraraðili á og rekur marga leigubíla og þar sem bílstjórar starfa sem launamenn. Það sem kallað er hér á landi leigubílastöð heitir tæknilega á ensku dispatching service company eða þjónustufyrirtæki fyrir leigubíla. Með því að heimila einum aðila að reka fleiri en eina leigubifreið og hafa bílstjóra á launaskrá myndi framboð og fjölbreytni aukast á leigubílamarkaði sem hefði í för með sér aukna samkeppni neytendum til hagsbóta. Þeir sem hefðu burði til þess að reka margar bifreiðar myndu þá geta starfað sjálfstætt og á eigin forsendum, með eigin verðlagningu og áherslum í þjónustu á meðan hinir sem kjósa að reka eina bifreið gætu haldið áfram að starfa innan vébanda þjónustufyrirtækjanna. Í lögum um leigubifreiðar er kveðið á um þrjú svokölluð takmörkunarsvæði. Með takmörkunarsvæði er átt við landfræðilegt svæði þar sem hömlur eru settar á fjölda leigubíla sem starfa mega á svæðinu. Þannig mega t.d. aðeins 560 leigubílar starfa á svæði I sem telur höfuðborgarsvæðið og Reykjanesbæ, Grindavík, Miðnes-, Gerða- og Vatnsleysustrandarhrepp. Á Akureyri eru 21 leigubílaleyfi en aðeins 8 leyfi í Árborg. Eftir því sem höfundur kemst næst þá starfar sitthvort þjónustufyrirtækið fyrir leigubíla á Akureyri og Árborg en minnst 4 á svæði I. Sé tekið mið af íbúafjölda þá er einn leigubíll á hverja 416 íbúa á svæði I, 869 manns á hvern bíl á Akureyri en yfir þúsund manns á hvern leigubíl í Árborg. Hafa ber í huga að þótt þessi fjöldi leyfa sé skráður á hverju takmörkunarsvæði þá eru þau ekki öll starfandi eða í rekstri. Þá hækkar fjöldi einstaklinga á bíl ár frá ári með fjölgun íbúa í þéttbýli. Með því að takmarka fjölda þeirra sem starfa mega í greininni með þessum hætti er girt fyrir aðkomu nýrra aðila á markaði og um leið samkeppni skert. Samkeppni er neytendum til hagsbóta, hún er líka besta vinkona hagræðingarinnar eins og forstjóri Samkeppniseftirlitsins komst svo skemmtilega að orði. Í dag ríkir algjör stöðnun á leigubílamarkaði. Þar sem hver leigubílstjóri telst sjálfstæður keppinautur þarf sérstaka undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu sem heimilar samtökum leigubílstjóra á hverri þjónustustöð fyrir sig að ákveða hámarks verðskrá. Þessar verðskrár eru einsleitar og leitun er að þeim bílstjóra sem keyri undir hámarks taxta. Í hvert skipti sem vakið er máls á breytingum á þessum markaði hefur því verið mætt með mismálefnalegri gagnrýni og oftar en ekki talað um mistökin sem Svíar gerðu fyrir 25 árum. Staðreyndin er aftur á móti sú að í dag mælist leigubílamarkaðurinn í Svíþjóð einna hæst á sænsku ánægjuvoginni hjá neytendum þar í landi. Það talar sínu máli.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar