Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2016 14:35 Annþór (annar frá hægri) og Börkur (annar frá vinstri) yfirgefa Héraðsdóm Suðurlands í morgun. Vísir Nokkrir menn sem voru fangar á Litla-Hrauni í maí 2012 þegar Sigurður Hólm Sigurðsson lést inni á klefa sínum báru vitni fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli ríkissaksóknara gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa veist að Sigurði í klefa hans í fangelsinu með þeim afleiðingum að hann lést. Báðir neita sök.Einn þeirra manna sem sat inni á Litla-Hrauni á þessum tíma og bar vitni í morgun er Elís Helgi Ævarsson. Aðspurður kvaðst hann hafa þekkt Sigurð nokkuð vel og að hann hefði verið sá fyrsti sem tók á móti honum þegar hann kom á Litla-Hraun 16. maí 2012. Sigurður dó daginn eftir. Annþór og Börkur lýsa yfir sakleysi sínu í málinu. Hræddur út af skemmdri hurð Elís lýsti því þegar Sigurður hafi komið inn á klefa til hans og viðurkenndi að hafa gefið honum línu af morfínskyldu lyfi sem fyrir dómi hefur verið kallað „súbbi.“ Þá sagði Elís að Sigurður hafi sagt sér að hann væri hræddur við Annþór og Börk vegna skuldar út af skemmdri hurð á gistiheimili. „Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís. Þegar Sigurður veiktist svo og lést skömmu síðar sagði Elís að hann hefði fyrst hugsað hvort hann hefði mögulega getað veikst út af efninu sem hann hefði látið hann fá. Elís sagði að honum hefðu þó virst þetta heldur óvenjusterk viðbrögð við efninu sem Sigurður hafði fengið hjá honum. Annþór og Börkur afplána þunga ofbeldisdóma á Litla-Hrauni.vísir/e.ól. „Heyrðirðu ekki óhljóðin í honum“ „En síðan þegar þeir [Annþór og Börkur] fara í gæsluvarðhald þá erum við nokkrir saman inni á klefa og ég segi svona „Ætli þeir hafi gert honum eitthvað?“ Og þá segja strákarnir við mig: „Ertu ekki að grínast? Heyrðirðu ekki óhljóðin í honum?“ [...] En ég heyrði ekki neitt. Ég var bara inni í klefa að hlusta á þungarokk,“ sagði Elís. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, spurði Elís út í ósamræmi í framburði hans varðandi það hvort að Sigurður ætti sér einhverja óvildarmenn. Benti Hólmgeir honum á að við skýrslutöku hjá lögreglu hefði hann sagt að Sigurður ætti sér enga óvildarmenn en nú segði hann að hann hefði verið hræddur við Annþór og Börk. Elís sagði þá að þetta hlyti að vera misskilningur. Hann myndi vel eftir því að Sigurður hefði sagt sér að hann væri hræddur við Annþór og Börk og hann hefði rætt það við Annþór. Lögreglan hefur haft í ýmsu að snúast í dag.Vísir/GVA Segja Elís hafa boðið greiðslu fyrir ljúgvitni Verjandi Barkar, Sveinn Guðmundsson, sagðist þá ekki sjá það í tímalínu úr öryggismyndavélum á gangi og úr eldhúsi Litla-Hrauns að Elís og Annþór hefðu talað saman og spurði hvernig staðið gæti á því. Elís kunni ekki skýringar á því en ítrekaði að hann hefði rætt við Annþór. Þrír aðrir menn sem voru á Litla-Hrauni á þessum tíma sögðu fyrir dómi í morgun að Elís hefði boðið þeim fíkniefni gegn því að þeir myndu bera ljúgvitni um að Annþór og Börkur hefðu gert Sigurði mein. Elís þvertók fyrir að hafa boðið mönnum greiðslu fyrir að bera ljúgvitni. Hann hefði þvert á móti hvatt menn til þess að segja satt. Mál Annþórs og Barkar Fangelsismál Tengdar fréttir Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Nokkrir menn sem voru fangar á Litla-Hrauni í maí 2012 þegar Sigurður Hólm Sigurðsson lést inni á klefa sínum báru vitni fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli ríkissaksóknara gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa veist að Sigurði í klefa hans í fangelsinu með þeim afleiðingum að hann lést. Báðir neita sök.Einn þeirra manna sem sat inni á Litla-Hrauni á þessum tíma og bar vitni í morgun er Elís Helgi Ævarsson. Aðspurður kvaðst hann hafa þekkt Sigurð nokkuð vel og að hann hefði verið sá fyrsti sem tók á móti honum þegar hann kom á Litla-Hraun 16. maí 2012. Sigurður dó daginn eftir. Annþór og Börkur lýsa yfir sakleysi sínu í málinu. Hræddur út af skemmdri hurð Elís lýsti því þegar Sigurður hafi komið inn á klefa til hans og viðurkenndi að hafa gefið honum línu af morfínskyldu lyfi sem fyrir dómi hefur verið kallað „súbbi.“ Þá sagði Elís að Sigurður hafi sagt sér að hann væri hræddur við Annþór og Börk vegna skuldar út af skemmdri hurð á gistiheimili. „Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís. Þegar Sigurður veiktist svo og lést skömmu síðar sagði Elís að hann hefði fyrst hugsað hvort hann hefði mögulega getað veikst út af efninu sem hann hefði látið hann fá. Elís sagði að honum hefðu þó virst þetta heldur óvenjusterk viðbrögð við efninu sem Sigurður hafði fengið hjá honum. Annþór og Börkur afplána þunga ofbeldisdóma á Litla-Hrauni.vísir/e.ól. „Heyrðirðu ekki óhljóðin í honum“ „En síðan þegar þeir [Annþór og Börkur] fara í gæsluvarðhald þá erum við nokkrir saman inni á klefa og ég segi svona „Ætli þeir hafi gert honum eitthvað?“ Og þá segja strákarnir við mig: „Ertu ekki að grínast? Heyrðirðu ekki óhljóðin í honum?“ [...] En ég heyrði ekki neitt. Ég var bara inni í klefa að hlusta á þungarokk,“ sagði Elís. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, spurði Elís út í ósamræmi í framburði hans varðandi það hvort að Sigurður ætti sér einhverja óvildarmenn. Benti Hólmgeir honum á að við skýrslutöku hjá lögreglu hefði hann sagt að Sigurður ætti sér enga óvildarmenn en nú segði hann að hann hefði verið hræddur við Annþór og Börk. Elís sagði þá að þetta hlyti að vera misskilningur. Hann myndi vel eftir því að Sigurður hefði sagt sér að hann væri hræddur við Annþór og Börk og hann hefði rætt það við Annþór. Lögreglan hefur haft í ýmsu að snúast í dag.Vísir/GVA Segja Elís hafa boðið greiðslu fyrir ljúgvitni Verjandi Barkar, Sveinn Guðmundsson, sagðist þá ekki sjá það í tímalínu úr öryggismyndavélum á gangi og úr eldhúsi Litla-Hrauns að Elís og Annþór hefðu talað saman og spurði hvernig staðið gæti á því. Elís kunni ekki skýringar á því en ítrekaði að hann hefði rætt við Annþór. Þrír aðrir menn sem voru á Litla-Hrauni á þessum tíma sögðu fyrir dómi í morgun að Elís hefði boðið þeim fíkniefni gegn því að þeir myndu bera ljúgvitni um að Annþór og Börkur hefðu gert Sigurði mein. Elís þvertók fyrir að hafa boðið mönnum greiðslu fyrir að bera ljúgvitni. Hann hefði þvert á móti hvatt menn til þess að segja satt.
Mál Annþórs og Barkar Fangelsismál Tengdar fréttir Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18
"Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19
Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10