Talið að tólf prósent flóttakvenna á leið yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2016 14:27 Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansal vofir yfir konum og stúlkum á flótta. Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Talið er að í kringum 10 þúsund manns hafi streymt frá Sýrlandi og öðrum nágrannalöndum til Evrópu á hverjum einasta degi árið 2015. Því miður virðist ekkert lát vera á straumnum. UN Women gerði nýverið úttekt á landamærastöðvum Makedóníu og Serbíu, með þarfir flótta-kvenna í huga. Í ljós kom að aðstæður væru ekki sem á best kosnar fyrir konur og börn þeirra. Því sé mikilvægt að bæta aðstæður varnarlausra hópa, líkt og kvenna með börn sín, á landamærunum. Sumar leggja af stað í ferðalagið einar en aðrar hafa orðið viðskila við eða misst eiginmenn sína á leiðinni og jafnvel tapað aleigunni. Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansal vofir yfir konum og stúlkum á flótta. Brotið er kynferðislega á þeim af smyglurum, starfsfólki á landamærum og/eða öðrum flóttamönnum. Konur sem ferðast einar með börn sín og peningalausar eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir mansali og kynlífsþrælkun. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu með barni, margar eru með börn á brjósti eða ferðast með ungabörn með sér. Þess ber að geta að gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða á meðal flóttakvenna. Nauðsynlegt er að taka mið að þörfum kvenna svo þær geti gætt að almannaheill barna sinna á þessu hættulega ferðalagi og hlotið fæðingarþjónustu og ungbarnavernd. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu segir stofnanir Sameinuðu þjóðanna og annarra félagasamtaka á svæðinu hafa unnið gott starf undir gríðarlegri pressu. „Konur og stúlkur á flótta sem ferðast nú um vestanverðan Balkanskaga á leið sinni til ríkja Evrópusambandsins hafa ákveðnar þarfir og hafa lent í ýmsu sem ekki er nægilega vel tekið mið af. Það er því mikilvægt að virða rétt þeirra til að halda í reisn sína.“ Samkvæmt úttekt UN Women upplifa konur sérstaklega mikla ógn þegar þær fara á óupplýst salerni sem eru fyrir bæði konur og karla. Mörg dæmi eru um að konur hætti að drekka og nærast til að sleppa við að þurfa að nota salernisaðstöðuna af ótta við ofbeldi. Auk þess forðast konur að baða sig í ókynjaskiptri sturtuaðstöðu sem gjarnan eru vel afgirtar og oft óupplýstar. Að sama skapi neyðast konur til að sofa við hliðina á ókunnugum karlmönnum í ókynjaskiptum svefnskálum. Margar konur sniðganga svefnaðstöðuna af ótta við ofbeldi og telja öruggara að sofa einar fjarri búðunum, undir berum himni. UN Women hefur reynt eftir fremsta megni að bregðast við neyð flóttakvenna og lagt áherslu á að tryggja eftirfarandi:Útvega konum vernd og örugg athvörf við öll landamæriÚtbúa örugg svefnsvæði fyrir konur og börn þeirraKoma upp aðskildum salernum og sturtuaðstöðu fyrir konur og karlmennDreifa hreinlætisvörum á borð við dömubindum, tannburstum og ljósluktum til kvennaVeita starfsfólki á landamærum þjálfun í að þekkja einkenni mansals og hvernig eigi að bregðast við, tryggja túlkaþjónustuKoma upp biðskýlum fyrir konur þar sem þær fá sálgæslu og lögfræðiþjónustu og upplýsingar um réttindi og stöðu flóttamanna í þeim löndum sem þær ætla að ferðast til.Tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, kvenkyns kvensjúkdómalæknum, læknum og hjúkrunarfræðingum og lögregluþjónum. Veita sérhæfða aðstoð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á svæðinuTryggja að konur og börn þeirra hafi jafnan aðgang að mat og öðrum nauðsynjavörum sem er dreift til flóttafólks. UN Women hvetur alla til að senda sms-ið konur í síma 1900 og veita 1000 krónur til verkefna UN Women til að bæta aðbúnað kvenna á flótta á landamærastöðvum í Evrópu. Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Talið er að í kringum 10 þúsund manns hafi streymt frá Sýrlandi og öðrum nágrannalöndum til Evrópu á hverjum einasta degi árið 2015. Því miður virðist ekkert lát vera á straumnum. UN Women gerði nýverið úttekt á landamærastöðvum Makedóníu og Serbíu, með þarfir flótta-kvenna í huga. Í ljós kom að aðstæður væru ekki sem á best kosnar fyrir konur og börn þeirra. Því sé mikilvægt að bæta aðstæður varnarlausra hópa, líkt og kvenna með börn sín, á landamærunum. Sumar leggja af stað í ferðalagið einar en aðrar hafa orðið viðskila við eða misst eiginmenn sína á leiðinni og jafnvel tapað aleigunni. Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansal vofir yfir konum og stúlkum á flótta. Brotið er kynferðislega á þeim af smyglurum, starfsfólki á landamærum og/eða öðrum flóttamönnum. Konur sem ferðast einar með börn sín og peningalausar eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir mansali og kynlífsþrælkun. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu með barni, margar eru með börn á brjósti eða ferðast með ungabörn með sér. Þess ber að geta að gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða á meðal flóttakvenna. Nauðsynlegt er að taka mið að þörfum kvenna svo þær geti gætt að almannaheill barna sinna á þessu hættulega ferðalagi og hlotið fæðingarþjónustu og ungbarnavernd. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu segir stofnanir Sameinuðu þjóðanna og annarra félagasamtaka á svæðinu hafa unnið gott starf undir gríðarlegri pressu. „Konur og stúlkur á flótta sem ferðast nú um vestanverðan Balkanskaga á leið sinni til ríkja Evrópusambandsins hafa ákveðnar þarfir og hafa lent í ýmsu sem ekki er nægilega vel tekið mið af. Það er því mikilvægt að virða rétt þeirra til að halda í reisn sína.“ Samkvæmt úttekt UN Women upplifa konur sérstaklega mikla ógn þegar þær fara á óupplýst salerni sem eru fyrir bæði konur og karla. Mörg dæmi eru um að konur hætti að drekka og nærast til að sleppa við að þurfa að nota salernisaðstöðuna af ótta við ofbeldi. Auk þess forðast konur að baða sig í ókynjaskiptri sturtuaðstöðu sem gjarnan eru vel afgirtar og oft óupplýstar. Að sama skapi neyðast konur til að sofa við hliðina á ókunnugum karlmönnum í ókynjaskiptum svefnskálum. Margar konur sniðganga svefnaðstöðuna af ótta við ofbeldi og telja öruggara að sofa einar fjarri búðunum, undir berum himni. UN Women hefur reynt eftir fremsta megni að bregðast við neyð flóttakvenna og lagt áherslu á að tryggja eftirfarandi:Útvega konum vernd og örugg athvörf við öll landamæriÚtbúa örugg svefnsvæði fyrir konur og börn þeirraKoma upp aðskildum salernum og sturtuaðstöðu fyrir konur og karlmennDreifa hreinlætisvörum á borð við dömubindum, tannburstum og ljósluktum til kvennaVeita starfsfólki á landamærum þjálfun í að þekkja einkenni mansals og hvernig eigi að bregðast við, tryggja túlkaþjónustuKoma upp biðskýlum fyrir konur þar sem þær fá sálgæslu og lögfræðiþjónustu og upplýsingar um réttindi og stöðu flóttamanna í þeim löndum sem þær ætla að ferðast til.Tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, kvenkyns kvensjúkdómalæknum, læknum og hjúkrunarfræðingum og lögregluþjónum. Veita sérhæfða aðstoð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á svæðinuTryggja að konur og börn þeirra hafi jafnan aðgang að mat og öðrum nauðsynjavörum sem er dreift til flóttafólks. UN Women hvetur alla til að senda sms-ið konur í síma 1900 og veita 1000 krónur til verkefna UN Women til að bæta aðbúnað kvenna á flótta á landamærastöðvum í Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira