„Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa beitt samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni ofbeldi sem leiddi til dauða hans þann 17. maí 2012 en þeir hafa báðir ávallt neitað sök. Málið hefur dregist mjög en ákæra var gefin út fyrir tæpum þremur árum. Það var setið í hverju sæti í eina dómsal Héraðsdóms Suðurlands í morgun þegar Annþór gaf skýrslu í málinu en bæði hann og Börkur mættu í fylgd fangavarða þar sem þeir afplána dóma á Litla-Hrauni. Óumdeilt er í málinu að Annþór og Börkur fóru inn í klefa til Sigurðar daginn sem hann lést í þeim sama klefa. Engar upptökur eru hins vegar til af því sem fór þar fram því ekki eru öryggismyndavélar í fangaklefum. Hins vegar eru til upptökur af gangi fangelsins og eldhúss þar sem þremenningarnir sjást eiga í samskiptum. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gva Þekkti Sigurð bæði innan og utan veggja Litla-Hrauns Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hann byrjaði á að spyrja Annþór út í hvernig hann þekkti Sigurð og svaraði Annþór því til að þeir hefðu bæði hist í fangelsi en einnig utan þess. Í gögnum málsins kemur fram að Sigurður hafi skemmt hurð á gistiheimili og í morgun kom fram að Annþór og Börkur hefðu falast eftir því inni á Litla-Hrauni að hann myndi greiða fyrir hurðarskemmdina. Annþór sagði að Sigurður hefði tekið vel í að greiða 50 þúsund kall fyrir hurðina og að öll samskipti þeirra hefðu verið eðlilega og vinsamleg. Aðspurður hvers vegna hann og Börkur fóru inn í klefa í Sigurðar sagði Annþór að Sigurður hefði verið undir áhrifum morfínsskylds lyfs sem kallað er „súbbi“ og það hefði sést á honum. Saksóknari spurði Annþór svo hvað hefði farið fram inn í klefanum. „Við vorum bara að tala saman og segja Sigga að það væri ekki gott líta svona út frammi þannig að verðirnir sjái að menn séu dópaðir því þá senda þeir þig í pissupróf og þú færð agabrot. Það er svona samheldni á meðal fanga,“ sagði Annþór. Mynd sem teiknari Fréttablaðsins teiknaði við meðferð annars máls þar sem þeir Annþór og Börkur sættu ákæru.Vísir/Halldór Baldursson Sögðu honum að hætta þessu bulli Annþór lýsti því svo að hann hefði verið farinn að sjá áhrif af lyfinu á Sigurði. „Menn verða bara svona eins og þeir séu útúrdópaðir af súbbanum, eins og þeir séu drukknir. Ég er kannski ekki besti sérfræðingurinn til að segja um hvernig menn verða af þessu. En við erum kannski í 11-12 mínútur inni í klefanum og það gerðist ekki annað þarna inni en að Börkur og Siggi fá sér sígó og við segjum við hann að hann verði að hætta þessari neyslu og þessu bulli,” sagði Annþór. Helgi Magnús spurði hann hvort þeir hefðu haft áhyggjur af Sigurði og sagði Annþór að þeir hefðu „að sjálfsögðu“ haft áhyggjur af honum. Annþór og Börkur afplána þunga ofbeldisdóma á Litla-Hrauni.vísir/e.ól. Heyrðu „baul“ úr klefanum Eftir að Annþór og Börkur fóru úr klefanum fór sá fyrrnefndi í sturtu. Hann lýsti því svo fyrir dómi í dag að þegar hann kom úr sturtu hafi hann heyrt „baul“ úr klefa Sigurðar. Hann hafi því farið til hans inn í klefann og séð Sigurð liggja á bakinu í rúminu, ælandi upp í sig. Annþór segist hafa upplifað það sem svo að hann ætti erfitt með andardrátt og væri virkilega sljór, hálfmeðvitundarlaus. Hann hafi því kallað á hjálp og hringt á fangaverði sem hafi þó ekki komið fyrr en í annað skiptið sem hann hringdi. Saksóknari spurði Annþór svo út í atvik úr öryggismyndavélum en á öðru þeirra sést hvar Sigurður réttir út höndina til Annþórs eins og til að heilsa honum en sá síðarnefndi tók ekki í hönd Sigurðar. Helgi Magnús spurði hvers vegna hann hefði ekki tekið í höndina á honum. Annþór segir fanga á Litla-Hrauni geyma fíkniefni í rassgatinu. Dópið geymt í rassgatinu „Það er þannig að þegar fangar eru dópaðir þá geyma þeir dópið uppi í rassgatinu á sér. Af margra ára reynslu í fangelsi tek ég því ekki í höndina á neinum sem ég sé að er dópaður. Ég hef hreinlega ekki geð á því og þú myndir sennilega gera það sama.“ Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, spurði hann svo hvort það væri rétt skilið að hann hefði komið Sigurði til hjálpar þegar hann lá í uppköstum. „Já, það er rétt. Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar. [...] Ef ég og Börkur hefðum verið að gera eitthvað við hann þá hefði ég ekki sjálfur verið að hringja á verðina.“ Þá neitaði Annþór aðspurður því að hafa nokkurn tímann beitt Sigurð ofbeldi eða haft í hótunum við hann. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa beitt samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni ofbeldi sem leiddi til dauða hans þann 17. maí 2012 en þeir hafa báðir ávallt neitað sök. Málið hefur dregist mjög en ákæra var gefin út fyrir tæpum þremur árum. Það var setið í hverju sæti í eina dómsal Héraðsdóms Suðurlands í morgun þegar Annþór gaf skýrslu í málinu en bæði hann og Börkur mættu í fylgd fangavarða þar sem þeir afplána dóma á Litla-Hrauni. Óumdeilt er í málinu að Annþór og Börkur fóru inn í klefa til Sigurðar daginn sem hann lést í þeim sama klefa. Engar upptökur eru hins vegar til af því sem fór þar fram því ekki eru öryggismyndavélar í fangaklefum. Hins vegar eru til upptökur af gangi fangelsins og eldhúss þar sem þremenningarnir sjást eiga í samskiptum. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gva Þekkti Sigurð bæði innan og utan veggja Litla-Hrauns Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hann byrjaði á að spyrja Annþór út í hvernig hann þekkti Sigurð og svaraði Annþór því til að þeir hefðu bæði hist í fangelsi en einnig utan þess. Í gögnum málsins kemur fram að Sigurður hafi skemmt hurð á gistiheimili og í morgun kom fram að Annþór og Börkur hefðu falast eftir því inni á Litla-Hrauni að hann myndi greiða fyrir hurðarskemmdina. Annþór sagði að Sigurður hefði tekið vel í að greiða 50 þúsund kall fyrir hurðina og að öll samskipti þeirra hefðu verið eðlilega og vinsamleg. Aðspurður hvers vegna hann og Börkur fóru inn í klefa í Sigurðar sagði Annþór að Sigurður hefði verið undir áhrifum morfínsskylds lyfs sem kallað er „súbbi“ og það hefði sést á honum. Saksóknari spurði Annþór svo hvað hefði farið fram inn í klefanum. „Við vorum bara að tala saman og segja Sigga að það væri ekki gott líta svona út frammi þannig að verðirnir sjái að menn séu dópaðir því þá senda þeir þig í pissupróf og þú færð agabrot. Það er svona samheldni á meðal fanga,“ sagði Annþór. Mynd sem teiknari Fréttablaðsins teiknaði við meðferð annars máls þar sem þeir Annþór og Börkur sættu ákæru.Vísir/Halldór Baldursson Sögðu honum að hætta þessu bulli Annþór lýsti því svo að hann hefði verið farinn að sjá áhrif af lyfinu á Sigurði. „Menn verða bara svona eins og þeir séu útúrdópaðir af súbbanum, eins og þeir séu drukknir. Ég er kannski ekki besti sérfræðingurinn til að segja um hvernig menn verða af þessu. En við erum kannski í 11-12 mínútur inni í klefanum og það gerðist ekki annað þarna inni en að Börkur og Siggi fá sér sígó og við segjum við hann að hann verði að hætta þessari neyslu og þessu bulli,” sagði Annþór. Helgi Magnús spurði hann hvort þeir hefðu haft áhyggjur af Sigurði og sagði Annþór að þeir hefðu „að sjálfsögðu“ haft áhyggjur af honum. Annþór og Börkur afplána þunga ofbeldisdóma á Litla-Hrauni.vísir/e.ól. Heyrðu „baul“ úr klefanum Eftir að Annþór og Börkur fóru úr klefanum fór sá fyrrnefndi í sturtu. Hann lýsti því svo fyrir dómi í dag að þegar hann kom úr sturtu hafi hann heyrt „baul“ úr klefa Sigurðar. Hann hafi því farið til hans inn í klefann og séð Sigurð liggja á bakinu í rúminu, ælandi upp í sig. Annþór segist hafa upplifað það sem svo að hann ætti erfitt með andardrátt og væri virkilega sljór, hálfmeðvitundarlaus. Hann hafi því kallað á hjálp og hringt á fangaverði sem hafi þó ekki komið fyrr en í annað skiptið sem hann hringdi. Saksóknari spurði Annþór svo út í atvik úr öryggismyndavélum en á öðru þeirra sést hvar Sigurður réttir út höndina til Annþórs eins og til að heilsa honum en sá síðarnefndi tók ekki í hönd Sigurðar. Helgi Magnús spurði hvers vegna hann hefði ekki tekið í höndina á honum. Annþór segir fanga á Litla-Hrauni geyma fíkniefni í rassgatinu. Dópið geymt í rassgatinu „Það er þannig að þegar fangar eru dópaðir þá geyma þeir dópið uppi í rassgatinu á sér. Af margra ára reynslu í fangelsi tek ég því ekki í höndina á neinum sem ég sé að er dópaður. Ég hef hreinlega ekki geð á því og þú myndir sennilega gera það sama.“ Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, spurði hann svo hvort það væri rétt skilið að hann hefði komið Sigurði til hjálpar þegar hann lá í uppköstum. „Já, það er rétt. Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar. [...] Ef ég og Börkur hefðum verið að gera eitthvað við hann þá hefði ég ekki sjálfur verið að hringja á verðina.“ Þá neitaði Annþór aðspurður því að hafa nokkurn tímann beitt Sigurð ofbeldi eða haft í hótunum við hann.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent