Norski lýsandinn tók Adolf Inga á þetta þegar Noregur komst í undanúrslit Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. janúar 2016 15:30 Daniel Höglund og Kristian Kjelling lýsa leiknum í gær. mynd/skjáskot Noregur komst í gærkvöldi í undanúrslit á EM í handbolta í fyrsta sinn eftir glæsilegan sigur á meistaraefnum Frakklands, 29-24. Noregur tapaði fyrsta leik mótsins gegn strákunum okkar með einu marki, en hafa síðan unnið lið á borð við Króatíu, Pólland og Frakkland. Ekki nóg með að Norðmenn komust í fyrsta sinn í undanúrslit heldur gerðu þeir sér lítið fyrir og náðu efsta sæti milliriðils eitt. Þegar Noregur spilaði á móti Frakklandi í gær héldu flestir að um hreinan úrslitaleik fyrir Norðmennina væri að ræða því Frakkar gátu komist yfir þá með sigri. Þá hefði Noregur þurft að treysta á Króata sem reyndar tóku sig til og niðurlægðu gestgjafa Póllands. Sæti Norðmanna var því alltaf tryggt. En það vissu Daniel Höglund og Kristian Kjelling sem lýstu leik Noregs og Frakklands á TV3 í Noregi ekki. Höglund var algjörlega sturlaður af gleði undir lok leiksins og minnti svo sannarlega á íslenska íþróttafréttamanninn og gleðigjafann Adolf Inga Erlingsson þegar Ísland komst í úrslitin á Ólympíuleikunum í Peking. Kjelling, sem er fyrrverandi leikmaður norska liðsins, virtist eiginlega bara í áfalli og kom vart upp orði. Ekkert sérstakt fyrir sérfræðing í beinni útsendingu. Hér að neðan má fara með norsku lýsendunum í gegnum síðustu mínútur leiksins í gær.Norske kommentatorer jubler over norsk EM-succes!NORSKE KOMMENTATORER GÅR BANANAS!Se de norske håndboldkommentatorer gå amok, da Norge besejrede Frankrig ved EM i håndbold.- Vi er på vej mod den største sensation i norsk herrehåndbold nogensinde!! Vi er i himlen, og vi er i semifinalen, lød det blandt andet fra kommentatorduoen Daniel Høglund og Kristian Kjelling, der kommenterer for norsk TV3.Posted by TV3 Sport Håndbold on Thursday, January 28, 2016 EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Lazarov markahæstur á EM Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum. 28. janúar 2016 16:30 Frakkar með næstum því þúsund fleiri landsleiki en Norðmenn Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. 27. janúar 2016 10:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Noregur komst í gærkvöldi í undanúrslit á EM í handbolta í fyrsta sinn eftir glæsilegan sigur á meistaraefnum Frakklands, 29-24. Noregur tapaði fyrsta leik mótsins gegn strákunum okkar með einu marki, en hafa síðan unnið lið á borð við Króatíu, Pólland og Frakkland. Ekki nóg með að Norðmenn komust í fyrsta sinn í undanúrslit heldur gerðu þeir sér lítið fyrir og náðu efsta sæti milliriðils eitt. Þegar Noregur spilaði á móti Frakklandi í gær héldu flestir að um hreinan úrslitaleik fyrir Norðmennina væri að ræða því Frakkar gátu komist yfir þá með sigri. Þá hefði Noregur þurft að treysta á Króata sem reyndar tóku sig til og niðurlægðu gestgjafa Póllands. Sæti Norðmanna var því alltaf tryggt. En það vissu Daniel Höglund og Kristian Kjelling sem lýstu leik Noregs og Frakklands á TV3 í Noregi ekki. Höglund var algjörlega sturlaður af gleði undir lok leiksins og minnti svo sannarlega á íslenska íþróttafréttamanninn og gleðigjafann Adolf Inga Erlingsson þegar Ísland komst í úrslitin á Ólympíuleikunum í Peking. Kjelling, sem er fyrrverandi leikmaður norska liðsins, virtist eiginlega bara í áfalli og kom vart upp orði. Ekkert sérstakt fyrir sérfræðing í beinni útsendingu. Hér að neðan má fara með norsku lýsendunum í gegnum síðustu mínútur leiksins í gær.Norske kommentatorer jubler over norsk EM-succes!NORSKE KOMMENTATORER GÅR BANANAS!Se de norske håndboldkommentatorer gå amok, da Norge besejrede Frankrig ved EM i håndbold.- Vi er på vej mod den største sensation i norsk herrehåndbold nogensinde!! Vi er i himlen, og vi er i semifinalen, lød det blandt andet fra kommentatorduoen Daniel Høglund og Kristian Kjelling, der kommenterer for norsk TV3.Posted by TV3 Sport Håndbold on Thursday, January 28, 2016
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Lazarov markahæstur á EM Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum. 28. janúar 2016 16:30 Frakkar með næstum því þúsund fleiri landsleiki en Norðmenn Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. 27. janúar 2016 10:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06
Lazarov markahæstur á EM Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum. 28. janúar 2016 16:30
Frakkar með næstum því þúsund fleiri landsleiki en Norðmenn Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. 27. janúar 2016 10:30