Höfuðlaus höfuðborg Halldór Þorsteinsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur virðist vera haldinn þeirri grillu að Reykjavíkurflugvöllur og rekstur hans sé að öllu leyti undir hans stjórn og umsjá. Aðrir landsmenn ættu því að hafa vit á því að skipta sér ekki af hlutum, sem koma þeim ekki vitundarhót við og þegja í staðinn. En málið er ekki svona einfalt eins og þessir illa upplýstu meirihlutafulltrúar halda sökum þess að Reykjavíkurflugvöllur ásamt sinni ómissandi neyðarbraut 06/24 er flugvöllur allra landsmanna og ætti því helst að bera nafnið þjóðarflugvöllur. Þessi yfirgangur og ofstæki þeirra hæstráðandi í borgarstjórnarmeirihlutanum kom heldur betur berlega í ljós þegar arkitektinum Erni Sigurðssyni var falið það lítt öfundsverða hlutverk að taka skóflustungu fyrir risastóru hóteli á helgasta stað í Vatnsmýrinni. Að þeirra viti er hægðarleikur einn að finna annan stað fyrir nýjan flugvöll eins og t.d. í Hvassahrauni í næsta nágrenni við Keflavík, sem Sverrir nokkur Ólafsson tók svo djúpt í árinni að kalla „Flugvöll fáránleikans“ og hitti þar með naglann á höfuðið. Ekki má gleyma einu mikilvægu atriði varðandi Valsmenn. Þeir stóðu vitanlega heilshugar að baki borgarstjórninni í þessu glæfralega máli eða með öðrum orðum voru með puttana í spilinu, enda leyfði bágborinn fjárhagur þeirra ekki annað eins og hermt er. Snúum nú okkur að peningahliðinni og væntanlegum byggingarkostnaði við slíkt lúxushótel í Vatnsmýrinni og öðrum óhjákvæmilegum afleiðingum sem myndu fylgja í kjölfarið. Sérfróðir menn telja að það séu að minnsta kosti 15-20 metrar niður á fast í Vatnsmýrinni. Sturlu Friðrikssyni erfðafræðingi, sem er nú nýlátinn, þótti ekki ósennilegt að sjálf Reykjavíkurtjörn myndi þorna upp við þetta fáránlega fikt. Ef sú yrði raunin og spá hans rætist að fullu þá hlýtur sú spurning óhjákvæmilega að vakna hvað yrði heppilegast að gera við sjálfan uppþornaða grunninn. Væri ekki alveg tilvalið að reisa þar eins konar eftirlíkingu af Tívolíinu í Kaupmannahöfn? Yrði það ekki æðstu embættismönnum sem nú sitja í ráðhúsinu og öllu stjórna sannkallað augnayndi og afþreying? Lesandi góður, ég þykist vita að þú hlýtur að sjá að þessari tillögu er hér slegið fram í hálfkæringi. En hins vegar yrði hlutskipti Mýflugs stórt alvörumál ef Hvassahraun tæki við núverandi starfsemi Reykjavíkurflugvallar því þar yrði engin öryggisbraut, svokölluð m.a. NA/SV til að bjarga dauðsjúku fólki utan af landi og þar með myndi hið göfuga og fórnfúsa litla flugfélag líklega heyra sögunni til. En ég get ekki stillt mig um að bæta aðeins einni athugasemd við. Verði þessi þrælgagnrýndi staður í rauninni fyrir vali borgarstjórnarmeirihlutans fyrir nýjan flugvöll er það ótvíræð sönnun þess að heilbrigð skynsemi á þar engan veginn upp á pallborðið. P.s. Það væri líka óðs manns æði að fara að flytja íslenska raforku til útlanda eins og Páll Steingrímsson hefur bent svo réttilega og hressilega á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur virðist vera haldinn þeirri grillu að Reykjavíkurflugvöllur og rekstur hans sé að öllu leyti undir hans stjórn og umsjá. Aðrir landsmenn ættu því að hafa vit á því að skipta sér ekki af hlutum, sem koma þeim ekki vitundarhót við og þegja í staðinn. En málið er ekki svona einfalt eins og þessir illa upplýstu meirihlutafulltrúar halda sökum þess að Reykjavíkurflugvöllur ásamt sinni ómissandi neyðarbraut 06/24 er flugvöllur allra landsmanna og ætti því helst að bera nafnið þjóðarflugvöllur. Þessi yfirgangur og ofstæki þeirra hæstráðandi í borgarstjórnarmeirihlutanum kom heldur betur berlega í ljós þegar arkitektinum Erni Sigurðssyni var falið það lítt öfundsverða hlutverk að taka skóflustungu fyrir risastóru hóteli á helgasta stað í Vatnsmýrinni. Að þeirra viti er hægðarleikur einn að finna annan stað fyrir nýjan flugvöll eins og t.d. í Hvassahrauni í næsta nágrenni við Keflavík, sem Sverrir nokkur Ólafsson tók svo djúpt í árinni að kalla „Flugvöll fáránleikans“ og hitti þar með naglann á höfuðið. Ekki má gleyma einu mikilvægu atriði varðandi Valsmenn. Þeir stóðu vitanlega heilshugar að baki borgarstjórninni í þessu glæfralega máli eða með öðrum orðum voru með puttana í spilinu, enda leyfði bágborinn fjárhagur þeirra ekki annað eins og hermt er. Snúum nú okkur að peningahliðinni og væntanlegum byggingarkostnaði við slíkt lúxushótel í Vatnsmýrinni og öðrum óhjákvæmilegum afleiðingum sem myndu fylgja í kjölfarið. Sérfróðir menn telja að það séu að minnsta kosti 15-20 metrar niður á fast í Vatnsmýrinni. Sturlu Friðrikssyni erfðafræðingi, sem er nú nýlátinn, þótti ekki ósennilegt að sjálf Reykjavíkurtjörn myndi þorna upp við þetta fáránlega fikt. Ef sú yrði raunin og spá hans rætist að fullu þá hlýtur sú spurning óhjákvæmilega að vakna hvað yrði heppilegast að gera við sjálfan uppþornaða grunninn. Væri ekki alveg tilvalið að reisa þar eins konar eftirlíkingu af Tívolíinu í Kaupmannahöfn? Yrði það ekki æðstu embættismönnum sem nú sitja í ráðhúsinu og öllu stjórna sannkallað augnayndi og afþreying? Lesandi góður, ég þykist vita að þú hlýtur að sjá að þessari tillögu er hér slegið fram í hálfkæringi. En hins vegar yrði hlutskipti Mýflugs stórt alvörumál ef Hvassahraun tæki við núverandi starfsemi Reykjavíkurflugvallar því þar yrði engin öryggisbraut, svokölluð m.a. NA/SV til að bjarga dauðsjúku fólki utan af landi og þar með myndi hið göfuga og fórnfúsa litla flugfélag líklega heyra sögunni til. En ég get ekki stillt mig um að bæta aðeins einni athugasemd við. Verði þessi þrælgagnrýndi staður í rauninni fyrir vali borgarstjórnarmeirihlutans fyrir nýjan flugvöll er það ótvíræð sönnun þess að heilbrigð skynsemi á þar engan veginn upp á pallborðið. P.s. Það væri líka óðs manns æði að fara að flytja íslenska raforku til útlanda eins og Páll Steingrímsson hefur bent svo réttilega og hressilega á.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar