„Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. janúar 2016 11:00 Dagur Sigurðsson lætur vel í heyra í sér á hliðarlínunni. vísir/epa „Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta,“ segir í undirfyrirsögn greinar sem meðal annars má lesa á þýska vefmiðlinum RP-Online í dag. Í greininni keppast blaðamaðurinn, leikmenn þýska landsliðsins og varaformaður þýska handknattleikssambandsins við að ausa lofi yfir íslenska þjálfarann sem er heldur betur orðinn vinsæll í stærsta handboltalandi heims.Sjá einnig:Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Dagur hefur eytt síðustu tveimur dögum í að undirbúa stórleikinn við Guðmund Guðmundsson og danska landsliðið í kvöld, en sigur á meistaraefnum Danmerkur kæmi Þýskalandi nokkuð óvænt í undanúrslitin. Dagur er sagður svo einbeittur að hann fer ekki einu sinni út að skokka á morgnanna eins og hann er vanur að gera. „Ég hef engan tíma fyrir það,“ segir Valsarinn.Dagur er búinn að vinna fjóra leiki í röð á EM.vísir/epaMikil meiðsli Þýska landsliðið var í meiðslavandræðum fyrir Evrópumótið en hefur engu að síður staðið sig frábærlega og unnið fjóra leiki í röð eftir að tapa þeim fyrsta gegn Spáni. Eftir síðasta leik og sigur gegn Rússlandi héldu áföllin áfram að dynja á Degi þegar ljóst var að tvær bestu skyttur þýska liðsins, Steffen Weinhold og Christian Dissinger, spila ekki meira á mótinu. Báðir eru leikmenn Kiel.Sjá einnig:Dagur: Við gefumst ekki upp „Við erum komnir að þröskuldinum með þessi meiðsli en þetta verður bara verðugt verkefni. Við munum keyra á þetta gegn Dönum,“ segir Dagur sem er ekkert í því að væla yfir meiðslum eða áföllum, að því fram kemur í greininni. „Dagur leggur fyrir okkur leikáætlun og við fylgjum henni 100 prósent eftir,“ segir stórskyttan Finn Lemke sem tók við fyrirliðabandinu af Weinhold.Dagur er maðurinn sem keyrir þýska liðið áfram.vísir/epaDagur er lykillinn Ekki var búist við miklu af þýska liðinu vegna meiðslanna, en það var í lang erfiðasta riðli mótsins með Slóvenum, Spánverjum og Svíum. Eftir tap í fyrsta leik sýndi Dagur meðal annars snilli sína gegn Svíum og gjörbreytti leik liðsins í hálfleik eftir að vera fjórum mörkum undir.Sjá einnig:Strákarnir hans Dags fá svefntöflur „Dagur er lykilinn að árangrinum. Hann er sá sem stýrir skipinu og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, en hann er einnig framkvæmdastjóri Füchse Berlín þar sem Dagur starfaði áður við góðan orðstír. Leikhlé Dags hafa vakið athygli, en í þeim er nokkuð augljóst hver er sá sem valdið hefur. Hann rífur upp taktíkspjaldið og messar duglega yfir sínum mönnum ef þeir eru ekki að standa sig.Andreas Wolff og þýsku strákarnir eru ánægðir með Dag.vísir/epaAllt undir „Hans framlag er mikið,“ segir markvörðurinn Andreas Wolff, sem segir leiðtogahæfileika Dags mikla. „Hann er maðurinn sem keyrir liðið áfram. Dagur er búinn að mynda mikla einingu innan liðsins.“ Allt er undir í kvöld þegar íslensku þjálfararnir mætast. Geti Dagur fellt Guðmund og danska liðið kemur hann Þýskalandi í undanúrslitin. Eitthvað sem fáum datt í hug að væri mögulegt. Danir gerðu jafntefli við Svía í gærkvöldi sem breytti leik kvöldsins aðeins. Hefðu Danir unnið Svía hefði Þýskalandi dugað 2-3 marka tap gegn Guðmundi og lærisveinum hans en í staðinn verður Dagur að leiða sína menn til sigurs. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson mætast í þriðja sinn á stórmóti í dag og hvorugur þeirra náði að fagna sigri í hin skiptin. Báðir geta þeir komist með landslið sín í undanúrslitin á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 06:00 Dagur: Við gefumst ekki upp Dagur Sigurðsson verður nánast með B-landsliðið sitt gegn Dönum á EM í handbolta. 26. janúar 2016 08:00 „Án IHF værum við ekki hér“ Varaforseti þýska handknattleikssambandsins er afar þakklátt Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. 27. janúar 2016 07:00 Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Steffen Weinhold og Christian Dissinger eru meiddir og verða ekki meira með Þjóðverjum á EM. 25. janúar 2016 15:30 Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Guðmundur Guðmundsson gerði breytingu í hálfleik í sigrinum gegn Spáni sem breytti öllu. 26. janúar 2016 14:30 Strákarnir hans Dags fá svefntöflur Læknir þýska landsliðsins vilja ekki að leikmenn séu andvaka eftir leiki. 26. janúar 2016 22:15 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
„Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta,“ segir í undirfyrirsögn greinar sem meðal annars má lesa á þýska vefmiðlinum RP-Online í dag. Í greininni keppast blaðamaðurinn, leikmenn þýska landsliðsins og varaformaður þýska handknattleikssambandsins við að ausa lofi yfir íslenska þjálfarann sem er heldur betur orðinn vinsæll í stærsta handboltalandi heims.Sjá einnig:Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Dagur hefur eytt síðustu tveimur dögum í að undirbúa stórleikinn við Guðmund Guðmundsson og danska landsliðið í kvöld, en sigur á meistaraefnum Danmerkur kæmi Þýskalandi nokkuð óvænt í undanúrslitin. Dagur er sagður svo einbeittur að hann fer ekki einu sinni út að skokka á morgnanna eins og hann er vanur að gera. „Ég hef engan tíma fyrir það,“ segir Valsarinn.Dagur er búinn að vinna fjóra leiki í röð á EM.vísir/epaMikil meiðsli Þýska landsliðið var í meiðslavandræðum fyrir Evrópumótið en hefur engu að síður staðið sig frábærlega og unnið fjóra leiki í röð eftir að tapa þeim fyrsta gegn Spáni. Eftir síðasta leik og sigur gegn Rússlandi héldu áföllin áfram að dynja á Degi þegar ljóst var að tvær bestu skyttur þýska liðsins, Steffen Weinhold og Christian Dissinger, spila ekki meira á mótinu. Báðir eru leikmenn Kiel.Sjá einnig:Dagur: Við gefumst ekki upp „Við erum komnir að þröskuldinum með þessi meiðsli en þetta verður bara verðugt verkefni. Við munum keyra á þetta gegn Dönum,“ segir Dagur sem er ekkert í því að væla yfir meiðslum eða áföllum, að því fram kemur í greininni. „Dagur leggur fyrir okkur leikáætlun og við fylgjum henni 100 prósent eftir,“ segir stórskyttan Finn Lemke sem tók við fyrirliðabandinu af Weinhold.Dagur er maðurinn sem keyrir þýska liðið áfram.vísir/epaDagur er lykillinn Ekki var búist við miklu af þýska liðinu vegna meiðslanna, en það var í lang erfiðasta riðli mótsins með Slóvenum, Spánverjum og Svíum. Eftir tap í fyrsta leik sýndi Dagur meðal annars snilli sína gegn Svíum og gjörbreytti leik liðsins í hálfleik eftir að vera fjórum mörkum undir.Sjá einnig:Strákarnir hans Dags fá svefntöflur „Dagur er lykilinn að árangrinum. Hann er sá sem stýrir skipinu og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, en hann er einnig framkvæmdastjóri Füchse Berlín þar sem Dagur starfaði áður við góðan orðstír. Leikhlé Dags hafa vakið athygli, en í þeim er nokkuð augljóst hver er sá sem valdið hefur. Hann rífur upp taktíkspjaldið og messar duglega yfir sínum mönnum ef þeir eru ekki að standa sig.Andreas Wolff og þýsku strákarnir eru ánægðir með Dag.vísir/epaAllt undir „Hans framlag er mikið,“ segir markvörðurinn Andreas Wolff, sem segir leiðtogahæfileika Dags mikla. „Hann er maðurinn sem keyrir liðið áfram. Dagur er búinn að mynda mikla einingu innan liðsins.“ Allt er undir í kvöld þegar íslensku þjálfararnir mætast. Geti Dagur fellt Guðmund og danska liðið kemur hann Þýskalandi í undanúrslitin. Eitthvað sem fáum datt í hug að væri mögulegt. Danir gerðu jafntefli við Svía í gærkvöldi sem breytti leik kvöldsins aðeins. Hefðu Danir unnið Svía hefði Þýskalandi dugað 2-3 marka tap gegn Guðmundi og lærisveinum hans en í staðinn verður Dagur að leiða sína menn til sigurs.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson mætast í þriðja sinn á stórmóti í dag og hvorugur þeirra náði að fagna sigri í hin skiptin. Báðir geta þeir komist með landslið sín í undanúrslitin á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 06:00 Dagur: Við gefumst ekki upp Dagur Sigurðsson verður nánast með B-landsliðið sitt gegn Dönum á EM í handbolta. 26. janúar 2016 08:00 „Án IHF værum við ekki hér“ Varaforseti þýska handknattleikssambandsins er afar þakklátt Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. 27. janúar 2016 07:00 Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Steffen Weinhold og Christian Dissinger eru meiddir og verða ekki meira með Þjóðverjum á EM. 25. janúar 2016 15:30 Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Guðmundur Guðmundsson gerði breytingu í hálfleik í sigrinum gegn Spáni sem breytti öllu. 26. janúar 2016 14:30 Strákarnir hans Dags fá svefntöflur Læknir þýska landsliðsins vilja ekki að leikmenn séu andvaka eftir leiki. 26. janúar 2016 22:15 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson mætast í þriðja sinn á stórmóti í dag og hvorugur þeirra náði að fagna sigri í hin skiptin. Báðir geta þeir komist með landslið sín í undanúrslitin á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 06:00
Dagur: Við gefumst ekki upp Dagur Sigurðsson verður nánast með B-landsliðið sitt gegn Dönum á EM í handbolta. 26. janúar 2016 08:00
„Án IHF værum við ekki hér“ Varaforseti þýska handknattleikssambandsins er afar þakklátt Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. 27. janúar 2016 07:00
Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Steffen Weinhold og Christian Dissinger eru meiddir og verða ekki meira með Þjóðverjum á EM. 25. janúar 2016 15:30
Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Guðmundur Guðmundsson gerði breytingu í hálfleik í sigrinum gegn Spáni sem breytti öllu. 26. janúar 2016 14:30
Strákarnir hans Dags fá svefntöflur Læknir þýska landsliðsins vilja ekki að leikmenn séu andvaka eftir leiki. 26. janúar 2016 22:15
Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30