Skemmtilegast að sauma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2016 10:45 Erla Björk spilaði á hörpu í athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær. Vísir/Stefán „Það sem mér finnst skemmtilegast er að sauma út – sauma myndina. Svo finnst mér líka gaman að dansa og spila á hljóðfæri,“ segir Erla Björk Sigmundsdóttir sem hefur verið valin listamaður Listar án landamæra. Hún spann á hörpu við athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær þar sem nýtt fyrirkomulag Listar án landamæra var kynnt. Það felur í sér að í stað þess að vera hátíð á einum tímapunkti ár hvert, mun List án landamæra verða sýnileg allt árið með þátttöku í Vetrarnótt, Hönnunarmars, Menningarnótt, bæjarhátíðum um land allt og fleiri menningarviðburðum. Einnig var kynnt ný heimasíða sem er við það að verða tilbúin, www.listin.is.Erla Björk hefur átt heima á Sólheimum í Grímsnesi frá árinu 1993 og tekið þar virkan þátt í öllu félagslífi. Hefur sótt námskeið hjá Fjölmennt á Selfossi og stundað tónlistarnám á Sólheimum, meðal annars á hörpu. Hún hefur líka tekið þátt í árlegum uppfærslum Leikfélags Sólheima og komið fram með því í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og í Madrid á Spáni og henni þykir gaman að ferðast. Mest vinnur Erla Björk í vefstofu, kertagerð og jurtastofu Sólheima. Hún saumar frjálst út eða eftir eigin teikningum og hefur sýnt útsaumsverk sín víða, til dæmis bæði á Safnasafninu á Svalbarðsströnd og í Norræna húsinu á síðasta ári. Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það sem mér finnst skemmtilegast er að sauma út – sauma myndina. Svo finnst mér líka gaman að dansa og spila á hljóðfæri,“ segir Erla Björk Sigmundsdóttir sem hefur verið valin listamaður Listar án landamæra. Hún spann á hörpu við athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær þar sem nýtt fyrirkomulag Listar án landamæra var kynnt. Það felur í sér að í stað þess að vera hátíð á einum tímapunkti ár hvert, mun List án landamæra verða sýnileg allt árið með þátttöku í Vetrarnótt, Hönnunarmars, Menningarnótt, bæjarhátíðum um land allt og fleiri menningarviðburðum. Einnig var kynnt ný heimasíða sem er við það að verða tilbúin, www.listin.is.Erla Björk hefur átt heima á Sólheimum í Grímsnesi frá árinu 1993 og tekið þar virkan þátt í öllu félagslífi. Hefur sótt námskeið hjá Fjölmennt á Selfossi og stundað tónlistarnám á Sólheimum, meðal annars á hörpu. Hún hefur líka tekið þátt í árlegum uppfærslum Leikfélags Sólheima og komið fram með því í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og í Madrid á Spáni og henni þykir gaman að ferðast. Mest vinnur Erla Björk í vefstofu, kertagerð og jurtastofu Sólheima. Hún saumar frjálst út eða eftir eigin teikningum og hefur sýnt útsaumsverk sín víða, til dæmis bæði á Safnasafninu á Svalbarðsströnd og í Norræna húsinu á síðasta ári.
Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira