Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt jón hákon halldórsson skrifar 27. janúar 2016 08:00 Á meðal helstu áhættuþátta í rekstri N1 er gengisáhætta. vísir/valli Mat Capacent á virði olíufélagsins N1 er einum milljarði lægra en markaðsvirði félagsins var við lokun markaða í gær. Samkvæmt verðmati Capacent er virði félagsins 15,37 milljarðar króna. Markaðsvirði félagsins, þegar matið var gert, var 16,57 milljarðar en 16,38 milljarðar í gær. Capacent segir að vöxtur og hagnaður til framtíðar séu lykilatriði við mat á virði félagsins. „Vöxtur með núverandi viðskiptamódeli verður að teljast frekar ólíklegur. Aukinn hagnaður getur orðið til með verulegri lækkun á kostnaði eða þá að, og kannski líklegar, við áherslubreytingar varðandi vörur og viðskiptavini,“ segir í verðmatinu. Þá segir að margt bendi til þess að framtíðin í sölu á jarðefnaeldsneyti, ekki síst fyrir bifreiðar, sé ekki björt. Þó ekki séu miklar breytingar í vændum á allra næstu árum. Capacent segir að veruleg óvissa ríki um hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir félagið. Hæfileiki til að takast á við breyttar aðstæður verði lykilatriði fyrir framtíð félagsins. Í verðmati Capacent segir að árið 2014 hafi markaðshlutdeild N1 á eldsneytismarkaði á Íslandi verið 37%. Helstu samkeppnisaðilar séu Olís, Skeljungur og Atlantsolía. „Samkeppnisumhverfið gæti þó breyst fljótlega þar sem tvær smásölukeðjur, Costco og Kaupás, hafa lýst yfir áhuga á að selja eldsneyti til bifreiða við útsölustaði sína.“ Á meðal helstu áhættuþátta í rekstri félagsins segir Capacent að sé gjaldeyrisáhætta. Eldsneyti er keypt í bandarískum dollurum en að mestu selt í íslenskum krónum. Þessari áhættu sé mætt með sérstökum samningum og lágri birgðastöðu. „Sveiflur í eldsneytisverði skapa einnig áhættu sem öðru fremur er háð stærð og aldri birgða. En þrátt fyrir töluverð skammtímaáhrif eru sveiflur í verði á gjaldeyri og eldsneyti ekki líklegar til að hafa veruleg langtímaáhrif á reksturinn,“ segir í matinu. Það sé þó vert að geta þess að téðar sveiflur geti haft veruleg áhrif á hagnaðarhlutföll með þeim afleiðingum að samanburður milli ára getur verið verulega skakkur. Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Mat Capacent á virði olíufélagsins N1 er einum milljarði lægra en markaðsvirði félagsins var við lokun markaða í gær. Samkvæmt verðmati Capacent er virði félagsins 15,37 milljarðar króna. Markaðsvirði félagsins, þegar matið var gert, var 16,57 milljarðar en 16,38 milljarðar í gær. Capacent segir að vöxtur og hagnaður til framtíðar séu lykilatriði við mat á virði félagsins. „Vöxtur með núverandi viðskiptamódeli verður að teljast frekar ólíklegur. Aukinn hagnaður getur orðið til með verulegri lækkun á kostnaði eða þá að, og kannski líklegar, við áherslubreytingar varðandi vörur og viðskiptavini,“ segir í verðmatinu. Þá segir að margt bendi til þess að framtíðin í sölu á jarðefnaeldsneyti, ekki síst fyrir bifreiðar, sé ekki björt. Þó ekki séu miklar breytingar í vændum á allra næstu árum. Capacent segir að veruleg óvissa ríki um hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir félagið. Hæfileiki til að takast á við breyttar aðstæður verði lykilatriði fyrir framtíð félagsins. Í verðmati Capacent segir að árið 2014 hafi markaðshlutdeild N1 á eldsneytismarkaði á Íslandi verið 37%. Helstu samkeppnisaðilar séu Olís, Skeljungur og Atlantsolía. „Samkeppnisumhverfið gæti þó breyst fljótlega þar sem tvær smásölukeðjur, Costco og Kaupás, hafa lýst yfir áhuga á að selja eldsneyti til bifreiða við útsölustaði sína.“ Á meðal helstu áhættuþátta í rekstri félagsins segir Capacent að sé gjaldeyrisáhætta. Eldsneyti er keypt í bandarískum dollurum en að mestu selt í íslenskum krónum. Þessari áhættu sé mætt með sérstökum samningum og lágri birgðastöðu. „Sveiflur í eldsneytisverði skapa einnig áhættu sem öðru fremur er háð stærð og aldri birgða. En þrátt fyrir töluverð skammtímaáhrif eru sveiflur í verði á gjaldeyri og eldsneyti ekki líklegar til að hafa veruleg langtímaáhrif á reksturinn,“ segir í matinu. Það sé þó vert að geta þess að téðar sveiflur geti haft veruleg áhrif á hagnaðarhlutföll með þeim afleiðingum að samanburður milli ára getur verið verulega skakkur.
Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira