Erlent

Umdeilt frumvarp samþykkt af danska þinginu

Samúel Karl Ólason skrifar
Inger Stojberg, ráðherra innflytjendamála í Danmörku.
Inger Stojberg, ráðherra innflytjendamála í Danmörku. Vísir/EPA
Umdeilt lagafrumvarp var í dag samþykkt af danska þinginu. Samkvæmt frumvarpinu verður lögregluþjónum heimilt að leggja hald á eignir flóttamanna. Frumvarpið hefur sætt gífurlegri gagnrýni, bæði í Danmörku og um heim allan.

Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, eða 81 atkvæði gegn 27 og einn þingmaður sat hjá.

Sjá einnig: Danska flótta­manna­frum­varpið: Fá 92 aura í vasapening á dag

Frumvarpinu hefur verið líkt við þegar Nasistar gerðu eignir gyðinga upptækar. Danskir þingmenn segja það þó vera ósanngjarna samlíkingu. Forsvarsmenn frumvarpsins hafa sagt að stjórnvöld ætli sér ekki að leggja hald á skartgripi flóttafólks.

Dönsk stjórnvöld segja breytingarnar nauðsynlegar til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins, þrátt fyrir að landamæraeftirlit hafi nýlega verið hert. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×