Bókstafir eða tölur? Stutt athugasemd við leiðara Gylfi Jón Gylfason skrifar 27. janúar 2016 07:00 Misskilnings gætir í leiðara Fréttablaðsins þann 25. janúar sl. þar sem fram kemur að grunn- og framhaldsskólum sé gert að umreikna einkunnir nemenda sinna úr bókstöfum yfir í tölustafi. Svo er ekki. Það er engin skylda og í raun ekki ætlast til þess nema að skólarnir kjósi það sjálfir. Samkvæmt upplýsingum frá skólameisturum framhaldsskóla munu þeir fyrst og fremst raða einkunnum umsækjenda eftir bókstöfum við innritun í vor. Úr leiðaranum má einnig lesa að inntaka í framhaldsskóla verði hugsanlega flóknari og erfiðari en verið hefur. Svo er ekki. Þvert á móti ætti framhaldsskólum að reynast auðveldara að innrita nemendur eftir nýja matskvarðanum þar sem einkunnir á honum eru sambærilegri milli skóla en var í gamla kerfinu. Svo dæmi sé tekið þurfa nemendur með einkunnina B að hafa hæfni til að geta hafið nám á hæfniþrepi tvö í framhaldsskóla. Þetta er mikil bót frá því sem var, þar sem mismunandi forsendur lágu að baki einkunnagjöf í gamla kerfinu og einkunnir úr ólíkum skólum þýddu ekki endilega það sama. Til dæmis gat mismunandi hæfni legið að baki einkunnarinnar 8 á milli skóla og má því nærri geta að samanburður á meðaltalseinkunnum, þar sem ekki er gengið út frá sömu forsendum, er ekki góður grunnur til inntöku nemenda.Auðveldar samanburðÍ nýrri aðalnámskrá er öllum gert að ganga út frá sömu forsendum í einkunnagjöf. Það auðveldar samanburð á einkunnum nemenda milli skóla og þar með inntöku nemanda í framhaldsskóla þar sem fleiri umsóknir eru um skólavist en skólar geta tekið við. Auðveldara er fyrir nemendur að átta sig á því hvaða hæfni liggur að baki útskriftareinkunnum þeirra en áður. Þeir geta einfaldlega flett upp hæfniviðmiðum í viðkomandi námsgrein til að átta sig á því hvaða hæfni er krafist til að fá einkunnina B, svo dæmi sé tekið. Framhaldsskólarnir eru flestir, ef ekki allir búnir að setja sér viðmið um inntöku nemenda í framhaldsskóla út frá bókstafseinkunnum og birta á heimasíðum sínum. Þeir munu standa vel að innritun líkt og þeir hafa gert hingað til. Vert er að geta þess að langstærstur hluti nemenda fær þá skólavist á framhaldsskólastigi sem hann óskar eftir. Þannig fá 85 prósent nemenda inni í þeim skóla sem þeir tiltaka sem fyrsta val og 13 prósent til viðbótar í þeim sem þeir tiltaka í annað val. Á því verður engin breyting þótt nýr matskvarði hafi verið tekinn upp. Til að auðvelda kennurum að gefa einkunnir eftir nýja námsmatskvarðanum með áreiðanlegum og réttmætum hætti mun starfsfólk Menntamálastofnunar og mennta -og menningarmálaráðuneytis funda með kennurum og skólastjórnendum um land allt í febrúar og gefa ráð um hvernig best sé að standa að einkunnagjöf í vor. Samtímis verður birt fræðsluefni á heimasíðu Menntamálastofnunar sem ætlað er kennurum. Einnig verður gefið út kynningarefni fyrir nemendur og foreldra. Kjósi Fréttablaðið að kynna sér málið betur verða frekari upplýsingar fúslega veittar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Misskilnings gætir í leiðara Fréttablaðsins þann 25. janúar sl. þar sem fram kemur að grunn- og framhaldsskólum sé gert að umreikna einkunnir nemenda sinna úr bókstöfum yfir í tölustafi. Svo er ekki. Það er engin skylda og í raun ekki ætlast til þess nema að skólarnir kjósi það sjálfir. Samkvæmt upplýsingum frá skólameisturum framhaldsskóla munu þeir fyrst og fremst raða einkunnum umsækjenda eftir bókstöfum við innritun í vor. Úr leiðaranum má einnig lesa að inntaka í framhaldsskóla verði hugsanlega flóknari og erfiðari en verið hefur. Svo er ekki. Þvert á móti ætti framhaldsskólum að reynast auðveldara að innrita nemendur eftir nýja matskvarðanum þar sem einkunnir á honum eru sambærilegri milli skóla en var í gamla kerfinu. Svo dæmi sé tekið þurfa nemendur með einkunnina B að hafa hæfni til að geta hafið nám á hæfniþrepi tvö í framhaldsskóla. Þetta er mikil bót frá því sem var, þar sem mismunandi forsendur lágu að baki einkunnagjöf í gamla kerfinu og einkunnir úr ólíkum skólum þýddu ekki endilega það sama. Til dæmis gat mismunandi hæfni legið að baki einkunnarinnar 8 á milli skóla og má því nærri geta að samanburður á meðaltalseinkunnum, þar sem ekki er gengið út frá sömu forsendum, er ekki góður grunnur til inntöku nemenda.Auðveldar samanburðÍ nýrri aðalnámskrá er öllum gert að ganga út frá sömu forsendum í einkunnagjöf. Það auðveldar samanburð á einkunnum nemenda milli skóla og þar með inntöku nemanda í framhaldsskóla þar sem fleiri umsóknir eru um skólavist en skólar geta tekið við. Auðveldara er fyrir nemendur að átta sig á því hvaða hæfni liggur að baki útskriftareinkunnum þeirra en áður. Þeir geta einfaldlega flett upp hæfniviðmiðum í viðkomandi námsgrein til að átta sig á því hvaða hæfni er krafist til að fá einkunnina B, svo dæmi sé tekið. Framhaldsskólarnir eru flestir, ef ekki allir búnir að setja sér viðmið um inntöku nemenda í framhaldsskóla út frá bókstafseinkunnum og birta á heimasíðum sínum. Þeir munu standa vel að innritun líkt og þeir hafa gert hingað til. Vert er að geta þess að langstærstur hluti nemenda fær þá skólavist á framhaldsskólastigi sem hann óskar eftir. Þannig fá 85 prósent nemenda inni í þeim skóla sem þeir tiltaka sem fyrsta val og 13 prósent til viðbótar í þeim sem þeir tiltaka í annað val. Á því verður engin breyting þótt nýr matskvarði hafi verið tekinn upp. Til að auðvelda kennurum að gefa einkunnir eftir nýja námsmatskvarðanum með áreiðanlegum og réttmætum hætti mun starfsfólk Menntamálastofnunar og mennta -og menningarmálaráðuneytis funda með kennurum og skólastjórnendum um land allt í febrúar og gefa ráð um hvernig best sé að standa að einkunnagjöf í vor. Samtímis verður birt fræðsluefni á heimasíðu Menntamálastofnunar sem ætlað er kennurum. Einnig verður gefið út kynningarefni fyrir nemendur og foreldra. Kjósi Fréttablaðið að kynna sér málið betur verða frekari upplýsingar fúslega veittar.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar