Danska flóttamannafrumvarpið: Fá 92 aura í vasapening á dag Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2016 10:21 Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra segist ánægður með frumvarpið og segir það "það misskildasta í sögu Danmerkur“. Vísir/AFP Danska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort frumvarp sem heimilar meðal annars dönskum yfirvöldum að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar, verði að lögum. Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Danmörku og víðar, allt frá því að það var kynnt til sögunnar fyrr í mánuðinum. Fulltrúar danskra yfirvalda fullyrða að frumvarpið setji flóttamenn í sömu stöðu og atvinnulausir Danir, sem verði að selja eignir til að eiga rétt á bótum.Breiður stuðningurÍ frétt BBC kemur fram að fullvíst sé talið að frumvarpið verði að lögum, þar sem mikill meirihluti þingmanna kveðst styðja það. Einnig verða greidd atkvæði um aðra umdeilda tillögu sem felur í sér að tíminn fyrir fjölskyldur flóttamanna til að sameinast í nýju landi verði lengdur. Er tillagan ætluð til að draga úr áhuga flóttafólks að koma til Danmerkur. Danska innanríkisráðuneytið reiknar með að um 20 þúsund hælisleitendur komi til landsins á þessu ári, borið saman við 15 þúsund á því síðasta. Dönsk stjórnvöld segja breytingarnar nauðsynlegar til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins, þrátt fyrir að landamæraeftirlit hafi nýlega verið hert.Engar eignir með „tilfinningalegt gildi“Margir hafa líkt frumvarpinu við þegar eignir gyðinga voru gerðar upptækar á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála, segir að engar eignir sem sagðar eru hafa „tilfinningalegt gildi“ verði gerðar upptækar. Lögin munu ná til eigna sem metrar eru á meira en 10 þúsund danskar krónur, eða um 190 þúsund íslenskar. Upphæðin var hækkuð úr þrjú þúsund dönskum í kjölfar mótmæla. Lars Løkke Rasmussen segist ánægður með frumvarpið og segir það „það misskildasta í sögu Danmerkur“.Í frétt DR kemur fram að samkvæmt frumvarpinu muni flóttamenn fá 92 danska aura, um 17 íslenskar krónur, í vasapening á dag. Upphæðin verður þar með lækkuð úr níu krónum og 15 aurum. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Danska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort frumvarp sem heimilar meðal annars dönskum yfirvöldum að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar, verði að lögum. Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Danmörku og víðar, allt frá því að það var kynnt til sögunnar fyrr í mánuðinum. Fulltrúar danskra yfirvalda fullyrða að frumvarpið setji flóttamenn í sömu stöðu og atvinnulausir Danir, sem verði að selja eignir til að eiga rétt á bótum.Breiður stuðningurÍ frétt BBC kemur fram að fullvíst sé talið að frumvarpið verði að lögum, þar sem mikill meirihluti þingmanna kveðst styðja það. Einnig verða greidd atkvæði um aðra umdeilda tillögu sem felur í sér að tíminn fyrir fjölskyldur flóttamanna til að sameinast í nýju landi verði lengdur. Er tillagan ætluð til að draga úr áhuga flóttafólks að koma til Danmerkur. Danska innanríkisráðuneytið reiknar með að um 20 þúsund hælisleitendur komi til landsins á þessu ári, borið saman við 15 þúsund á því síðasta. Dönsk stjórnvöld segja breytingarnar nauðsynlegar til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins, þrátt fyrir að landamæraeftirlit hafi nýlega verið hert.Engar eignir með „tilfinningalegt gildi“Margir hafa líkt frumvarpinu við þegar eignir gyðinga voru gerðar upptækar á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála, segir að engar eignir sem sagðar eru hafa „tilfinningalegt gildi“ verði gerðar upptækar. Lögin munu ná til eigna sem metrar eru á meira en 10 þúsund danskar krónur, eða um 190 þúsund íslenskar. Upphæðin var hækkuð úr þrjú þúsund dönskum í kjölfar mótmæla. Lars Løkke Rasmussen segist ánægður með frumvarpið og segir það „það misskildasta í sögu Danmerkur“.Í frétt DR kemur fram að samkvæmt frumvarpinu muni flóttamenn fá 92 danska aura, um 17 íslenskar krónur, í vasapening á dag. Upphæðin verður þar með lækkuð úr níu krónum og 15 aurum.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira