Erlent

Um­deilt flótta­manna­frum­varp fyrir danska þingið

Danska lögreglan fylgist með ferðum fólks yfir landamærin frá Þýskalandi, samkvæmt nýjum reglum um landamæraeftirlit vegna vaxandi straums flóttamanna inn í landið.
Danska lögreglan fylgist með ferðum fólks yfir landamærin frá Þýskalandi, samkvæmt nýjum reglum um landamæraeftirlit vegna vaxandi straums flóttamanna inn í landið. Fréttablaðið/EPA
Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra.

Tillagan var gagnrýnd harkalega jafnt heima fyrir sem í öðrum löndum en dönsk stjórnvöld segja hana algjörlega til jafns við dönsk lög, sem gera ráð fyrir því að atvinnulausir Danir verði að selja eignir fyrir ofan ákveðna upphæð, ætli þeir að eiga kost á bótum frá ríkinu. Raunar nýtur tillagan þverpólitísks stuðnings á þinginu og því talið líklegt að hún verði samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×