Hamingjuóskum hefur rignt yfir Diego Jóhannesson á Facebook-síðu kappans eftir að tilkynnt var að hann hefði verið valinn í lið Íslands sem mætir Bandaríkjunum í æfingaleik vestanhafs á sunnudag.
Diego, sem er nýkominn með íslenskt vegabréf, fær tækifæri til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfurnum Heimi Hallgrímssyni og Lars Lagerbäck en hann hefur staðið sig vel með Real Oviedo í spænsku B-deildinni í vetur.
Diego birti meðfylgjandi mynd á Facebook-síðu sinni í dag og virðist himinlifandi með bláa treyjuna.
