Hamingjuóskum hefur rignt yfir Diego Jóhannesson á Facebook-síðu kappans eftir að tilkynnt var að hann hefði verið valinn í lið Íslands sem mætir Bandaríkjunum í æfingaleik vestanhafs á sunnudag.
Diego, sem er nýkominn með íslenskt vegabréf, fær tækifæri til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfurnum Heimi Hallgrímssyni og Lars Lagerbäck en hann hefur staðið sig vel með Real Oviedo í spænsku B-deildinni í vetur.
Diego birti meðfylgjandi mynd á Facebook-síðu sinni í dag og virðist himinlifandi með bláa treyjuna.
Hamingjuóskum rignir yfir Diego

Tengdar fréttir

Heimir: Diego hefur sýnt því mikinn áhuga að leika með íslenska landsliðinu
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands í tilefni af því að hann og Lars Lagerbäck eru búnir að velja leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum sem fer fram 31. janúar næstkomandi.

Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn
Spænski Íslendingurinn fer með íslenska landsliðinu til Bandaríkjanna í lok mánaðar.

Real Oviedo gleðst yfir vali Diego á Twitter-síðu sinni
Diego Jóhannesson er kominn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hann var valinn í hópinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum í Los Angeles.