Slitastjórn Glitnis; In Memoriam Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Nú þegar slitastjórn Glitnis banka hf. er í andaslitrunum langar mig að minnast hennar. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 2010 þegar slitastjórnin stefndi umbjóðanda mínum í New York ásamt sex öðrum Íslendingum. Umbjóðandi minn frétti af málsókninni í fjölmiðlum, en slitastjórnin upplýsti hann um málsóknina með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Slitastjórnin fylgdi henni eftir með blaðamannafundi á Hótel Nordica. Blaðamannafundurinn og stefnan í málinu var birt á netinu og vakti heimsathygli. Í stefnunni segir m.a. að umbjóðandi minn hafi verið hluti af glæpaklíku sem hafði meira en tvo milljarða dollara af Glitni með sviksamlegum og ólögmætum hætti. Aðspurður sagði formaður slitastjórnarinnar að gögn sýndu að Glitnir hefði verið rændur innan frá og málsóknin væri skref í þá átt að draga stefndu til ábyrgðar. Það var lítil stemming fyrir þessum málatilbúnaði í New York og um miðjan desember 2010 var málinu vísað frá. Slitastjórnin áfrýjaði niðurstöðunni en féll ári síðar frá áfrýjuninni. Sú ákvörðun segir töluvert um réttmæti málsóknarinnar enda tilgangur slitastjórnarinnar líklega aðeins að valda stefndu fjártjóni og skaða orðspor þeirra. Stuttu síðar höfðaði slitastjórnin nýtt dómsmál á hendur umbjóðanda mínum og níu öðrum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á nýjan leik var umbjóðanda mínum kynnt málsóknin í fjölmiðlum. Nú í Kastljósinu. Rétt fyrir jól 2015 felldi slitastjórnin málið niður gagnvart öllum stefndu. Sem fyrr segir það meira en mörg orð um málstaðinn. Þegar umbjóðandi minn gerði kröfu um málskostnað krafðist slitastjórnin þess að málið á hendur honum yrði endurvakið. Því hafnaði héraðsdómur. Slitastjórnin hefur því höfðað tvö dómsmál á hendur umbjóðanda mínum, kostað til þess milljörðum, og fellt bæði málin niður. Eðli málsins samkvæmt hafa þessar þarflausu málsóknir bakað umbjóðanda mínum fjártjón og miska. Það tjón er enn óbætt. Eins og tjón kröfuhafa þrotabúsins sem borga brúsann. Við leiðarlok vil ég þakka slitastjórninni samfylgdina. Megi hún hvíla í friði. Fáir munu sakna hennar, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kroll International Ltd. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Nú þegar slitastjórn Glitnis banka hf. er í andaslitrunum langar mig að minnast hennar. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 2010 þegar slitastjórnin stefndi umbjóðanda mínum í New York ásamt sex öðrum Íslendingum. Umbjóðandi minn frétti af málsókninni í fjölmiðlum, en slitastjórnin upplýsti hann um málsóknina með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Slitastjórnin fylgdi henni eftir með blaðamannafundi á Hótel Nordica. Blaðamannafundurinn og stefnan í málinu var birt á netinu og vakti heimsathygli. Í stefnunni segir m.a. að umbjóðandi minn hafi verið hluti af glæpaklíku sem hafði meira en tvo milljarða dollara af Glitni með sviksamlegum og ólögmætum hætti. Aðspurður sagði formaður slitastjórnarinnar að gögn sýndu að Glitnir hefði verið rændur innan frá og málsóknin væri skref í þá átt að draga stefndu til ábyrgðar. Það var lítil stemming fyrir þessum málatilbúnaði í New York og um miðjan desember 2010 var málinu vísað frá. Slitastjórnin áfrýjaði niðurstöðunni en féll ári síðar frá áfrýjuninni. Sú ákvörðun segir töluvert um réttmæti málsóknarinnar enda tilgangur slitastjórnarinnar líklega aðeins að valda stefndu fjártjóni og skaða orðspor þeirra. Stuttu síðar höfðaði slitastjórnin nýtt dómsmál á hendur umbjóðanda mínum og níu öðrum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á nýjan leik var umbjóðanda mínum kynnt málsóknin í fjölmiðlum. Nú í Kastljósinu. Rétt fyrir jól 2015 felldi slitastjórnin málið niður gagnvart öllum stefndu. Sem fyrr segir það meira en mörg orð um málstaðinn. Þegar umbjóðandi minn gerði kröfu um málskostnað krafðist slitastjórnin þess að málið á hendur honum yrði endurvakið. Því hafnaði héraðsdómur. Slitastjórnin hefur því höfðað tvö dómsmál á hendur umbjóðanda mínum, kostað til þess milljörðum, og fellt bæði málin niður. Eðli málsins samkvæmt hafa þessar þarflausu málsóknir bakað umbjóðanda mínum fjártjón og miska. Það tjón er enn óbætt. Eins og tjón kröfuhafa þrotabúsins sem borga brúsann. Við leiðarlok vil ég þakka slitastjórninni samfylgdina. Megi hún hvíla í friði. Fáir munu sakna hennar, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kroll International Ltd. Höfundur er lögmaður.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun