Árásarmennirnir í París í aðalhlutverki í nýju myndbandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2016 21:20 Bilal Hadfi bregður fyrir í nýja myndbandinu. Hann var meðal árásarmannanna í París. Hluti þeirra manna sem stóðu að baki hryðjuverkaárásunum í París eru í aðalhlutverki í nýju myndbandi frá hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Í myndbandinu sjást mennirnir afhöfða nokkra ónafngreinda gísla en myndbandið var tekið fyrir árásirnar í nóvember síðastliðnum en rataði fyrst á veraldarvefinn í kvöld. Nákvæm dagsetning á tökunum er þó á huldu. #ISIS Released a video shows the last words for the #ParisAttacks Executors #Syria #ISIL #Raqqa pic.twitter.com/x0PgOz6sOJ #Paris #security— Int Intelligence (@IntIntelligence) January 24, 2016 Meðal þeirra sem framkvæma afhöfðanirnar er Bilal Hadfi, einn þeirra sem lét lífið í Parísarárásunum. „Þið eyðileggið heimili okkar og myrðið feður okkar, bræður, systur, mæður og börn,“ segir Hadfi og starir inn í myndavélina. Þá bregður Abu Qital al-Farans einnig fyrir í myndbandinu en hann er talinn vera einn þeirra sem hóf skothríðina í Bataclan-tónleikahúsinu. Þar létu á níunda tug áhorfenda á tónleikum Eagles of Death Metal lífið. Talið er að myndbandið eigi að vera til marks um síðustu orð mannanna áður en þeir héldu til Frakklands til að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd.„Hver sá sem er í röðum óvinarins mun finna fyrir sverðum okkar,” heyrist í myndbandinu. Þá birtast myndir af þekktum kennileitum í Lundúnum, svo sem Tower Bridge og St. Paul’s dómkirkjunni. Undir myndunum heyrist rödd segja að samtökin séu reiðubúin að gera árás „hvar sem er, hvenær sem er.“ Daily Mail birti brot úr myndbandinu á vef sínum í kvöld. Þar má sjá Samy Amimour hóta vantrúuðum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Hluti þeirra manna sem stóðu að baki hryðjuverkaárásunum í París eru í aðalhlutverki í nýju myndbandi frá hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Í myndbandinu sjást mennirnir afhöfða nokkra ónafngreinda gísla en myndbandið var tekið fyrir árásirnar í nóvember síðastliðnum en rataði fyrst á veraldarvefinn í kvöld. Nákvæm dagsetning á tökunum er þó á huldu. #ISIS Released a video shows the last words for the #ParisAttacks Executors #Syria #ISIL #Raqqa pic.twitter.com/x0PgOz6sOJ #Paris #security— Int Intelligence (@IntIntelligence) January 24, 2016 Meðal þeirra sem framkvæma afhöfðanirnar er Bilal Hadfi, einn þeirra sem lét lífið í Parísarárásunum. „Þið eyðileggið heimili okkar og myrðið feður okkar, bræður, systur, mæður og börn,“ segir Hadfi og starir inn í myndavélina. Þá bregður Abu Qital al-Farans einnig fyrir í myndbandinu en hann er talinn vera einn þeirra sem hóf skothríðina í Bataclan-tónleikahúsinu. Þar létu á níunda tug áhorfenda á tónleikum Eagles of Death Metal lífið. Talið er að myndbandið eigi að vera til marks um síðustu orð mannanna áður en þeir héldu til Frakklands til að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd.„Hver sá sem er í röðum óvinarins mun finna fyrir sverðum okkar,” heyrist í myndbandinu. Þá birtast myndir af þekktum kennileitum í Lundúnum, svo sem Tower Bridge og St. Paul’s dómkirkjunni. Undir myndunum heyrist rödd segja að samtökin séu reiðubúin að gera árás „hvar sem er, hvenær sem er.“ Daily Mail birti brot úr myndbandinu á vef sínum í kvöld. Þar má sjá Samy Amimour hóta vantrúuðum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira