Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2016 20:28 Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson og Sjálfstæðisflokkurinn fá að finna fyrir því í pistli Kára. vísir/vilhelm „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” Þetta segir Kári Stefánsson í pistli á Facebook-síðu sinni en þar svara hann gagnrýni þingmannanna Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar á hugmyndir hans um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Kári ýtti undirskriftarsöfnun úr vör á föstudag og hafa um 36 þúsund manns nú skrifað undir. Brynjar sagði á föstudag að hugmyndir Kára myndu án efa fela í sér skattahækkanir – „ þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi,” sagði Brynjar á vefsvæði sínu. Jón Gunnarson tók í sama streng og vildi vita hvar Kári hefði í hyggju að skera niður á móti í ríkisútgjöldum til að fjármagna hugmyndir sínar. Sjá einnig: Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta „Svar við þessu er einfalt. Heilbrigðiskerfið er það tæki sem við notum til þess að hlúa að meiddum og sjúkum í okkar samfélagi. Við hljótum að gera þá kröfu til heilbrigðiskerfisins að það leyfi okkar að gera þetta eins vel og tíðkast í löndunum í kringum okkur. Ef við heykjumst á því að fjármagna kerfið að því marki að það geti þetta erum við að fallast á að lasnir og meiddir á Íslandi þjáist meira og deyi frekar eða fyrr en þeir myndu gera í löndunum í kringum okkur,“ segir Kári í pistil sínum.Kári Stefánsson safnar undirskriftum.vísir/GvaHann segir það ekki í samræmi við þær hugmyndir sem Íslendingar hafi um sig að fórna fólki fyrir brauð. „Þar af leiðandi legg ég til að við byrjum á því að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að geti sinnt skyldum sínum á borð við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur áður en við förum að skipta kökunni milli annarra málaflokka.“ Kári segir að þrátt fyrir gagnrýnina séu þingmennirnir tveir góðir og hjartahlýir menn – „og þess vegna skrifa ég þessa vitleysu þeirra á hvatvísi og hættulega tryggð við formann flokks þeirra sem þarf einmitt á því að halda að einhver segi honum til vamms í stað þess að etja honum á það exelskjala forað sem hann virðist svo elskur að,” segir Kári sem lýkur pistlinum á orðunum: „Við skulum vona að með þessu hafi þingmennirnir tveir ekki valdið flokki sínum of miklu tjóni vegna þess að það vill nefnilega svo til að velferðarkerfið sem okkur er svo annt um varð til á vakt þessa flokks sem hefur svo oft verið boðberi þeirrar félagshyggju sem honum finnst hann eigi að vera á móti.“Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt mig fyrir að standa fyrir undirskriftarsöfnun til stuðinings þeirri kr...Posted by Kari Stefansson on Sunday, 24 January 2016 Tengdar fréttir Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 24. janúar 2016 20:00 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” Þetta segir Kári Stefánsson í pistli á Facebook-síðu sinni en þar svara hann gagnrýni þingmannanna Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar á hugmyndir hans um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Kári ýtti undirskriftarsöfnun úr vör á föstudag og hafa um 36 þúsund manns nú skrifað undir. Brynjar sagði á föstudag að hugmyndir Kára myndu án efa fela í sér skattahækkanir – „ þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi,” sagði Brynjar á vefsvæði sínu. Jón Gunnarson tók í sama streng og vildi vita hvar Kári hefði í hyggju að skera niður á móti í ríkisútgjöldum til að fjármagna hugmyndir sínar. Sjá einnig: Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta „Svar við þessu er einfalt. Heilbrigðiskerfið er það tæki sem við notum til þess að hlúa að meiddum og sjúkum í okkar samfélagi. Við hljótum að gera þá kröfu til heilbrigðiskerfisins að það leyfi okkar að gera þetta eins vel og tíðkast í löndunum í kringum okkur. Ef við heykjumst á því að fjármagna kerfið að því marki að það geti þetta erum við að fallast á að lasnir og meiddir á Íslandi þjáist meira og deyi frekar eða fyrr en þeir myndu gera í löndunum í kringum okkur,“ segir Kári í pistil sínum.Kári Stefánsson safnar undirskriftum.vísir/GvaHann segir það ekki í samræmi við þær hugmyndir sem Íslendingar hafi um sig að fórna fólki fyrir brauð. „Þar af leiðandi legg ég til að við byrjum á því að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að geti sinnt skyldum sínum á borð við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur áður en við förum að skipta kökunni milli annarra málaflokka.“ Kári segir að þrátt fyrir gagnrýnina séu þingmennirnir tveir góðir og hjartahlýir menn – „og þess vegna skrifa ég þessa vitleysu þeirra á hvatvísi og hættulega tryggð við formann flokks þeirra sem þarf einmitt á því að halda að einhver segi honum til vamms í stað þess að etja honum á það exelskjala forað sem hann virðist svo elskur að,” segir Kári sem lýkur pistlinum á orðunum: „Við skulum vona að með þessu hafi þingmennirnir tveir ekki valdið flokki sínum of miklu tjóni vegna þess að það vill nefnilega svo til að velferðarkerfið sem okkur er svo annt um varð til á vakt þessa flokks sem hefur svo oft verið boðberi þeirrar félagshyggju sem honum finnst hann eigi að vera á móti.“Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt mig fyrir að standa fyrir undirskriftarsöfnun til stuðinings þeirri kr...Posted by Kari Stefansson on Sunday, 24 January 2016
Tengdar fréttir Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 24. janúar 2016 20:00 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 24. janúar 2016 20:00
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47