Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2016 14:43 Illugi afhenti Kristínu Völundardóttir, forstjóra Útlendingastofnunar, tíu þúsund undirskriftir þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli á Íslandi. vísir/gva Illugi Jökulsson rithöfundur segist afar ánægður fyrir hönd Telati-fjölskyldunnar sem í dag fékk dvalarleyfi hér á landi. Hann segir þessar fregnir sýna fram á mikilvægi þess að samfélagið standi vörð um fólkið sem hingað komi. Illugi safnaði í október tíu þúsund undirskriftum þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli á Íslandi. „Ég vona bara að þeim farnist sem best. Ég er afskaplega glaður fyrir þeirra hönd og vona að þetta verði þeim til gæfu,“ segir hann í samtali við Vísi.Sjá einnig: Telati-fjölskyldan fékk dvalarleyfi Telati-fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú hefðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Fór svo að börnin fengu öll inni í skóla í Laugarneshverfinu. Fjölskyldan fékk í október synjun um hæli hér á landi. Illugi hóf í kjölfarið undirskriftasöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Á tæpum þremur sólarhringum söfnuðust tíu þúsund undirskriftir sem afhentar voru Útlendingastofnun 20. október síðastliðinn. Fjölskylduna þekkir hann þó ekki – og hefur aldrei hitt. „Mér bara blöskraði þegar ég sá fréttir af þessu því ég gat ekki séð af hverju það ætti að vísa þessu fólki úr landi. Þetta var bara enn eitt dæmið um undarlega stjórnsýslu Útlendingastofnunar þannig að ég startaði þessari undirskriftasöfnun og fékk fádæma góðar undirtektir,“ segir Illugi. Aldrei hefði hann órað fyrir því að söfnunin tæki svo skamman tíma. „Ég hætti bara eftir þrjá sólarhringa því mér fannst komið nót. Þannig að mér sýnist að það sé full ástæða til að halda vöku sinni, því nú á að vísa annarri fjölskyldu úr landi. Ég sé enga ástæðu til að vísa almennilegu fólki sem hér vill setjast að. Það á ekki að vísa því burt heldur taka þeim sem hingað koma opnum örmum,“ segir hann og vísar þannig í Dega-fjölskylduna sem DV hefur fjallað um. Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51 Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. 22. október 2015 22:44 Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“ "Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“ sagði Laura Telati, albanskur táningur í Laugalækjarskóla, sem vísa á úr landi. 23. október 2015 12:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Illugi Jökulsson rithöfundur segist afar ánægður fyrir hönd Telati-fjölskyldunnar sem í dag fékk dvalarleyfi hér á landi. Hann segir þessar fregnir sýna fram á mikilvægi þess að samfélagið standi vörð um fólkið sem hingað komi. Illugi safnaði í október tíu þúsund undirskriftum þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli á Íslandi. „Ég vona bara að þeim farnist sem best. Ég er afskaplega glaður fyrir þeirra hönd og vona að þetta verði þeim til gæfu,“ segir hann í samtali við Vísi.Sjá einnig: Telati-fjölskyldan fékk dvalarleyfi Telati-fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú hefðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Fór svo að börnin fengu öll inni í skóla í Laugarneshverfinu. Fjölskyldan fékk í október synjun um hæli hér á landi. Illugi hóf í kjölfarið undirskriftasöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Á tæpum þremur sólarhringum söfnuðust tíu þúsund undirskriftir sem afhentar voru Útlendingastofnun 20. október síðastliðinn. Fjölskylduna þekkir hann þó ekki – og hefur aldrei hitt. „Mér bara blöskraði þegar ég sá fréttir af þessu því ég gat ekki séð af hverju það ætti að vísa þessu fólki úr landi. Þetta var bara enn eitt dæmið um undarlega stjórnsýslu Útlendingastofnunar þannig að ég startaði þessari undirskriftasöfnun og fékk fádæma góðar undirtektir,“ segir Illugi. Aldrei hefði hann órað fyrir því að söfnunin tæki svo skamman tíma. „Ég hætti bara eftir þrjá sólarhringa því mér fannst komið nót. Þannig að mér sýnist að það sé full ástæða til að halda vöku sinni, því nú á að vísa annarri fjölskyldu úr landi. Ég sé enga ástæðu til að vísa almennilegu fólki sem hér vill setjast að. Það á ekki að vísa því burt heldur taka þeim sem hingað koma opnum örmum,“ segir hann og vísar þannig í Dega-fjölskylduna sem DV hefur fjallað um.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51 Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. 22. október 2015 22:44 Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“ "Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“ sagði Laura Telati, albanskur táningur í Laugalækjarskóla, sem vísa á úr landi. 23. október 2015 12:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
„Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00
Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51
Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. 22. október 2015 22:44
Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“ "Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“ sagði Laura Telati, albanskur táningur í Laugalækjarskóla, sem vísa á úr landi. 23. október 2015 12:00
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31