Erlent

Kallar eftir auknum stuðningi við flóttafólk

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkin vildu að fjárveiting ríkja til málefna flóttamanna yrði aukin verulega. Þá vilja þeir að minnst tíu ný ríki stígi fram og samþykki að taka við flóttafólki og að þau ríki sem ætla sér að taka á móti flóttafólki tvöfaldi þann fjölda sem til stendur að taka á móti.

John Kerry ræddi við blaðamenn eftir fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Sviss í dag. Þar sagði hann að Bandaríkin myndu hvetja önnur ríki til að auka fjárlög sín til málefna flóttamanna um 30 prósent.

Þessi áætlun verður helsta atriðið í tillögum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, á sérstökum fundi hjá Sameinuðu þjóðunum, sem Obama ætlar að halda í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×