Menning

Sigldu konur með pöpum til Íslands?

Kristján Már Unnarsson skrifar
Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. Fornsögurnar segja að kristnir menn, sem Norðmenn kölluðu papa, hafi verið á Íslandi þegar víkingarnir komu en þeir hafi horfið á braut. Ari fróði segir í Íslendingabók að þeir hafi ekki viljað vera með heiðnum mönnum en skildu eftir „bækr írskar ok bjöllur ok bagla“.

Tekist er á um það meðal fræði- og vísindamanna hvort fyrsta sönnunin sé nú fengin fyrir veru papa á Íslandi, - sem er nýleg aldursgreining hellis undir Eyjafjöllum.

Írskur munkur, Dicuilus, segir frá því í riti frá árinu 825 að hann hafi hitt munka sem búið höfðu á eyjunni Thule í norðurhöfum.Teikning/Jakob Jóhannsson.
Írskir munkar máttu giftast, þvert á það sem tíðkaðist í kaþólsku kirkjunni, og því hafa spurningar vaknað um hvort konur hafi verið með í för. Þá vilja sumir túlka papasögnina með þeim hætti að kristnar fjölskyldur hafi verið búnar að nema land fyrir tíð norrænna manna.   

Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2 á mánudagskvöld, 25. janúar. Þar verða skoðaðir manngerðir hellar, sem sumir vilja rekja til papa, og svæði heimsótt, á Suður- og Suðausturlandi, sem sögð eru hafa verið byggð pöpum til forna. Hér að ofan má sjá kynningarstiklu um papaþáttinn.

Írskir munkar máttu giftast, ólíkt reglum kaþólsku kirkjunnar. Voru konur með í för til Íslands?Teikning/Jakon Jóhannsson.

Tengdar fréttir

Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn?

Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.