Sigldu konur með pöpum til Íslands? Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2016 13:30 Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. Fornsögurnar segja að kristnir menn, sem Norðmenn kölluðu papa, hafi verið á Íslandi þegar víkingarnir komu en þeir hafi horfið á braut. Ari fróði segir í Íslendingabók að þeir hafi ekki viljað vera með heiðnum mönnum en skildu eftir „bækr írskar ok bjöllur ok bagla“. Tekist er á um það meðal fræði- og vísindamanna hvort fyrsta sönnunin sé nú fengin fyrir veru papa á Íslandi, - sem er nýleg aldursgreining hellis undir Eyjafjöllum.Írskur munkur, Dicuilus, segir frá því í riti frá árinu 825 að hann hafi hitt munka sem búið höfðu á eyjunni Thule í norðurhöfum.Teikning/Jakob Jóhannsson.Írskir munkar máttu giftast, þvert á það sem tíðkaðist í kaþólsku kirkjunni, og því hafa spurningar vaknað um hvort konur hafi verið með í för. Þá vilja sumir túlka papasögnina með þeim hætti að kristnar fjölskyldur hafi verið búnar að nema land fyrir tíð norrænna manna. Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2 á mánudagskvöld, 25. janúar. Þar verða skoðaðir manngerðir hellar, sem sumir vilja rekja til papa, og svæði heimsótt, á Suður- og Suðausturlandi, sem sögð eru hafa verið byggð pöpum til forna. Hér að ofan má sjá kynningarstiklu um papaþáttinn.Írskir munkar máttu giftast, ólíkt reglum kaþólsku kirkjunnar. Voru konur með í för til Íslands?Teikning/Jakon Jóhannsson. Menning Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. Fornsögurnar segja að kristnir menn, sem Norðmenn kölluðu papa, hafi verið á Íslandi þegar víkingarnir komu en þeir hafi horfið á braut. Ari fróði segir í Íslendingabók að þeir hafi ekki viljað vera með heiðnum mönnum en skildu eftir „bækr írskar ok bjöllur ok bagla“. Tekist er á um það meðal fræði- og vísindamanna hvort fyrsta sönnunin sé nú fengin fyrir veru papa á Íslandi, - sem er nýleg aldursgreining hellis undir Eyjafjöllum.Írskur munkur, Dicuilus, segir frá því í riti frá árinu 825 að hann hafi hitt munka sem búið höfðu á eyjunni Thule í norðurhöfum.Teikning/Jakob Jóhannsson.Írskir munkar máttu giftast, þvert á það sem tíðkaðist í kaþólsku kirkjunni, og því hafa spurningar vaknað um hvort konur hafi verið með í för. Þá vilja sumir túlka papasögnina með þeim hætti að kristnar fjölskyldur hafi verið búnar að nema land fyrir tíð norrænna manna. Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2 á mánudagskvöld, 25. janúar. Þar verða skoðaðir manngerðir hellar, sem sumir vilja rekja til papa, og svæði heimsótt, á Suður- og Suðausturlandi, sem sögð eru hafa verið byggð pöpum til forna. Hér að ofan má sjá kynningarstiklu um papaþáttinn.Írskir munkar máttu giftast, ólíkt reglum kaþólsku kirkjunnar. Voru konur með í för til Íslands?Teikning/Jakon Jóhannsson.
Menning Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30