Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2016 09:47 Vísir/Vilhelm Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann á Alþingi og í fréttum RÚV í gærkvöldi. Árni Páll gagnrýndi bankann meðal annars fyrir að hafa ekki séð verðmætin sem fólust í sölu Borgunar og krafðist rannsóknar á sölunni. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í tilkynningu að þegar samið hafi verið um söluna á Borgun árið 2014 hafi Landsbankinn fengið upplýsingar um áætlanir Borgunar, þess efnis að fyrirtækið hyggðist auka umsvif sín á erlendum mörkuðum. Bankinn hafi metið það sem svo að viðskiptin væru áhættusöm og byggði mat sitt meðal annars á erfiðleikum við útrás íslenskra kortafyrirtækja fyrir nokkrum árum. „Frá því Landsbankinn var endurreistur haustið 2008 hefur bankinn markvisst reynt að takmarka áhættu í rekstri sínum. Það hefur m.a. verið gert með sölu hlutabréfa í fyrirtækjum í óskyldum rekstri, þ.á m. í Borgun. Helsta ástæðan fyrir sölunni á Borgun og Valitor á árinu 2014 var þó þrýstingur frá samkeppnisyfirvöldum,“ segir Rúnar. Landsbankinn hafi verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki sett svipaða fyrirvara inn í samninginn við Borgun, varðandi mögulegar greiðslur í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe, og gert var í samningnum vegna sölu á Valitor. Hann segir skýringuna í stuttu máli að þegar Landsbankinn hafi samið við Borgun hafi fyrirtækið nánast eingöngu gefið út Mastercard-kort, en ekki Visa-kort. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem bankinn hefur er sú greiðsla sem Borgun á von á, vegna Visa Europe, að mestu leyti vegna umsvifa Borgunar erlendis eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu.“ Þá segir jafnframt að ólíkt viðskiptasamband Landsbankans við Valitor annars vegar og Borgun hins vegar hafi gert það að verkum að ekki hafi verið talinn grundvöllur til samninga um viðbótargreiðslu kaupverðs í tengslum við sölu Landsbankans á hlutabréfum í Borgun, enda hafi engin Visa-viðskipti verið á milli þessara félaga. Varðandi ávinning vegna eigin Visa-kortaviðskipta Landsbankans í tengslum við kaup Visa Inc. á Visa Europe, þá séu hagsmunir bankans tryggðir í gegnum sölu Landsbankans á hlutum í Valitor til Arion banka. Borgunarmálið Tengdar fréttir Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann á Alþingi og í fréttum RÚV í gærkvöldi. Árni Páll gagnrýndi bankann meðal annars fyrir að hafa ekki séð verðmætin sem fólust í sölu Borgunar og krafðist rannsóknar á sölunni. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í tilkynningu að þegar samið hafi verið um söluna á Borgun árið 2014 hafi Landsbankinn fengið upplýsingar um áætlanir Borgunar, þess efnis að fyrirtækið hyggðist auka umsvif sín á erlendum mörkuðum. Bankinn hafi metið það sem svo að viðskiptin væru áhættusöm og byggði mat sitt meðal annars á erfiðleikum við útrás íslenskra kortafyrirtækja fyrir nokkrum árum. „Frá því Landsbankinn var endurreistur haustið 2008 hefur bankinn markvisst reynt að takmarka áhættu í rekstri sínum. Það hefur m.a. verið gert með sölu hlutabréfa í fyrirtækjum í óskyldum rekstri, þ.á m. í Borgun. Helsta ástæðan fyrir sölunni á Borgun og Valitor á árinu 2014 var þó þrýstingur frá samkeppnisyfirvöldum,“ segir Rúnar. Landsbankinn hafi verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki sett svipaða fyrirvara inn í samninginn við Borgun, varðandi mögulegar greiðslur í tengslum við yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe, og gert var í samningnum vegna sölu á Valitor. Hann segir skýringuna í stuttu máli að þegar Landsbankinn hafi samið við Borgun hafi fyrirtækið nánast eingöngu gefið út Mastercard-kort, en ekki Visa-kort. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem bankinn hefur er sú greiðsla sem Borgun á von á, vegna Visa Europe, að mestu leyti vegna umsvifa Borgunar erlendis eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu.“ Þá segir jafnframt að ólíkt viðskiptasamband Landsbankans við Valitor annars vegar og Borgun hins vegar hafi gert það að verkum að ekki hafi verið talinn grundvöllur til samninga um viðbótargreiðslu kaupverðs í tengslum við sölu Landsbankans á hlutabréfum í Borgun, enda hafi engin Visa-viðskipti verið á milli þessara félaga. Varðandi ávinning vegna eigin Visa-kortaviðskipta Landsbankans í tengslum við kaup Visa Inc. á Visa Europe, þá séu hagsmunir bankans tryggðir í gegnum sölu Landsbankans á hlutum í Valitor til Arion banka.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00