Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. janúar 2016 17:51 Dagur Sigurðsson fagnar með sínum mönnum í dag. vísir/epa Þýskaland og Rússland gerðu íslenska landsliðinu mikinn greiða í dag þegar þau unnu lokaleiki sína í riðlakeppni EM 2016 í handbolta. Þýskaland vann Slóveníu, 25-21, og Rússar unnu Svartfellinga, 28-21, en þessi úrslit þýða að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður til umspils um sæti á HM 2017 í Frakklandi. Ísland þurfti að hafna í 13. sæti mótsins til að komast í efri styrkleikaflokkinn og var ljóst fyrir daginn í dag að Serbía myndi ekki komast upp yfir Ísland. Slóvenía gat með jafntefli eða sigri komist upp fyrir íslenska liðið og auðvitað í millirðilinn, en Svartfjallaland þurfti sigur gegn Rússlandi þar sem það var stigalaust. Eins og áður í mótinu byrjaði þýska liðið ekki vel og var þremur mörkum undir, 5-2, eftir tíu mínútur. Lærisveinar Dag Sigurðssonar hafa þó sýnt að þeir gefast ekki upp. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð, komust í 6-2, og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10. Munurinn varð aldrei minni en tvö mörk í seinni hálfleik, en þýska liðið spilaði flottan varnarleik og náði alltaf að halda sterku liði Slóvena frá sér. Þýskaland fer upp í milliriðil tvö með tvö stig eftir sigur á Svíþjóð og tap gegn Spánverjum, en Svíar og Spánverjar mætast í lokaleik riðilsins í kvöld. Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Svartfellinga að velli, en staðan eftir þrettán mínútna leik var 8-3 fyrir rússneska liðinu. Rússar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og þrátt fyrir að Svartfjallaland skipti um markvörð í hálfleik og fékk aðeins tvö mörk á sig fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks gekk liðinu ekkert að minnka muninn að viti. Smám saman dró af Svartfjallalandi og gekk Rússland á lagið. Rússar náðu mest ellefu marka forskoti, 26-15, en gáfu eftir undir lokin og unnu sjö marka sigur, 28-21. Rússar fara með tvö stig í milliriðil tvö eftir sigur á Ungverjum en tap fyrir Dönum. Ungverjaland og Danmörk mætast í kvöld.Drátturinn fyrir umspil UM 2017:Efri styrkleikaflokkur: Níu lið sem bestum árangri ná á EM í Póllandi fyrir utan heimsmeistara Frakklands og þrjú efstu liðin (fyrir utan Frakkland) sem komast beint á HM 2017.Neðri styrkleikaflokkur: Serbía, Rússland, Slóvenía, Austurríki, Bosnía, Tékkland, Lettland, Holland og Portúgal. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Sjá meira
Þýskaland og Rússland gerðu íslenska landsliðinu mikinn greiða í dag þegar þau unnu lokaleiki sína í riðlakeppni EM 2016 í handbolta. Þýskaland vann Slóveníu, 25-21, og Rússar unnu Svartfellinga, 28-21, en þessi úrslit þýða að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður til umspils um sæti á HM 2017 í Frakklandi. Ísland þurfti að hafna í 13. sæti mótsins til að komast í efri styrkleikaflokkinn og var ljóst fyrir daginn í dag að Serbía myndi ekki komast upp yfir Ísland. Slóvenía gat með jafntefli eða sigri komist upp fyrir íslenska liðið og auðvitað í millirðilinn, en Svartfjallaland þurfti sigur gegn Rússlandi þar sem það var stigalaust. Eins og áður í mótinu byrjaði þýska liðið ekki vel og var þremur mörkum undir, 5-2, eftir tíu mínútur. Lærisveinar Dag Sigurðssonar hafa þó sýnt að þeir gefast ekki upp. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð, komust í 6-2, og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10. Munurinn varð aldrei minni en tvö mörk í seinni hálfleik, en þýska liðið spilaði flottan varnarleik og náði alltaf að halda sterku liði Slóvena frá sér. Þýskaland fer upp í milliriðil tvö með tvö stig eftir sigur á Svíþjóð og tap gegn Spánverjum, en Svíar og Spánverjar mætast í lokaleik riðilsins í kvöld. Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Svartfellinga að velli, en staðan eftir þrettán mínútna leik var 8-3 fyrir rússneska liðinu. Rússar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og þrátt fyrir að Svartfjallaland skipti um markvörð í hálfleik og fékk aðeins tvö mörk á sig fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks gekk liðinu ekkert að minnka muninn að viti. Smám saman dró af Svartfjallalandi og gekk Rússland á lagið. Rússar náðu mest ellefu marka forskoti, 26-15, en gáfu eftir undir lokin og unnu sjö marka sigur, 28-21. Rússar fara með tvö stig í milliriðil tvö eftir sigur á Ungverjum en tap fyrir Dönum. Ungverjaland og Danmörk mætast í kvöld.Drátturinn fyrir umspil UM 2017:Efri styrkleikaflokkur: Níu lið sem bestum árangri ná á EM í Póllandi fyrir utan heimsmeistara Frakklands og þrjú efstu liðin (fyrir utan Frakkland) sem komast beint á HM 2017.Neðri styrkleikaflokkur: Serbía, Rússland, Slóvenía, Austurríki, Bosnía, Tékkland, Lettland, Holland og Portúgal.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Sjá meira
Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00
Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00
Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45