ESB hyggst gera gagngerar breytingar á Dyflinnarreglugerðinni Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2016 10:05 Straumur flóttafólks til Evrópu var gríðarlegur á síðasta ári. Vísir/AFP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun að öllum líkindum leggja til í mars að gagngerar breytingar verði gerðar á Dyflinnarreglugerðinni svokölluðu. Að sögn Financial Times verður reglan um að flóttamaður beri að sækja um hæli í því Schengen-ríki sem hann kemur fyrst til felld úr gildi. Í frétt FT kemur fram að líklegt þyki að tillaga um breytingar á Dyflinnarreglugerðinni verði lögð fram í mars og sé búist við miklum mótbárum frá fjölda aðildarríkja. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs sambandsins, sagði í gær að aðildarríki ESB hefðu tvo mánuði til að ná almennilegri stjórn á flóttamannavandanum. Sagði hann Schengen-samstarfið í hættu. Erfiðlega gekk að framfylgja ákvæðum reglugerðarinnar á síðasta ári, auk þess að Þjóðverjar hættu að beita henni í ákveðnum tilviku. Auk þess hafa langflestir flóttamenn komið til álfunnar um Ítalíu og Grikkland og er áætlað að um 850 þúsund manns hafi komið til Grikklands og 200 þúsund til Ítalíu á síðasta ári. Reglugerðin var á sínum tíma ekki hönnuð með slíkan fjölda hælisleitenda í huga. Dyflinnarreglugerðin felur í sér viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða Schengen-ríki beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar sem einstaklingur leggur fram í einu aðildarríkja Schengen-svæðisins. Er því ætlað að koma í veg fyrir að ríkisborgari þriðja ríkis ferðist á milli Schengen-landanna og sæki um hæli í hverju ríki. Samkvæmt reglugerðinni á aðili að sækja um hæli í því landi á svæðinu, sem hann kemur fyrst til. Nánar má lesa um reglugerðina á Evrópuvefnum. Tengdar fréttir Tusk: ESB verður að ná stjórn á flóttamannavandanum innan tveggja mánaða Forseti leiðtogaráðs ESB segir Schengen-samstarfið undir. 19. janúar 2016 16:16 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun að öllum líkindum leggja til í mars að gagngerar breytingar verði gerðar á Dyflinnarreglugerðinni svokölluðu. Að sögn Financial Times verður reglan um að flóttamaður beri að sækja um hæli í því Schengen-ríki sem hann kemur fyrst til felld úr gildi. Í frétt FT kemur fram að líklegt þyki að tillaga um breytingar á Dyflinnarreglugerðinni verði lögð fram í mars og sé búist við miklum mótbárum frá fjölda aðildarríkja. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs sambandsins, sagði í gær að aðildarríki ESB hefðu tvo mánuði til að ná almennilegri stjórn á flóttamannavandanum. Sagði hann Schengen-samstarfið í hættu. Erfiðlega gekk að framfylgja ákvæðum reglugerðarinnar á síðasta ári, auk þess að Þjóðverjar hættu að beita henni í ákveðnum tilviku. Auk þess hafa langflestir flóttamenn komið til álfunnar um Ítalíu og Grikkland og er áætlað að um 850 þúsund manns hafi komið til Grikklands og 200 þúsund til Ítalíu á síðasta ári. Reglugerðin var á sínum tíma ekki hönnuð með slíkan fjölda hælisleitenda í huga. Dyflinnarreglugerðin felur í sér viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða Schengen-ríki beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar sem einstaklingur leggur fram í einu aðildarríkja Schengen-svæðisins. Er því ætlað að koma í veg fyrir að ríkisborgari þriðja ríkis ferðist á milli Schengen-landanna og sæki um hæli í hverju ríki. Samkvæmt reglugerðinni á aðili að sækja um hæli í því landi á svæðinu, sem hann kemur fyrst til. Nánar má lesa um reglugerðina á Evrópuvefnum.
Tengdar fréttir Tusk: ESB verður að ná stjórn á flóttamannavandanum innan tveggja mánaða Forseti leiðtogaráðs ESB segir Schengen-samstarfið undir. 19. janúar 2016 16:16 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Tusk: ESB verður að ná stjórn á flóttamannavandanum innan tveggja mánaða Forseti leiðtogaráðs ESB segir Schengen-samstarfið undir. 19. janúar 2016 16:16