Allir taka undir í lokin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2016 10:45 „Stjórnunin hefur verið krefjandi verkefni en skemmtilegt,“ segir Hjörleifur Örn. Mynd/Ágústa Ólafsdóttir „Á þessum tónleikum koma fram fyrrverandi og núverandi nemendur og kennarar skólans úr nærumhverfinu. Þetta verður heilmikið húllumhæ,“ segir Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, um hátíðartónleika í Hömrum í kvöld. Þeir eru fyrsti stórviðburðurinn í tilefni 70 ára afmælis skólans. „Meðal þess sem flutt verður er nýtt afmælislag sem við fengum að gjöf frá tveimur eðalmönnum, þeim Daníel Þorsteinssyni og Hjörleifi Hjartarsyni. Söngkennararnir ætla að frumflytja það og kenna fólki það á staðnum svo það geti tekið undir í lokin,“ lýsir Hjörleifur Örn. „Við ætlum svo að bjóða upp á léttar veitingar eftir tónleikana svo þetta verður hugguleg kvöldstund.“ Á döfinni eru heimsóknir nemenda og kennara skólans í alla leik-, grunn- og framhaldsskóla Akureyrar, að sögn Hjörleifs Arnar. „Það er afmælisgjöf okkar til skóla bæjarins,“ segir hann og nefnir næsta afmælisviðburð sem verður á degi tónlistarskólanna, 15. febrúar. Um er að ræða stórtónleika með hljómsveitinni 200.000 naglbítum í Hamraborg þar sem allir nemendur skólans, um 400 talsins, koma fram og leika útsetningar Daníels Þorsteinssonar með Villa og félögum. Þriðji stórviðburðurinn er fyrirhugaður með Sinfóníuhljómsveit Íslands í lok árs. Tvennt annað er verið að gera í tilefni afmælisins, að sögn Hjörleifs Arnar; endurgera vefsíðuna og grúska í sögu skólans. „Við erum í samstarfi við Jón Hlöðver Áskelsson sem var skólastjóri hér og þekkir söguna út og inn og erum að móta hugmyndir um að setja saman margmiðlunarsýningu, hún er á vinnslustigi.“ Hjörleifur Arnar tók við embætti skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar rétt fyrir hrun 2008. „Ég flutti hingað heim frá Berlín beint í niðurskurðinn,“ segir hann. „Stjórnunin hefur verið krefjandi verkefni en á sama tíma skemmtilegt.“ Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Á þessum tónleikum koma fram fyrrverandi og núverandi nemendur og kennarar skólans úr nærumhverfinu. Þetta verður heilmikið húllumhæ,“ segir Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, um hátíðartónleika í Hömrum í kvöld. Þeir eru fyrsti stórviðburðurinn í tilefni 70 ára afmælis skólans. „Meðal þess sem flutt verður er nýtt afmælislag sem við fengum að gjöf frá tveimur eðalmönnum, þeim Daníel Þorsteinssyni og Hjörleifi Hjartarsyni. Söngkennararnir ætla að frumflytja það og kenna fólki það á staðnum svo það geti tekið undir í lokin,“ lýsir Hjörleifur Örn. „Við ætlum svo að bjóða upp á léttar veitingar eftir tónleikana svo þetta verður hugguleg kvöldstund.“ Á döfinni eru heimsóknir nemenda og kennara skólans í alla leik-, grunn- og framhaldsskóla Akureyrar, að sögn Hjörleifs Arnar. „Það er afmælisgjöf okkar til skóla bæjarins,“ segir hann og nefnir næsta afmælisviðburð sem verður á degi tónlistarskólanna, 15. febrúar. Um er að ræða stórtónleika með hljómsveitinni 200.000 naglbítum í Hamraborg þar sem allir nemendur skólans, um 400 talsins, koma fram og leika útsetningar Daníels Þorsteinssonar með Villa og félögum. Þriðji stórviðburðurinn er fyrirhugaður með Sinfóníuhljómsveit Íslands í lok árs. Tvennt annað er verið að gera í tilefni afmælisins, að sögn Hjörleifs Arnar; endurgera vefsíðuna og grúska í sögu skólans. „Við erum í samstarfi við Jón Hlöðver Áskelsson sem var skólastjóri hér og þekkir söguna út og inn og erum að móta hugmyndir um að setja saman margmiðlunarsýningu, hún er á vinnslustigi.“ Hjörleifur Arnar tók við embætti skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar rétt fyrir hrun 2008. „Ég flutti hingað heim frá Berlín beint í niðurskurðinn,“ segir hann. „Stjórnunin hefur verið krefjandi verkefni en á sama tíma skemmtilegt.“
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp