Játningar nefndarmanns Silja Aðalsteinsdóttir skrifar 20. janúar 2016 07:00 Ég játa: Ég sat einu sinni í úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda. Þar sat ég við annan óbreyttan nefndarmann undir forustu vammlausrar fræðikonu. Ekkert okkar var starfandi rithöfundur en öll höfðum við skrifað eitt og annað. Fjölmargar umsóknir bárust, við skiptum þeim á milli okkar og lásum þær vandlega heima, hittumst svo á löngum fundum og bárum saman skoðanir okkar. Oft vorum við ósammála en þá réð meirihlutinn niðurstöðu. Þetta var skemmtilegt verk að vinna, mér fannst gaman að lesa misjafnlega nákvæmar lýsingar á verkum í vinnslu, gaman að sjá hvað margir umsækjendur voru frjóir og gátu gefið góð og fjölbreytt rök fyrir umsókn sinni. Þetta var mikil vinna og ekki launað fyrir heimavinnuna en eitthvað fengum við fyrir fundasetuna. Ég leit svo á að þetta væri samfélagsleg skylda mín og ætlaðist ekki til launa á lögfræðingataxta fyrir vikið. Gamanið fór af þegar úthlutunin var gerð opinber. Að venju varð uppi fótur og fit. Vinnan sem við höfðum innt af hendi af ýtrustu samviskusemi var nú dregin sundur og saman í háði í blöðum auk þess sem fólk hringdi og skrifaði ekki mjög elskuleg bréf. Ég er svo mikill aumingi að ég gafst upp við þetta og neitaði að sitja þau tvö ár í viðbót í nefndinni sem ég hafði skuldbundið mig til. Þó veit ég vel hvað þetta starf er mikilvægt. Hvað það er mikilvægt að hafa samfellu í launagreiðslum til starfandi rithöfunda og hvað það er mikilvægt að fylgjast nákvæmlega með sprotunum og hlúa að þeim. Þó að nefndarmönnum skjátlist stundum þá er einmitt skipt reglulega um þá svo að nýjar skoðanir komist að. Ég er líka komin á þá skoðun núna að maður eigi ekki að taka nöldrið alvarlega – hlusta á það, vissulega, en ekki taka það of nærri sér. Átta sig á því að þessar raddir eru fáar hlutfallslega. Langflestir Íslendingar eru stoltir af rithöfundunum sínum, sigrum þeirra innanlands sem utan og vilja að þeir geti lifað á list sinni. Frjósemi í listrænu starfi á landinu er með ólíkindum og það er meðal annars að þakka þessari peningalús sem við verjum til þess á hverju ári. Þetta eru heilræði mín til þess fólks sem nú situr undir þrálátum ásökunum um að hafa farið illa með það fé sem því var falið að úthluta til rithöfunda landsins. Enginn getur unnið slíkt verk svo að öllum líki. Nöldrið gengur yfir en eitthvað af þeim listaverkum sem verða sköpuð á framfæri starfslauna á eftir að lifa miklu lengur og veita lesendum yndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ég játa: Ég sat einu sinni í úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda. Þar sat ég við annan óbreyttan nefndarmann undir forustu vammlausrar fræðikonu. Ekkert okkar var starfandi rithöfundur en öll höfðum við skrifað eitt og annað. Fjölmargar umsóknir bárust, við skiptum þeim á milli okkar og lásum þær vandlega heima, hittumst svo á löngum fundum og bárum saman skoðanir okkar. Oft vorum við ósammála en þá réð meirihlutinn niðurstöðu. Þetta var skemmtilegt verk að vinna, mér fannst gaman að lesa misjafnlega nákvæmar lýsingar á verkum í vinnslu, gaman að sjá hvað margir umsækjendur voru frjóir og gátu gefið góð og fjölbreytt rök fyrir umsókn sinni. Þetta var mikil vinna og ekki launað fyrir heimavinnuna en eitthvað fengum við fyrir fundasetuna. Ég leit svo á að þetta væri samfélagsleg skylda mín og ætlaðist ekki til launa á lögfræðingataxta fyrir vikið. Gamanið fór af þegar úthlutunin var gerð opinber. Að venju varð uppi fótur og fit. Vinnan sem við höfðum innt af hendi af ýtrustu samviskusemi var nú dregin sundur og saman í háði í blöðum auk þess sem fólk hringdi og skrifaði ekki mjög elskuleg bréf. Ég er svo mikill aumingi að ég gafst upp við þetta og neitaði að sitja þau tvö ár í viðbót í nefndinni sem ég hafði skuldbundið mig til. Þó veit ég vel hvað þetta starf er mikilvægt. Hvað það er mikilvægt að hafa samfellu í launagreiðslum til starfandi rithöfunda og hvað það er mikilvægt að fylgjast nákvæmlega með sprotunum og hlúa að þeim. Þó að nefndarmönnum skjátlist stundum þá er einmitt skipt reglulega um þá svo að nýjar skoðanir komist að. Ég er líka komin á þá skoðun núna að maður eigi ekki að taka nöldrið alvarlega – hlusta á það, vissulega, en ekki taka það of nærri sér. Átta sig á því að þessar raddir eru fáar hlutfallslega. Langflestir Íslendingar eru stoltir af rithöfundunum sínum, sigrum þeirra innanlands sem utan og vilja að þeir geti lifað á list sinni. Frjósemi í listrænu starfi á landinu er með ólíkindum og það er meðal annars að þakka þessari peningalús sem við verjum til þess á hverju ári. Þetta eru heilræði mín til þess fólks sem nú situr undir þrálátum ásökunum um að hafa farið illa með það fé sem því var falið að úthluta til rithöfunda landsins. Enginn getur unnið slíkt verk svo að öllum líki. Nöldrið gengur yfir en eitthvað af þeim listaverkum sem verða sköpuð á framfæri starfslauna á eftir að lifa miklu lengur og veita lesendum yndi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar