Gunnar Bragi: Ísland gerir eins vel og það getur Una Sighvatsdóttir skrifar 31. janúar 2016 19:30 Vaxandi þungi er í umræðunni í Evrópu vegna flóttamannastraumsins sem ekki sér fyrir endann á. Þau ríki álfunnar sem áður tóku flóttafólki opnum örmum eru tekin að harðna í afstöðu sinni. Bæði Þjóðverjar og Austurríkissmenn boðuðu í vikunni hertar reglur um hælisleitendur og aukið landamæraeftirlit. Þá samþykkti danska þingið umdeild lög um haldlagningu á eigum flóttafólks. Afstaða almennings virðist einnig farin að snúast meira á sveif óttans eins og sjá mátti í Stokkhólmi um helgina þar sem grímuklæddir þjóðernissinnar gerðu árásir á innflytjendur. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af þessari þróun. „Ég hef áhyggjur af því að andúð gagnvart flóttamönnum og fólki sem þarf á okkar hjálp að halda aukist, að sjálfsögðu. En menn eru einfaldlega ekki að ráða við ástandið og þess vegna bregðast menn við með þessum hætti." Í því ljósi megi segja að aðgerðir sumra Evrópuríkja séu skiljanlegar, þótt sumstaðar séu þær grófar. „Við höfum séð á fréttum frá vinum okkar í Svíþjóð, Þýskalandi annars staðar að það er mikill ótti að ástandið fari algjörlega úr böndunum. Þar af leiðandi eru menn að grípa til aðgerða sem eru kannski ekki endilega góðar."Yfir milljón manns flýðu sjóleiðina til Evrópu árið 2015 og enn kom um 3000 manns á dag að ytri landamærum Evrópusambandsins. Löndin sem mest mæðir á anna ekki eftirliti með landamærunum.Betra að reyna að halda í Schengen-samstarfið Gunnar Bragi segir augljóst að mikið samstöðuleysi sé meðal ríkja Evrópusambandsins um hvernig bregðast eigi við. „Við sjáum að það er verið að reisa gaddavírsgirðingar á landamærum sumra, aðrir ætla sér að taka eigur af fólki til að koma í veg fyrir að það leiti til þeirra. Landamærin halda ekki, þá sér í lagi við Grikkland og þar um kring." Tvær leiðir sé hægt að fara, annað hvort verði að bæta eftirlit á ytri landamærum Schengen til að stoppa í götin, eða þá breyta landamærunum en meðal annars hefur verið rætt um að vísa Grikkjum úr Schengen og færa þar með landamærin norðar. „Betri leiðin er held ég að reyna að stoppa í gatið og aðstoða þá sem ráða ekki við ástandið en hin leiðin er að sjálfsögðu algjörlega fær, ef menn ætla sér að halda í þetta samstarf," segir Gunnar Bragi.Ítalska strandgæslan bjargaði yfir 300 flóttamönnum úr gúmmíbátum á Miðjarðarhafi í morgun. Í gær drukknuðu hátt í 40 við strendur Tyrklands.Gerum eins vel og við getum Í gær drukknuðu um 40 manns við strendur Tyrklands og í dag bjargaði ítalska landhelgisgæslann yfir 300 flóttamönnum úr gúmmíbátum. Fyrirséð er að flóttamannastraumurinn fari enn vaxandi með vorinu. Gunnar Bragi segir að varanlega lausnin sé að koma á friði svo fólk þurfi ekki að leggja á sig þessa lífshættulegu för yfir hafið. „Auðvitað er best að við náum að laga ástandið heima fyrir . Fólkið vill að sjálfsögðu vera heima hjá sér, það vill vera sem næst sínum heimkynnum og ef að við getum búið til aðstæður þar sem það getur dvalið þá er það vitanlega gott." Í millitíðinni leggi Ísland sitt að mörkum en gjaldi varhug við þróuninni í Evrópu. „Við munum að sjálfsgöðu taka við eitthvað meira af flóttamönnum en þetta byggir á því að við ráðum við ástandið. Við viljum að sjálfsögðu ekki lenda í því sama ástandi og við sjáum að er að gerast í Evrópu," segir Gunnar Bragi og bætir við að það segi hann ekki aðeins með hagsmuni Íslendinga í huga heldur ekki síður hagsmuni flóttafólks sem sé enginn greiði gerður með því að búa til samfélag haturs og fordóma. „Ég held að við séum að gera nákvæmlega eins vel og við mögulega getum. Við erum að endurskoða það kerfi sem býður þeim sem hér sækja um hæli, við erum að taka við flóttamönnum úr flóttamannabúðum í Líbanon og forsætisráðherra er einmitt á að fara þangað núna sem er mjög gott, að fara að kynna sér aðstæður. Síðan erum við að setja mikla fjármuni til stofnana Sameinuðu þjóðanna sem vinna á vettvangi. Ég held að það sé í sjálfu sér lítið meira sem við getum gert.“ Tengdar fréttir Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29 Þjóðverjar herða reglur um innflytjendur Þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd og réttur hælisleitenda til að fá fjölskyldumeðlimi til sín afnuminn í tvö ár. 29. janúar 2016 19:15 Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Austurrískir miðlar segja áætlunina munu meðal annars fela í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. 30. janúar 2016 23:30 Þingheimur fylgist náið með þróun Schengen Þingmenn hafa áhyggjur af framtíð Schengen samstarfsins vegna ósamstöðu Evrópuríkja um hvernig taka eigi á flóttamannastraumnum. Flestir eru sammála um mikilvægi þess að Schengen verði bjargað. 29. janúar 2016 18:27 Ríkar heimildir til fjártöku af útlendingum Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. 30. janúar 2016 20:30 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Vaxandi þungi er í umræðunni í Evrópu vegna flóttamannastraumsins sem ekki sér fyrir endann á. Þau ríki álfunnar sem áður tóku flóttafólki opnum örmum eru tekin að harðna í afstöðu sinni. Bæði Þjóðverjar og Austurríkissmenn boðuðu í vikunni hertar reglur um hælisleitendur og aukið landamæraeftirlit. Þá samþykkti danska þingið umdeild lög um haldlagningu á eigum flóttafólks. Afstaða almennings virðist einnig farin að snúast meira á sveif óttans eins og sjá mátti í Stokkhólmi um helgina þar sem grímuklæddir þjóðernissinnar gerðu árásir á innflytjendur. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af þessari þróun. „Ég hef áhyggjur af því að andúð gagnvart flóttamönnum og fólki sem þarf á okkar hjálp að halda aukist, að sjálfsögðu. En menn eru einfaldlega ekki að ráða við ástandið og þess vegna bregðast menn við með þessum hætti." Í því ljósi megi segja að aðgerðir sumra Evrópuríkja séu skiljanlegar, þótt sumstaðar séu þær grófar. „Við höfum séð á fréttum frá vinum okkar í Svíþjóð, Þýskalandi annars staðar að það er mikill ótti að ástandið fari algjörlega úr böndunum. Þar af leiðandi eru menn að grípa til aðgerða sem eru kannski ekki endilega góðar."Yfir milljón manns flýðu sjóleiðina til Evrópu árið 2015 og enn kom um 3000 manns á dag að ytri landamærum Evrópusambandsins. Löndin sem mest mæðir á anna ekki eftirliti með landamærunum.Betra að reyna að halda í Schengen-samstarfið Gunnar Bragi segir augljóst að mikið samstöðuleysi sé meðal ríkja Evrópusambandsins um hvernig bregðast eigi við. „Við sjáum að það er verið að reisa gaddavírsgirðingar á landamærum sumra, aðrir ætla sér að taka eigur af fólki til að koma í veg fyrir að það leiti til þeirra. Landamærin halda ekki, þá sér í lagi við Grikkland og þar um kring." Tvær leiðir sé hægt að fara, annað hvort verði að bæta eftirlit á ytri landamærum Schengen til að stoppa í götin, eða þá breyta landamærunum en meðal annars hefur verið rætt um að vísa Grikkjum úr Schengen og færa þar með landamærin norðar. „Betri leiðin er held ég að reyna að stoppa í gatið og aðstoða þá sem ráða ekki við ástandið en hin leiðin er að sjálfsögðu algjörlega fær, ef menn ætla sér að halda í þetta samstarf," segir Gunnar Bragi.Ítalska strandgæslan bjargaði yfir 300 flóttamönnum úr gúmmíbátum á Miðjarðarhafi í morgun. Í gær drukknuðu hátt í 40 við strendur Tyrklands.Gerum eins vel og við getum Í gær drukknuðu um 40 manns við strendur Tyrklands og í dag bjargaði ítalska landhelgisgæslann yfir 300 flóttamönnum úr gúmmíbátum. Fyrirséð er að flóttamannastraumurinn fari enn vaxandi með vorinu. Gunnar Bragi segir að varanlega lausnin sé að koma á friði svo fólk þurfi ekki að leggja á sig þessa lífshættulegu för yfir hafið. „Auðvitað er best að við náum að laga ástandið heima fyrir . Fólkið vill að sjálfsögðu vera heima hjá sér, það vill vera sem næst sínum heimkynnum og ef að við getum búið til aðstæður þar sem það getur dvalið þá er það vitanlega gott." Í millitíðinni leggi Ísland sitt að mörkum en gjaldi varhug við þróuninni í Evrópu. „Við munum að sjálfsgöðu taka við eitthvað meira af flóttamönnum en þetta byggir á því að við ráðum við ástandið. Við viljum að sjálfsögðu ekki lenda í því sama ástandi og við sjáum að er að gerast í Evrópu," segir Gunnar Bragi og bætir við að það segi hann ekki aðeins með hagsmuni Íslendinga í huga heldur ekki síður hagsmuni flóttafólks sem sé enginn greiði gerður með því að búa til samfélag haturs og fordóma. „Ég held að við séum að gera nákvæmlega eins vel og við mögulega getum. Við erum að endurskoða það kerfi sem býður þeim sem hér sækja um hæli, við erum að taka við flóttamönnum úr flóttamannabúðum í Líbanon og forsætisráðherra er einmitt á að fara þangað núna sem er mjög gott, að fara að kynna sér aðstæður. Síðan erum við að setja mikla fjármuni til stofnana Sameinuðu þjóðanna sem vinna á vettvangi. Ég held að það sé í sjálfu sér lítið meira sem við getum gert.“
Tengdar fréttir Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29 Þjóðverjar herða reglur um innflytjendur Þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd og réttur hælisleitenda til að fá fjölskyldumeðlimi til sín afnuminn í tvö ár. 29. janúar 2016 19:15 Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Austurrískir miðlar segja áætlunina munu meðal annars fela í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. 30. janúar 2016 23:30 Þingheimur fylgist náið með þróun Schengen Þingmenn hafa áhyggjur af framtíð Schengen samstarfsins vegna ósamstöðu Evrópuríkja um hvernig taka eigi á flóttamannastraumnum. Flestir eru sammála um mikilvægi þess að Schengen verði bjargað. 29. janúar 2016 18:27 Ríkar heimildir til fjártöku af útlendingum Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. 30. janúar 2016 20:30 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Merkel segir að flóttamenn þurfi að snúa til síns heima að stríði loknu Angela Merkel hefur að undanförnu þurft í auknum mæli að bregðast við andspyrnu við komu flóttamanna til Þýskalands. 30. janúar 2016 17:29
Þjóðverjar herða reglur um innflytjendur Þremur ríkjum bætt á lista yfir örugg lönd og réttur hælisleitenda til að fá fjölskyldumeðlimi til sín afnuminn í tvö ár. 29. janúar 2016 19:15
Austurríkismenn stefna að því að vísa 50 þúsund hælisleitendum úr landi Austurrískir miðlar segja áætlunina munu meðal annars fela í sér að koma á efnahagslegum hvötum til að fá hælisleitendur til að yfirgefa landið fyrr. 30. janúar 2016 23:30
Þingheimur fylgist náið með þróun Schengen Þingmenn hafa áhyggjur af framtíð Schengen samstarfsins vegna ósamstöðu Evrópuríkja um hvernig taka eigi á flóttamannastraumnum. Flestir eru sammála um mikilvægi þess að Schengen verði bjargað. 29. janúar 2016 18:27
Ríkar heimildir til fjártöku af útlendingum Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. 30. janúar 2016 20:30
Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent