Erlent

Hundrað grímuklæddir menn ætluðu að ráðast á börn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Umfangsmikil lögregluaðgerð kom í veg fyrir að hundrað grímuklæddir menn
Umfangsmikil lögregluaðgerð kom í veg fyrir að hundrað grímuklæddir menn Vísir/AFP
Allt að hundrað svartklæddir og grímuklæddir menn komu saman í miðborg Stokkhólms í Svíþjóð í gærkvöldi. Réðust þeir að innflytjendum og dreifðu blöðungum þar sem ofbeldi gagnvart börnum innflytjenda var hótað.

Blöðungurinn var titlaður „Nú er komið nóg“ þar sem því var hótað að veita „norður-Afrískum götubörnum þá refsingu sem þau eiga skilið.“

Umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram á Selsels-torgi í Stokkhólmi en lögregluyfirvöld höfðu komist á snoðir um fyrirætlan mannana en talið er að þarna hafi verið fótboltabullur að verki.

Fjölmennt lögreglulið var á staðnum og gat komið í veg fyrir aðgerðir grímuklæddu mannanna en þrír voru handteknir, þar af einn fyrir að ráðast á lögreglumann.

Vitni segja að mennirnir hafi ráðist vegfarendur sem litu út fyrir að vera af erlendu bergi brotnir.

Á myndbandinu sem hér má sjá fyrir neðan sést að ýmislegt gekk á í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×