Sjálfstæðisflokkurinn vill 20 milljónir frá Páli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2016 11:15 Sjálfstæðisflokkurinn hefur krafið Pál Heimisson um 20 milljónir króna. Vísir/GVA Sjálfstæðisflokkurinn, fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs, hefur stefnt Páli Heimissyni sem árið 2013 var sakfelldur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld umboðsvik á meðan hann starfaði fyrir hópinn. Er þess krafist að Páll endurgreiði Íhaldshópnum rúmar nítján miljónir króna. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Héraðsdóms í febrúar sl. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka en Páll hafði notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011.Páll notaði kreditkort Íhaldshópsins víða.Vísir/grafíkViðurkenndi brot sín og hugðist endurgreiða Hæstiréttur vísaði hinsvegar frá kröfu Sjálfstæðisflokksins um að Páll skyldi endurgreiða milljónirnar nítján vegna vanreifunar en það var mat Hæstaréttar að ekki hafi verið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra af Íhaldshópi Norðurlandaráðs. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins á hendur Páli sem birtist í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að úr þessu hafi verið bætt og Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú umboð frá öðrum aðilum íhaldshópsins. Lögmaður Sjálfstæðisflokksins og Íhaldshópsins er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi aþingismaður.Sjá einnig: Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnaðÍ stefnunni kemur fram að að Páll hafi viðurkennt brot sín og ábyrgð á þeim í tölvupósti til framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins 28. mars 2011 og lýsti hann því yfir að hann hygðist leggja sig fram við að endurgreiða þær fjárhæðir sem hann hefði tekið ófrjálsri hendi. Engar slíkar greiðslur hafi borist og því sé Sjálfstæðisflokknum, fyrir hönd Íhaldshópsins, nauðugur sá kostur að höfða dómsmál á hendur Páli.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik PálsPáll hefur um nokkurt skeið verið með skráð lögheimili í Rúmeníu þar sem hann stundaði nám. Var reynt að birta honum stefnu þar í landi en í janúar barst erindi rúmenskra yfirvalda þess efnis að stefnubirting hefði ekki tekist þar í landi með þeirri útskýringu að stefndi hefði flutt aftur til Íslands. Í stefnunni segir að engar upplýsingar liggi fyrir að Páll hafi flutt aftur til Íslands. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. mars og er Páli gert að verða viðstaddur þingfestingu. Verði hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins má búast við því að útivistardómur gangi í málinu. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs, hefur stefnt Páli Heimissyni sem árið 2013 var sakfelldur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld umboðsvik á meðan hann starfaði fyrir hópinn. Er þess krafist að Páll endurgreiði Íhaldshópnum rúmar nítján miljónir króna. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Héraðsdóms í febrúar sl. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka en Páll hafði notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011.Páll notaði kreditkort Íhaldshópsins víða.Vísir/grafíkViðurkenndi brot sín og hugðist endurgreiða Hæstiréttur vísaði hinsvegar frá kröfu Sjálfstæðisflokksins um að Páll skyldi endurgreiða milljónirnar nítján vegna vanreifunar en það var mat Hæstaréttar að ekki hafi verið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra af Íhaldshópi Norðurlandaráðs. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins á hendur Páli sem birtist í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að úr þessu hafi verið bætt og Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú umboð frá öðrum aðilum íhaldshópsins. Lögmaður Sjálfstæðisflokksins og Íhaldshópsins er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi aþingismaður.Sjá einnig: Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnaðÍ stefnunni kemur fram að að Páll hafi viðurkennt brot sín og ábyrgð á þeim í tölvupósti til framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins 28. mars 2011 og lýsti hann því yfir að hann hygðist leggja sig fram við að endurgreiða þær fjárhæðir sem hann hefði tekið ófrjálsri hendi. Engar slíkar greiðslur hafi borist og því sé Sjálfstæðisflokknum, fyrir hönd Íhaldshópsins, nauðugur sá kostur að höfða dómsmál á hendur Páli.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik PálsPáll hefur um nokkurt skeið verið með skráð lögheimili í Rúmeníu þar sem hann stundaði nám. Var reynt að birta honum stefnu þar í landi en í janúar barst erindi rúmenskra yfirvalda þess efnis að stefnubirting hefði ekki tekist þar í landi með þeirri útskýringu að stefndi hefði flutt aftur til Íslands. Í stefnunni segir að engar upplýsingar liggi fyrir að Páll hafi flutt aftur til Íslands. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. mars og er Páli gert að verða viðstaddur þingfestingu. Verði hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins má búast við því að útivistardómur gangi í málinu.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira