Sjálfstæðisflokkurinn vill 20 milljónir frá Páli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2016 11:15 Sjálfstæðisflokkurinn hefur krafið Pál Heimisson um 20 milljónir króna. Vísir/GVA Sjálfstæðisflokkurinn, fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs, hefur stefnt Páli Heimissyni sem árið 2013 var sakfelldur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld umboðsvik á meðan hann starfaði fyrir hópinn. Er þess krafist að Páll endurgreiði Íhaldshópnum rúmar nítján miljónir króna. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Héraðsdóms í febrúar sl. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka en Páll hafði notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011.Páll notaði kreditkort Íhaldshópsins víða.Vísir/grafíkViðurkenndi brot sín og hugðist endurgreiða Hæstiréttur vísaði hinsvegar frá kröfu Sjálfstæðisflokksins um að Páll skyldi endurgreiða milljónirnar nítján vegna vanreifunar en það var mat Hæstaréttar að ekki hafi verið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra af Íhaldshópi Norðurlandaráðs. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins á hendur Páli sem birtist í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að úr þessu hafi verið bætt og Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú umboð frá öðrum aðilum íhaldshópsins. Lögmaður Sjálfstæðisflokksins og Íhaldshópsins er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi aþingismaður.Sjá einnig: Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnaðÍ stefnunni kemur fram að að Páll hafi viðurkennt brot sín og ábyrgð á þeim í tölvupósti til framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins 28. mars 2011 og lýsti hann því yfir að hann hygðist leggja sig fram við að endurgreiða þær fjárhæðir sem hann hefði tekið ófrjálsri hendi. Engar slíkar greiðslur hafi borist og því sé Sjálfstæðisflokknum, fyrir hönd Íhaldshópsins, nauðugur sá kostur að höfða dómsmál á hendur Páli.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik PálsPáll hefur um nokkurt skeið verið með skráð lögheimili í Rúmeníu þar sem hann stundaði nám. Var reynt að birta honum stefnu þar í landi en í janúar barst erindi rúmenskra yfirvalda þess efnis að stefnubirting hefði ekki tekist þar í landi með þeirri útskýringu að stefndi hefði flutt aftur til Íslands. Í stefnunni segir að engar upplýsingar liggi fyrir að Páll hafi flutt aftur til Íslands. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. mars og er Páli gert að verða viðstaddur þingfestingu. Verði hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins má búast við því að útivistardómur gangi í málinu. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs, hefur stefnt Páli Heimissyni sem árið 2013 var sakfelldur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld umboðsvik á meðan hann starfaði fyrir hópinn. Er þess krafist að Páll endurgreiði Íhaldshópnum rúmar nítján miljónir króna. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Héraðsdóms í febrúar sl. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka en Páll hafði notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011.Páll notaði kreditkort Íhaldshópsins víða.Vísir/grafíkViðurkenndi brot sín og hugðist endurgreiða Hæstiréttur vísaði hinsvegar frá kröfu Sjálfstæðisflokksins um að Páll skyldi endurgreiða milljónirnar nítján vegna vanreifunar en það var mat Hæstaréttar að ekki hafi verið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra af Íhaldshópi Norðurlandaráðs. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins á hendur Páli sem birtist í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að úr þessu hafi verið bætt og Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú umboð frá öðrum aðilum íhaldshópsins. Lögmaður Sjálfstæðisflokksins og Íhaldshópsins er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi aþingismaður.Sjá einnig: Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnaðÍ stefnunni kemur fram að að Páll hafi viðurkennt brot sín og ábyrgð á þeim í tölvupósti til framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins 28. mars 2011 og lýsti hann því yfir að hann hygðist leggja sig fram við að endurgreiða þær fjárhæðir sem hann hefði tekið ófrjálsri hendi. Engar slíkar greiðslur hafi borist og því sé Sjálfstæðisflokknum, fyrir hönd Íhaldshópsins, nauðugur sá kostur að höfða dómsmál á hendur Páli.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik PálsPáll hefur um nokkurt skeið verið með skráð lögheimili í Rúmeníu þar sem hann stundaði nám. Var reynt að birta honum stefnu þar í landi en í janúar barst erindi rúmenskra yfirvalda þess efnis að stefnubirting hefði ekki tekist þar í landi með þeirri útskýringu að stefndi hefði flutt aftur til Íslands. Í stefnunni segir að engar upplýsingar liggi fyrir að Páll hafi flutt aftur til Íslands. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. mars og er Páli gert að verða viðstaddur þingfestingu. Verði hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins má búast við því að útivistardómur gangi í málinu.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira