Gætum lent í sömu vandræðum og Svíar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2016 08:00 Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Vísir/Getty Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel og fyrrverandi landsliðsþjálfari, var eins og aðrir Íslendingar svekktur yfir gengi íslenska liðsins á EM í Póllandi. Eins og flestum ætti að vera kunnugt fóru strákarnir okkar heim með skottið á milli lappanna eftir riðlakeppnina. Sigur vannst á Noregi í fyrsta leik en síðan tapaði liðið gegn Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Mikil vonbrigði. „Mér fannst leikurinn gegn Noregi mjög góður. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi var ekki nógu góður og Króata-leikurinn var skelfilegur. Mér fannst varnarleikurinn ekki góður í neinum leiknum,“ segir Alfreð en þó að landsliðið hafi verið ánægt með varnarleikinn gegn Noregi þá var Alfreð ekkert sérstaklega hrifinn. „Hann var skástur þar en ekkert stórkostlegur samt. Norðmennirnir náðu ekki að nýta sér gallana á íslensku vörninni. Hvít-Rússaleikurinn var auðvitað ótrúlegur. Að skora 38 mörk og ná ekki að vinna. Það er eiginlega ekki hægt.“Vísir/GettyEkki að yngja bara til að yngja Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi vill sjá leikmenn liðsins axla ábyrgð og sjá til þess að liðið komist á HM á næsta ári. „Við vorum auðvitað heppnir að enda í efri styrkleikaflokknum fyrir HM-umspilið. Þetta lið sem var í Póllandi þarf að rífa sig upp á rassgatinu og klára þá leiki. Við erum óneitanlega með svolítið gamalt lið en hvað svo? Við getum ekki bara yngt liðið til þess að yngja það. Þeir sem eiga einhver ár eftir þurfa að vera áfram en svo er óhjákvæmileg umbreyting á liðinu,“ segir Alfreð en hann vill síðan sjá breytingar á liðinu á HM í Frakklandi.Í fótspor Svíanna? „Einhvern tímann þarf að koma að því að Ólafur Guðmundsson og fleiri fái að axla meiri ábyrgð og sýna hvort þeir séu alvöru landsliðsefni eða ekki. Síðan erum við með yngri leikmenn sem margir hverjir eru efnilegir. Við erum hugsanlega að lenda í sömu vandræðum og Svíar á sínum tíma þegar Stefan Lövgren og félagar hættu allir á einu bretti. Kynslóðin sem kom á eftir þeim hafði aldrei fengið að spila og vissi ekki hvað landsliðið var.“ Alfreð hefur eflaust sínar skoðanir á því hvað eigi að gera í landsliðsþjálfaramálum núna en vildi ekki blanda sér í þá umræðu.Vísir/GettyAllt á réttri leið hjá okkur Heima fyrir stendur Alfreð í ströngu við að verja Þýskalandsmeistaratitilinn. Hann er með mikið breytt lið og missti til að mynda Aron Pálmarsson og Filip Jicha frá félaginu. Þrátt fyrir það er lið hans í öðru sæti og aðeins tveim stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. „Ég hef fulla trú á því að við verðum í baráttunni allt til enda,“ segir Alfreð sem er þegar farinn að horfa til framtíðar og meðal annars búinn að tryggja sér þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff og svo eru efnilegustu leikmenn Svíþjóðar og Austurríkis á leiðinni, þeir Lukas Nilsson og Nikola Bilyk. „Þetta er allt á góðri leið hjá okkur.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel og fyrrverandi landsliðsþjálfari, var eins og aðrir Íslendingar svekktur yfir gengi íslenska liðsins á EM í Póllandi. Eins og flestum ætti að vera kunnugt fóru strákarnir okkar heim með skottið á milli lappanna eftir riðlakeppnina. Sigur vannst á Noregi í fyrsta leik en síðan tapaði liðið gegn Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Mikil vonbrigði. „Mér fannst leikurinn gegn Noregi mjög góður. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi var ekki nógu góður og Króata-leikurinn var skelfilegur. Mér fannst varnarleikurinn ekki góður í neinum leiknum,“ segir Alfreð en þó að landsliðið hafi verið ánægt með varnarleikinn gegn Noregi þá var Alfreð ekkert sérstaklega hrifinn. „Hann var skástur þar en ekkert stórkostlegur samt. Norðmennirnir náðu ekki að nýta sér gallana á íslensku vörninni. Hvít-Rússaleikurinn var auðvitað ótrúlegur. Að skora 38 mörk og ná ekki að vinna. Það er eiginlega ekki hægt.“Vísir/GettyEkki að yngja bara til að yngja Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi vill sjá leikmenn liðsins axla ábyrgð og sjá til þess að liðið komist á HM á næsta ári. „Við vorum auðvitað heppnir að enda í efri styrkleikaflokknum fyrir HM-umspilið. Þetta lið sem var í Póllandi þarf að rífa sig upp á rassgatinu og klára þá leiki. Við erum óneitanlega með svolítið gamalt lið en hvað svo? Við getum ekki bara yngt liðið til þess að yngja það. Þeir sem eiga einhver ár eftir þurfa að vera áfram en svo er óhjákvæmileg umbreyting á liðinu,“ segir Alfreð en hann vill síðan sjá breytingar á liðinu á HM í Frakklandi.Í fótspor Svíanna? „Einhvern tímann þarf að koma að því að Ólafur Guðmundsson og fleiri fái að axla meiri ábyrgð og sýna hvort þeir séu alvöru landsliðsefni eða ekki. Síðan erum við með yngri leikmenn sem margir hverjir eru efnilegir. Við erum hugsanlega að lenda í sömu vandræðum og Svíar á sínum tíma þegar Stefan Lövgren og félagar hættu allir á einu bretti. Kynslóðin sem kom á eftir þeim hafði aldrei fengið að spila og vissi ekki hvað landsliðið var.“ Alfreð hefur eflaust sínar skoðanir á því hvað eigi að gera í landsliðsþjálfaramálum núna en vildi ekki blanda sér í þá umræðu.Vísir/GettyAllt á réttri leið hjá okkur Heima fyrir stendur Alfreð í ströngu við að verja Þýskalandsmeistaratitilinn. Hann er með mikið breytt lið og missti til að mynda Aron Pálmarsson og Filip Jicha frá félaginu. Þrátt fyrir það er lið hans í öðru sæti og aðeins tveim stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. „Ég hef fulla trú á því að við verðum í baráttunni allt til enda,“ segir Alfreð sem er þegar farinn að horfa til framtíðar og meðal annars búinn að tryggja sér þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff og svo eru efnilegustu leikmenn Svíþjóðar og Austurríkis á leiðinni, þeir Lukas Nilsson og Nikola Bilyk. „Þetta er allt á góðri leið hjá okkur.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira