Hafið yfir skynsamlegan vafa að „Óli“ sé Ólafur Ólafsson Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 17:07 Ólafur Ólafsson afplánar nú dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins. vísir/vilhelm Að mati endurupptökunefndar er það hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem þeir Bjarnfreður Ólafsson og Eggert Hilmarsson ræða um í símtali þann 17. september 2008 sé Ólafur Ólafsson sem var einn stærsti eigandi Kaupþings fyrir hrun og afplánar nú fjögurra og hálfs árs langan fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins. Nefndin hafnaði þann 26. janúar síðastliðinn beiðni Ólafs um að taka málið upp að nýju. Símtalið er hluti af gögnum málsins en beiðni Ólafs byggði meðal annars á því að hann taldi að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á símtal þeirra Bjarnfreðs og Eggerts, þar sem Bjarnfreður vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti Al Thani-viðskiptanna. Vildi Ólafur meina að umræddur „Óli“ væri ekki hann heldur Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður, en óumdeilt er að hann veitti Bjarnfreði lögfræðiráðgjöf vegna viðskiptanna. Í úrskurði endurupptökunefndar er hluti símtalsins þann 17. september rakinn, líkt og gert er í dómi Hæstaréttar. Í símtalinu kveðst Bjarnfreður vera „búinn að nefna það við Óla sko að það yrði Kýpur félag fyrir ofan [...]“ og [...] hvort að það væri sko flöggun á honum sko.“ Eggert svarar því þá til að „það var næsta atriði af því hann er náttúrulega þarna inn í Eglu og allt það sko.“ Um þetta segir í úrskurði nefndarinnar: „Hvorki getur verið flöggun á Ólafi Arinbirni, né mun hann hafa verið inni í Eglu. Einnig kemur fram hjá Eggerti að „hann má ekki flagga, við viljum bara að Quatarinn flaggi og enginn annar [...]“ og síðar að „Ólafur náttúrulega á að fá part sinn í kökunni sko.“ Bersýnilegt er að þarna er ekki átt við Ólaf Arinbjörn.“ Þá telur endurupptökunefnd það ekki standast skoðun að átt sé við Ólaf Arinbjörn í símtalinu þann 17. september þar sem hann og Bjarnfreður hafi ekki rætt saman um mögulega flöggunarskyldu vegna aðkomu Ólafs Ólafssonar fyrr en eftir að Eggert og Bjarnfreður ræddu saman í síma: „Fær því ekki staðist sú röksemd endurupptökubeiðanda að í símtalinu hinn 17. september hafi Bjarnfreður rætt um Ólaf Arinbjörn sem „Óla.“ Breytir yfirlýsing Bjarnfreðs sem lög var fram fyrir endurupptökunefnd ekki þeirri niðurstöðu. Á grundvelli framangreinds er að mati endurupptökunefndar hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem Bjarnfreður kallar svo í símtalinu frá 17. september 2008 og Eggert kallar „Ólaf“ er endurupptökubeiðandi Ólafur Ólafsson.“ Tengdar fréttir Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Að mati endurupptökunefndar er það hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem þeir Bjarnfreður Ólafsson og Eggert Hilmarsson ræða um í símtali þann 17. september 2008 sé Ólafur Ólafsson sem var einn stærsti eigandi Kaupþings fyrir hrun og afplánar nú fjögurra og hálfs árs langan fangelsisdóm vegna Al Thani-málsins. Nefndin hafnaði þann 26. janúar síðastliðinn beiðni Ólafs um að taka málið upp að nýju. Símtalið er hluti af gögnum málsins en beiðni Ólafs byggði meðal annars á því að hann taldi að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á símtal þeirra Bjarnfreðs og Eggerts, þar sem Bjarnfreður vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti Al Thani-viðskiptanna. Vildi Ólafur meina að umræddur „Óli“ væri ekki hann heldur Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður, en óumdeilt er að hann veitti Bjarnfreði lögfræðiráðgjöf vegna viðskiptanna. Í úrskurði endurupptökunefndar er hluti símtalsins þann 17. september rakinn, líkt og gert er í dómi Hæstaréttar. Í símtalinu kveðst Bjarnfreður vera „búinn að nefna það við Óla sko að það yrði Kýpur félag fyrir ofan [...]“ og [...] hvort að það væri sko flöggun á honum sko.“ Eggert svarar því þá til að „það var næsta atriði af því hann er náttúrulega þarna inn í Eglu og allt það sko.“ Um þetta segir í úrskurði nefndarinnar: „Hvorki getur verið flöggun á Ólafi Arinbirni, né mun hann hafa verið inni í Eglu. Einnig kemur fram hjá Eggerti að „hann má ekki flagga, við viljum bara að Quatarinn flaggi og enginn annar [...]“ og síðar að „Ólafur náttúrulega á að fá part sinn í kökunni sko.“ Bersýnilegt er að þarna er ekki átt við Ólaf Arinbjörn.“ Þá telur endurupptökunefnd það ekki standast skoðun að átt sé við Ólaf Arinbjörn í símtalinu þann 17. september þar sem hann og Bjarnfreður hafi ekki rætt saman um mögulega flöggunarskyldu vegna aðkomu Ólafs Ólafssonar fyrr en eftir að Eggert og Bjarnfreður ræddu saman í síma: „Fær því ekki staðist sú röksemd endurupptökubeiðanda að í símtalinu hinn 17. september hafi Bjarnfreður rætt um Ólaf Arinbjörn sem „Óla.“ Breytir yfirlýsing Bjarnfreðs sem lög var fram fyrir endurupptökunefnd ekki þeirri niðurstöðu. Á grundvelli framangreinds er að mati endurupptökunefndar hafið yfir skynsamlegan vafa að sá „Óli“ sem Bjarnfreður kallar svo í símtalinu frá 17. september 2008 og Eggert kallar „Ólaf“ er endurupptökubeiðandi Ólafur Ólafsson.“
Tengdar fréttir Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28
Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43
Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00
Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00