Opið bréf til rektora háskólanna um kynjafræði- og jafnréttiskennslu Guðrún Jóhannsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 00:00 Í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2011-2014 var sett fram markmið um að inntak kennaramenntunar yrði endurskoðað og háskólar hvattir til að innleiða skyldunámskeið í kynjafræði fyrir alla nemendur. Í skýrslu félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2013-2015, sem kom út í nóvember 2015, kemur fram að sú vinna sem farið var í við endurskoðun kennaramenntunar hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var til. Háskólanemum er ekki skylt að taka grunnáfanga í kynjafræði. Ástæður þess eru meðal annars taldar að flesta kennara á háskólastigi skorti grunnþekkingu í kynjafræði til að geta miðlað kynjasjónarmiðum og slíkri þekkingu til háskólanema. Þrátt fyrir að Ísland vermi toppsæti þegar kemur að jafnrétti kynja samkvæmt aðferðafræði Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) þá er ofangreind staða áhyggjuefni. Því þrátt fyrir lagalegt og félagslegt jafnrétti hérlendis er kynskiptur vinnumarkaður staðreynd. Hann leiðir meðal annars af sér óskýrðan launamun kynjanna (um 6% árið 2015), að hlutfallslega fáar konur gegna stjórnunarstöðum og efnahagsleg völd og starfsþróunarmöguleikar kvenna eru almennt minni en karla. Þá eru ótalin önnur atriði sem varða stöðu kynjanna á heimili og vinnumarkaði, svo sem lægri lífeyristekjur kvenna, að þær taka lengra fæðingarorlof, bera meiri ábyrgð á umönnun barna og veikra fjölskyldumeðlima og eyða meiri tíma í heimilisstörf en karlar. Umræðan í samfélaginu undanfarið ber einnig vott um kynjamisrétti á öðrum sviðum, til dæmis umræða um skarðan hlut kvenna í fjölmiðlum, íþróttum, staðalímyndir í dægurmiðlum og kynbundið ofbeldi.Meðvitaðri um mannréttindi Nemendur á grunn- og framhaldsskólastigi sem hafa fengið kynjafræðikennslu hafa sagt að kennslan hafi breytt hugmyndum þeirra um stöðu kynjanna og almennt gert þá meðvitaðri um mannréttindi og lýðræði. Ef ætlunin er að ná fram raunverulegu jafnrétti í íslensku samfélagi er markviss jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum lykilatriði. Það höfum við reyndar lengi vitað. Í fyrstu jafnréttislögunum frá árinu 1975 hefur verið ákvæði um jafnréttisfræðslu í skólakerfinu og sama var áréttað í lögum um grunnskóla frá árinu 2008. Vorið 2013 sendi jafnréttisnefnd KÍ frá sér eftirfarandi ályktun varðandi jafnréttisfræðslu kennaranema sem samþykkt var af stjórnum allra aðildarfélaga KÍ: Í Jafnréttislögum (lög nr. 10/2008) er kveðið á um að jafnréttisfræðsla skuli fara fram á öllum skólastigum. Eins hafa verið samþykkt ný lög um öll skólastig og ný aðalnámskrá þar sem jafnrétti er einn grunnþátta menntunar sem á að fléttast inn í allt skólastarf. Jafnréttisnefnd KÍ vill því koma á framfæri hvatningu um aukna jafnréttiskennslu fyrir kennaranema á öllum skólastigum til stjórnenda Menntavísindasviðs/kennaradeilda háskólanna. Það er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að kynja- og jafnréttiskennslu er hvergi nærri nógu hátt gert undir höfði í íslensku menntakerfi. Til að jafnréttissjónarmið verði eðlilegur hluti af skólastarfi þurfa kennararnir sjálfir að fá kennslu í kynja- og jafnréttisfræði. Því vill jafnréttisnefnd KÍ ítreka ályktun sína og hvetja íslenska háskóla til að finna leiðir til að tryggja verðandi og núverandi kennurum kynja- og jafnréttisfræðikennslu. Ef allir nemendur á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla, fengju grunnkennslu í kynjafræði má ætla að kynbundin viðhorf í samfélaginu myndu breytast til lengri tíma litið. Það væri allra hagur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Sjá meira
Í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2011-2014 var sett fram markmið um að inntak kennaramenntunar yrði endurskoðað og háskólar hvattir til að innleiða skyldunámskeið í kynjafræði fyrir alla nemendur. Í skýrslu félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2013-2015, sem kom út í nóvember 2015, kemur fram að sú vinna sem farið var í við endurskoðun kennaramenntunar hafi ekki skilað þeim árangri sem vonast var til. Háskólanemum er ekki skylt að taka grunnáfanga í kynjafræði. Ástæður þess eru meðal annars taldar að flesta kennara á háskólastigi skorti grunnþekkingu í kynjafræði til að geta miðlað kynjasjónarmiðum og slíkri þekkingu til háskólanema. Þrátt fyrir að Ísland vermi toppsæti þegar kemur að jafnrétti kynja samkvæmt aðferðafræði Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) þá er ofangreind staða áhyggjuefni. Því þrátt fyrir lagalegt og félagslegt jafnrétti hérlendis er kynskiptur vinnumarkaður staðreynd. Hann leiðir meðal annars af sér óskýrðan launamun kynjanna (um 6% árið 2015), að hlutfallslega fáar konur gegna stjórnunarstöðum og efnahagsleg völd og starfsþróunarmöguleikar kvenna eru almennt minni en karla. Þá eru ótalin önnur atriði sem varða stöðu kynjanna á heimili og vinnumarkaði, svo sem lægri lífeyristekjur kvenna, að þær taka lengra fæðingarorlof, bera meiri ábyrgð á umönnun barna og veikra fjölskyldumeðlima og eyða meiri tíma í heimilisstörf en karlar. Umræðan í samfélaginu undanfarið ber einnig vott um kynjamisrétti á öðrum sviðum, til dæmis umræða um skarðan hlut kvenna í fjölmiðlum, íþróttum, staðalímyndir í dægurmiðlum og kynbundið ofbeldi.Meðvitaðri um mannréttindi Nemendur á grunn- og framhaldsskólastigi sem hafa fengið kynjafræðikennslu hafa sagt að kennslan hafi breytt hugmyndum þeirra um stöðu kynjanna og almennt gert þá meðvitaðri um mannréttindi og lýðræði. Ef ætlunin er að ná fram raunverulegu jafnrétti í íslensku samfélagi er markviss jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum lykilatriði. Það höfum við reyndar lengi vitað. Í fyrstu jafnréttislögunum frá árinu 1975 hefur verið ákvæði um jafnréttisfræðslu í skólakerfinu og sama var áréttað í lögum um grunnskóla frá árinu 2008. Vorið 2013 sendi jafnréttisnefnd KÍ frá sér eftirfarandi ályktun varðandi jafnréttisfræðslu kennaranema sem samþykkt var af stjórnum allra aðildarfélaga KÍ: Í Jafnréttislögum (lög nr. 10/2008) er kveðið á um að jafnréttisfræðsla skuli fara fram á öllum skólastigum. Eins hafa verið samþykkt ný lög um öll skólastig og ný aðalnámskrá þar sem jafnrétti er einn grunnþátta menntunar sem á að fléttast inn í allt skólastarf. Jafnréttisnefnd KÍ vill því koma á framfæri hvatningu um aukna jafnréttiskennslu fyrir kennaranema á öllum skólastigum til stjórnenda Menntavísindasviðs/kennaradeilda háskólanna. Það er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að kynja- og jafnréttiskennslu er hvergi nærri nógu hátt gert undir höfði í íslensku menntakerfi. Til að jafnréttissjónarmið verði eðlilegur hluti af skólastarfi þurfa kennararnir sjálfir að fá kennslu í kynja- og jafnréttisfræði. Því vill jafnréttisnefnd KÍ ítreka ályktun sína og hvetja íslenska háskóla til að finna leiðir til að tryggja verðandi og núverandi kennurum kynja- og jafnréttisfræðikennslu. Ef allir nemendur á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í háskóla, fengju grunnkennslu í kynjafræði má ætla að kynbundin viðhorf í samfélaginu myndu breytast til lengri tíma litið. Það væri allra hagur!
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar