Stephen Curry verður á trommunum á Super Bowl í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 22:18 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry ætlar að sýna stuðning sinn í verki í kvöld þegar hann verður með trommurnar fyrir Super Bowl leik Carolina Panthers og Denver Broncos en leikurinn fer fram á Levi´s leikvanginum í San Francisco. Það verða því bestu leikmenn NBA og NFL á sama vellinum í kvöld en Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í gær. Stephen Curry er mikill stuðningsmaður Carolina Panthers en hann ólst upp í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem faðir hans Dell Curry spilaði með NBA-liðinu Charlotte Hornets. Stephen Curry spilaði bæði í menntaskóla og háskóla í Norður-Karólínu en hann lék með Davidson College áður en hann fór í NBA. Curry hefur verið duglegur að tala um ást sína á Carolina Panthers liðinu og mætti meðal annars í búningi liðsins á æfingu Golden State Warriors þegar Carolina Panthers var að spila á sama tíma í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Það er hefð fyrir því hjá Carolina Panthers að berja trommur þegar liðið hleypur inn á völlinn en hún var tekin upp til minningar um leikmanninn Sam Mills sem dó úr krabbameini árið 2005. Orð Sam Mills „Keep Pounding" voru Panthers-liðinu mikill innblástur þegar liðið komst síðast í Super Bowl fyrir tólf árum en Mills átti þá sjálfur í harði baráttu við illvígt krabbamein. Super Bowl leikurinn er sá fimmtugasti í röðinni og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefsr klukkan 23.00.A special guest will serve as the #KeepPounding Drummer for #SB50 pic.twitter.com/s9Q5dfddML— Carolina Panthers (@Panthers) February 7, 2016 NBA NFL Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Sjá meira
Stephen Curry ætlar að sýna stuðning sinn í verki í kvöld þegar hann verður með trommurnar fyrir Super Bowl leik Carolina Panthers og Denver Broncos en leikurinn fer fram á Levi´s leikvanginum í San Francisco. Það verða því bestu leikmenn NBA og NFL á sama vellinum í kvöld en Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í gær. Stephen Curry er mikill stuðningsmaður Carolina Panthers en hann ólst upp í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem faðir hans Dell Curry spilaði með NBA-liðinu Charlotte Hornets. Stephen Curry spilaði bæði í menntaskóla og háskóla í Norður-Karólínu en hann lék með Davidson College áður en hann fór í NBA. Curry hefur verið duglegur að tala um ást sína á Carolina Panthers liðinu og mætti meðal annars í búningi liðsins á æfingu Golden State Warriors þegar Carolina Panthers var að spila á sama tíma í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Það er hefð fyrir því hjá Carolina Panthers að berja trommur þegar liðið hleypur inn á völlinn en hún var tekin upp til minningar um leikmanninn Sam Mills sem dó úr krabbameini árið 2005. Orð Sam Mills „Keep Pounding" voru Panthers-liðinu mikill innblástur þegar liðið komst síðast í Super Bowl fyrir tólf árum en Mills átti þá sjálfur í harði baráttu við illvígt krabbamein. Super Bowl leikurinn er sá fimmtugasti í röðinni og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefsr klukkan 23.00.A special guest will serve as the #KeepPounding Drummer for #SB50 pic.twitter.com/s9Q5dfddML— Carolina Panthers (@Panthers) February 7, 2016
NBA NFL Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Sjá meira