Athugasemd við grein Þorvaldar Gylfasonar „Um heiður og sóma“ Helgi E. Eyjólfsson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Í grein Þorvaldar Gylfasonar, sem birtist í Fréttablaðinu þann 21. janúar síðastliðinn, er fjallað um spillingu og traust. Þorvaldur ræðir mælingar á trausti og spillingu og lýsir því yfir að fjölþjóðleg gögn séu til um mælingar á félagslegu trausti, nokkuð aftur í tímann, og því kjörið að bera saman lönd til að sjá hvort félagslegt traust sé alla jafna mikið eða lítið á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Allt er þetta rétt hjá prófessornum en svo fer að halla undan fæti. Þorvaldur segir að þegar fólk sé spurt „hvort flestu fólki sé treystandi eða hvort gæta þurfi ýtrustu varúðar í samskiptum við annað fólk kemur í ljós að traustið sem Íslendingar bera hver til annars var löngu fyrir hrun miklu minna en annars staðar um Norðurlönd. Spilling og vantraust voru því trúlega meðal orsaka hrunsins frekar en afleiðingar?…“. Þetta er rangt. Meðal þeirra fjölþjóðlegu gagna sem Þorvaldur vísar til er rannsóknarverkefnið European Social Survey (ESS) sem hefur verið unnið síðan 2002. Hluti ESS er samhæfður spurningalisti sem lagður er fyrir íbúa fjölmargra landa í Evrópu á tveggja ára fresti þar sem sömu úrtaks- og viðtalsaðferðum er beitt. Gögnin eru af miklum gæðum og gera því samanburð á milli þátttökulanda auðveldan. Ísland hefur tvisvar sinnum tekið þátt, árin 2004 og 2012. Meðal þeirra fjölmörgu atriða sem verkefnið mælir er einmitt félagslegt traust. Gögn og niðurstöður eru öllum opin og aðgengileg sem það kjósa. Félagslegt traust er oft mælt með því að fá fólk til að leggja mat á hvort það telji að flestu fólki sé treystandi eða hvort það sé aldrei of varlega farið í samskiptum við aðra. Í ESS leggur fólk mat á það með því að staðsetja sig á kvarða frá 0 (það er aldrei of varlega farið) til 10 (flestu fólki er treystandi). Því er mögulegt í þessu samhengi að bera saman lönd með því að sjá hvert meðaltal hvers lands er á þessum ellefu punkta kvarða. Eins og sést á meðfylgjandi mynd frá fyrirlögninni 2004 raða Norðurlöndin sér í efstu sæti. Þetta mynstur er þekkt, en Norðurlöndin raða sér alla jafna í efstu sæti í mælingu á félagslegu trausti. Þar sem Þorvaldur vitnar ekki í neina rannsókn er erfitt að sjá hvaðan sú staðhæfing hans er fengin að Ísland sé allt öðruvísi en hin norrænu ríkin þegar kemur að félagslegu trausti. Og enn erfiðara er að átta sig á því hvernig hann fær það út að mikið félagslegt vantraust hafi verið orsakaþáttur í hruninu (!) þegar bestu fáanlegu gögn benda til þess að hér mælist félagslegt traust hátt. Ísland er langt yfir meðaltali í Evrópu og með sama meðaltal og Svíar (munurinn er ekki tölfræðilega marktækur). Þorvaldur hlýtur að bregðast við og benda lesendum á hvaðan hann fær þær upplýsingar að Ísland sé frábrugðið hinum norrænu ríkjunum í félagslegu trausti og hvernig hann dregur þá ályktun að það sé orsakavaldur hrunsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Sjá meira
Í grein Þorvaldar Gylfasonar, sem birtist í Fréttablaðinu þann 21. janúar síðastliðinn, er fjallað um spillingu og traust. Þorvaldur ræðir mælingar á trausti og spillingu og lýsir því yfir að fjölþjóðleg gögn séu til um mælingar á félagslegu trausti, nokkuð aftur í tímann, og því kjörið að bera saman lönd til að sjá hvort félagslegt traust sé alla jafna mikið eða lítið á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Allt er þetta rétt hjá prófessornum en svo fer að halla undan fæti. Þorvaldur segir að þegar fólk sé spurt „hvort flestu fólki sé treystandi eða hvort gæta þurfi ýtrustu varúðar í samskiptum við annað fólk kemur í ljós að traustið sem Íslendingar bera hver til annars var löngu fyrir hrun miklu minna en annars staðar um Norðurlönd. Spilling og vantraust voru því trúlega meðal orsaka hrunsins frekar en afleiðingar?…“. Þetta er rangt. Meðal þeirra fjölþjóðlegu gagna sem Þorvaldur vísar til er rannsóknarverkefnið European Social Survey (ESS) sem hefur verið unnið síðan 2002. Hluti ESS er samhæfður spurningalisti sem lagður er fyrir íbúa fjölmargra landa í Evrópu á tveggja ára fresti þar sem sömu úrtaks- og viðtalsaðferðum er beitt. Gögnin eru af miklum gæðum og gera því samanburð á milli þátttökulanda auðveldan. Ísland hefur tvisvar sinnum tekið þátt, árin 2004 og 2012. Meðal þeirra fjölmörgu atriða sem verkefnið mælir er einmitt félagslegt traust. Gögn og niðurstöður eru öllum opin og aðgengileg sem það kjósa. Félagslegt traust er oft mælt með því að fá fólk til að leggja mat á hvort það telji að flestu fólki sé treystandi eða hvort það sé aldrei of varlega farið í samskiptum við aðra. Í ESS leggur fólk mat á það með því að staðsetja sig á kvarða frá 0 (það er aldrei of varlega farið) til 10 (flestu fólki er treystandi). Því er mögulegt í þessu samhengi að bera saman lönd með því að sjá hvert meðaltal hvers lands er á þessum ellefu punkta kvarða. Eins og sést á meðfylgjandi mynd frá fyrirlögninni 2004 raða Norðurlöndin sér í efstu sæti. Þetta mynstur er þekkt, en Norðurlöndin raða sér alla jafna í efstu sæti í mælingu á félagslegu trausti. Þar sem Þorvaldur vitnar ekki í neina rannsókn er erfitt að sjá hvaðan sú staðhæfing hans er fengin að Ísland sé allt öðruvísi en hin norrænu ríkin þegar kemur að félagslegu trausti. Og enn erfiðara er að átta sig á því hvernig hann fær það út að mikið félagslegt vantraust hafi verið orsakaþáttur í hruninu (!) þegar bestu fáanlegu gögn benda til þess að hér mælist félagslegt traust hátt. Ísland er langt yfir meðaltali í Evrópu og með sama meðaltal og Svíar (munurinn er ekki tölfræðilega marktækur). Þorvaldur hlýtur að bregðast við og benda lesendum á hvaðan hann fær þær upplýsingar að Ísland sé frábrugðið hinum norrænu ríkjunum í félagslegu trausti og hvernig hann dregur þá ályktun að það sé orsakavaldur hrunsins.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar