Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu – svör flokkanna lofa góðu Hrund Þrándardóttir skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Fyrir síðustu alþingiskosningar sendi Sálfræðingafélag Íslands fyrirspurn til stjórnmálaflokka um stefnu þeirra í geðheilbrigðismálum. Eins og fram kom í fyrirspurninni tilgreina lög um réttindi sjúklinga rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á gagnreynd sálfræðimeðferð (sú meðferð sem hefur í rannsóknum sýnt mestan árangur) að vera fyrsti meðferðarkostur við kvíða, þunglyndi og fleiru. Þrátt fyrir það er slík meðferð ekki raunhæfur valkostur fyrir nema hluta almennings þar sem hún er a) í mjög litlum mæli í boði innan heilsugæslunnar og b) ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Utan sjúkrahúsa, þar sem biðlistar eru langir eftir meðferð, er hún því fyrst og fremst í boði á starfsstofum sjálfstætt starfandi sálfræðinga, óniðurgreidd, ólíkt annarri heilbrigðisþjónustu. Síðan var spurt: Hvernig hyggst flokkurinn beita sér í því að laga það ósamræmi sem þarna blasir við? Skáletruð svör við spurningu b eru tekin beint upp úr svörum flokka. Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sér í því að sjúkratryggingar komi að niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjónusta sálfræðinga eigi að vera niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Píratar sögðust aðhyllast vísindalegar aðferðir og ákvarðanir byggðar á gögnum?… Bestu aðferðirnar eiga að sjálfsögðu að fá forgang, það er hagkvæmasta leiðin til lengri tíma. Samfylkingin telur eðlilegt að þjónusta sálfræðinga sé niðurgreidd með sambærilegum hætti og þjónusta annarra sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins. Vinstri grænir vilja gera sálfræðiþjónustu hluta af almenna heilbrigðiskerfinu og brýnt sé að vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum á næstu árum. Við teljum þessa stefnu fela í sér að sálfræðiþjónusta verði studd af Sjúkratryggingum Íslands. Björt framtíð telur mikilvægt að greiðsluþátttaka sé til samræmis við aðra heilbrigðisþjónustu. Þessi svör hljóma ljómandi vel og góður samhljómur milli flokkanna ætti að létta verkið. Sálfræðingafélag Íslands er tilbúið til að aðstoða við að koma málunum í betra horf. Góðar fyrirmyndir eru til erlendis frá og í smærri verkefnum hérlendis. Aðgengi að bestu meðferð við kvíða og þunglyndi og öðrum vanda er réttindamál fyrir almenning sem á að geta sótt sér þá meðferð sem sýnt hefur bestan árangur, óháð efnahag. Nú er mjög í umræðunni aukinn kvíði meðal barna og unglinga og að ekkert dregur úr örorku af völdum geðræns vanda milli ára. Við skulum ekki sitja hjá heldur taka höndum saman og bregðast við með aðferðum sem virka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu alþingiskosningar sendi Sálfræðingafélag Íslands fyrirspurn til stjórnmálaflokka um stefnu þeirra í geðheilbrigðismálum. Eins og fram kom í fyrirspurninni tilgreina lög um réttindi sjúklinga rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum á gagnreynd sálfræðimeðferð (sú meðferð sem hefur í rannsóknum sýnt mestan árangur) að vera fyrsti meðferðarkostur við kvíða, þunglyndi og fleiru. Þrátt fyrir það er slík meðferð ekki raunhæfur valkostur fyrir nema hluta almennings þar sem hún er a) í mjög litlum mæli í boði innan heilsugæslunnar og b) ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Utan sjúkrahúsa, þar sem biðlistar eru langir eftir meðferð, er hún því fyrst og fremst í boði á starfsstofum sjálfstætt starfandi sálfræðinga, óniðurgreidd, ólíkt annarri heilbrigðisþjónustu. Síðan var spurt: Hvernig hyggst flokkurinn beita sér í því að laga það ósamræmi sem þarna blasir við? Skáletruð svör við spurningu b eru tekin beint upp úr svörum flokka. Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sér í því að sjúkratryggingar komi að niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjónusta sálfræðinga eigi að vera niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Píratar sögðust aðhyllast vísindalegar aðferðir og ákvarðanir byggðar á gögnum?… Bestu aðferðirnar eiga að sjálfsögðu að fá forgang, það er hagkvæmasta leiðin til lengri tíma. Samfylkingin telur eðlilegt að þjónusta sálfræðinga sé niðurgreidd með sambærilegum hætti og þjónusta annarra sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins. Vinstri grænir vilja gera sálfræðiþjónustu hluta af almenna heilbrigðiskerfinu og brýnt sé að vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum á næstu árum. Við teljum þessa stefnu fela í sér að sálfræðiþjónusta verði studd af Sjúkratryggingum Íslands. Björt framtíð telur mikilvægt að greiðsluþátttaka sé til samræmis við aðra heilbrigðisþjónustu. Þessi svör hljóma ljómandi vel og góður samhljómur milli flokkanna ætti að létta verkið. Sálfræðingafélag Íslands er tilbúið til að aðstoða við að koma málunum í betra horf. Góðar fyrirmyndir eru til erlendis frá og í smærri verkefnum hérlendis. Aðgengi að bestu meðferð við kvíða og þunglyndi og öðrum vanda er réttindamál fyrir almenning sem á að geta sótt sér þá meðferð sem sýnt hefur bestan árangur, óháð efnahag. Nú er mjög í umræðunni aukinn kvíði meðal barna og unglinga og að ekkert dregur úr örorku af völdum geðræns vanda milli ára. Við skulum ekki sitja hjá heldur taka höndum saman og bregðast við með aðferðum sem virka.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar