Meðlag hækkar um tíu prósent á milli ára Snærós Sindradóttir skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Samkvæmt tölum Innheimtustofnunar sveitarfélaga greiddu ríflega 700 konur meðlag árið 2014. Karlar sem borga meðlag skipta þúsundum. NordicPhotos/Getty Upphæð meðlags hækkaði um níu prósent um áramótin síðustu í takt við hækkaðan barnalífeyri. Hækkunin nemur ríflega 2600 krónum sem er hæsta krónutöluhækkun meðlags í tíu ár. Gunnar Kristinn Þórðarson, framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra, segir að hækkunin sé óþarflega há því á sama tíma sé verðbólga um tvö prósent. „Þetta er mjög óheppilegt og endurspeglar að þegar troðið er í velferðarkalkúninn þá skerðast hagsmunir meðlagsgreiðenda, því þeir standa fyrir utan kerfið.“Gunnar Kristinn Þórðarson, framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra„Þegar þú hækkar bætur þá vænkast hagsmunir allra þeirra sem þurfa á opinberri aðstoð að halda nema meðlagsgreiðenda,“ segir Gunnar. Upphæð meðlags fylgir fjárhæð barnalífeyris. Þó er hægt að úrskurða um hærra meðlag en þá er það móttakandi meðlags sem innheimtir mismuninn. Upphæð meðlags nemur nú 29.469 krónum sem greiðist með hverju barni fyrir sig. Upphæðin getur því hæglega nálgast hundrað þúsund krónur á mánuði ef greitt er með þremur börnum. Samkvæmt tölum frá Innheimtustofnun sveitarfélaga fyrir árið 2014 hefur börnum sem greitt er með meðlag fækkað á milli ára. Árið 2009 var greitt meðlag með 21.417 börnum á Íslandi en árið 2014 hefur börnunum fækkað í 19.423. Þetta rímar við að jöfn umgengni foreldra er að riðja sér rúms í enn frekari mæli og þá er sjaldnar farið fram á meðlag. Gunnar segir að staðan sé skökk því umgengnisforeldrar hafa ekki rétt á barnabótum. „Þegar það á að sýna aðhald í velferðarmálum, þá er komið til móts við almenning með því að hækka barnabætur.“ Hann segir að Samtök umgengnisforeldra vilji sjá breytingar á kerfinu til að koma til móts við meðlagsgreiðendur. Hann leggur til að tekinn verði upp skattaafsláttur fyrir meðlagsgreiðendur. Með þeim hætti verði greiðslur ekki skertar til lögheimilisforeldra en umgengnisforeldrar hvattir frekar til að sinna skyldum sínum. Árið 2015 voru 11.491 kona skráð einstæð með börn á móti 1.137 einstæðum körlum. Á vef Hagstofunnar kemur ekki fram hve oft foreldrar eru með jafna umgengni. Meðlagsgreiðendur eru í miklum meirihluta karlar. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Upphæð meðlags hækkaði um níu prósent um áramótin síðustu í takt við hækkaðan barnalífeyri. Hækkunin nemur ríflega 2600 krónum sem er hæsta krónutöluhækkun meðlags í tíu ár. Gunnar Kristinn Þórðarson, framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra, segir að hækkunin sé óþarflega há því á sama tíma sé verðbólga um tvö prósent. „Þetta er mjög óheppilegt og endurspeglar að þegar troðið er í velferðarkalkúninn þá skerðast hagsmunir meðlagsgreiðenda, því þeir standa fyrir utan kerfið.“Gunnar Kristinn Þórðarson, framkvæmdastjóri Samtaka umgengnisforeldra„Þegar þú hækkar bætur þá vænkast hagsmunir allra þeirra sem þurfa á opinberri aðstoð að halda nema meðlagsgreiðenda,“ segir Gunnar. Upphæð meðlags fylgir fjárhæð barnalífeyris. Þó er hægt að úrskurða um hærra meðlag en þá er það móttakandi meðlags sem innheimtir mismuninn. Upphæð meðlags nemur nú 29.469 krónum sem greiðist með hverju barni fyrir sig. Upphæðin getur því hæglega nálgast hundrað þúsund krónur á mánuði ef greitt er með þremur börnum. Samkvæmt tölum frá Innheimtustofnun sveitarfélaga fyrir árið 2014 hefur börnum sem greitt er með meðlag fækkað á milli ára. Árið 2009 var greitt meðlag með 21.417 börnum á Íslandi en árið 2014 hefur börnunum fækkað í 19.423. Þetta rímar við að jöfn umgengni foreldra er að riðja sér rúms í enn frekari mæli og þá er sjaldnar farið fram á meðlag. Gunnar segir að staðan sé skökk því umgengnisforeldrar hafa ekki rétt á barnabótum. „Þegar það á að sýna aðhald í velferðarmálum, þá er komið til móts við almenning með því að hækka barnabætur.“ Hann segir að Samtök umgengnisforeldra vilji sjá breytingar á kerfinu til að koma til móts við meðlagsgreiðendur. Hann leggur til að tekinn verði upp skattaafsláttur fyrir meðlagsgreiðendur. Með þeim hætti verði greiðslur ekki skertar til lögheimilisforeldra en umgengnisforeldrar hvattir frekar til að sinna skyldum sínum. Árið 2015 voru 11.491 kona skráð einstæð með börn á móti 1.137 einstæðum körlum. Á vef Hagstofunnar kemur ekki fram hve oft foreldrar eru með jafna umgengni. Meðlagsgreiðendur eru í miklum meirihluta karlar.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira