Erlent

Stefnir í umsátur um Aleppo

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sýrlenski stjórnarherinn sækir hratt að Aleppo og líklegt þykir að hundruðir þúsundir Sýrlendinga muni lokast inn í borginni.
Sýrlenski stjórnarherinn sækir hratt að Aleppo og líklegt þykir að hundruðir þúsundir Sýrlendinga muni lokast inn í borginni. Vísir/AFP
Hundruðir þúsundir Sýrlendinga sem búa í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, standa frammi fyrir að þurfa að þola umsátur sýrlenska stjórnarhersins um borgina eftir að herinn, með aðstoð rússneskra flugveita, skar á aðalbirgðaleiðina inn í svæði borgarinnar sem enn eru undir yfirráðum uppreisnarmanna.

Mannréttindasamtök sem starfa í Sýrlandi og fylgjast með átökunum telja að um 400.000 manns hafist við í þeim svæðum borgarinnar sem eru undir stjórn uppreisnarmanna. Yfirmaður Mercy Corps, stærstu hjálparsamtakanna í Sýrlandi, segja að verði af umsátri um borgina muni það skapa gríðarlegan vanda enda treysti margir íbúar borgarinnar á aðstoð frá Mercy Corps og Sameinuðu þjóðunum.

Sjá einnig: Vilja að hjálparstarfsmenn fái aðgang að umsetnum borgum

Gríðarlegur fjöldi Sýrlendinga hefur flúið stórsókn stjórnarhersins að Aleppo og hefur mikill fjöldi flóttamanna safnast saman við landamæri Tyrklands og Sýrlands á síðustu dögum í von um að komast til Tyrklands.

 

Flestir þeir sem eiga þátt í átökunum í Sýrlandi hafa á einhverjum tímapunkti beitt umsátri sem hernaðaðgerð og í nýlegri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að um 400.000 manns í Sýrlandi séu án matar og annarra nauðsynjavara vegna umsáturs og þar séu ISIS og stjórnarherinn aðalsökudólgarnir.

Nái stjórnarherinn völdum yfir Aleppo myndi það vera mikill sigur fyrir Bashar al Assad en borgin hefur verið eitt helsta vígi uppreisnarmanna frá því að átökin hófust. Eftir því sem stjórnarherinn færist nær borginni sjálfri má búast við að átökin harðni en uppreisnarmenn í Aleppo hafa kallað eftir liðsauka til þess að verjast sókn stjórnarhersins.


Tengdar fréttir

Hjálpargögn send til Madaja

Nærri fjögur hundruð þúsund manns búa við sára neyð vegna átaka og umsáturs stjórnarhersins eða uppreisnarmanna í Sýrlandi. Stuðningsmenn Assads gera grín að sveltandi fólki í Madaja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×