Fullkomin kveðjustund hjá Peyton? Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. febrúar 2016 08:00 Peyton Manning er talinn líklegur til að leggja skóna á hilluna eftir leikinn enda orðinn 39 ára gamall. Vísir/Getty Marinerið kjúklingavængina og kælið mjöðinn. Það er að komið að því. Einn af helstu helgidögum Bandaríkjanna gengur í garð á sunnudaginn þegar Super Bowl-leikurinn, úrslitaleikur NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, fer fram í Santa Clara í Kaliforníu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst útsending klukkan 22.45. Bandaríkjamenn neyta aðeins meira af mat og drykk á sjálfan þakkargjörðardaginn, en neyslan er næstmest þegar þessi risastóri kappleikur, sem 168 milljónir Bandaríkjamanna horfa á, stendur yfir. Umgjörðin er engu lík og kosta 30 sekúndna auglýsingar í hálfleik ekki nema fjórar og hálfa milljón Bandaríkjadala. Í ár mætast Carolina Panthers, sigurvegarar Þjóðardeildarinnar, og Denver Broncos, sigurvegarar Ameríkudeildarinnar. Mikill munur er á sögu liðanna. Denver var stofnað 1960 og er eitt stærsta nafnið í deildinni. Liðið hefur átta sinnum áður komist í Super Bowl og tvisvar sinnum unnið, síðast 1998. Carolina er mun yngra lið, stofnað 1995. Það hefur einu sinni áður komist í úrslit en tapaði þá á móti New England Patriots.Cam Newton.Vísir/GettyFolinn og gæðingurinn Eins og svo oft áður beinast augu flestra að leikstjórnendum liðanna og það réttilega. Að þessu sinni mætast tveir afskaplega hæfileikaríkir menn sem eru hvor á sínum enda ferilsins. Cam Newton hjá Carolina er aðeins 26 ára gamall og á sínu fimmta ári í deildinni á meðan Peyton Manning hjá Denver er 39 ára er á sínu 18. ári. Þarna mætast alvöru foli (Cam) og traustur gæðingur (Peyton) sem hefur verið andlit deildarinnar í tæpa tvo áratugi eða síðan hann kom inn í deildina árið 1998. Cam Newton er framtíð NFL-deildarinnar. Hann er íþróttafrík í allra besta skilningi þess orðs og algjör unun að horfa á hann. Newton hefur tekið stórstígum framförum síðan hann kom inn í deildina og er ekki bara öflugur leikmaður í dag heldur mikill leiðtogi. Manning hefur á sama tíma verið á hraðri niðurleið. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin tvö ár og verið skugginn af sjálfum sér. Manning heltist úr lestinni í níundu umferð deildarkeppninnar vegna meiðsla en kom aftur inn í úrslitakeppnina og fær nú eitt tækifæri í viðbót til að vinna annan Super Bowl-titil.Peyton Manning og Eli Manning.Vísir/GettyTveir eins og Eli?Allt frá því að Peyton Manning kom inn í deildina hefur hann verið aðalmaðurinn í sínu liði og helsta ástæða velgengni þess. Bæði þegar hann spilaði með Indianapolis Colts og síðar Denver. Þannig er það ekki núna. Denver er ekki komið í Super Bowl-leikinn vegna Peytons sem hefur verið ömurlegur á leiktíðinni og kastað boltanum mun oftar frá sér en á samherja inn í endamarkið. Varnarleikurinn er það sem kom Denver þetta langt, en liðið er með bestu vörn deildarinnar og eina bestu vörn sem sést hefur í NFL. Það er eilítið skoplegt að hugsa til þess að í eina skiptið sem Peyton vann Super Bowl mætti hann Chicago Bears sem var með ömurlegan leikstjórnanda en frábæra vörn. Manning á flest öll met sem þess virði er að tala um í deildarkeppninni. Flestir kastjardar, flest snertimörk, flest hitt og þetta. Í úrslitakeppninni hefur hann því miður tapað fleiri leikjum en hann hefur unnið og fengið á sig svolítinn lúsersstimpil. Enginn hefur tapað fleiri leikjum í úrslitakeppninni en hann. Núna fær hann samt fullkomið tækifæri til að ríða út í sólarlagið með annan meistarahring á hendinni. Það yrði frábært svar til allra þeirra sem voru búnir að afskrifa hann og umfram allt ætti hann þá loksins jafn marga meistarahringa og bróðir hans, Eli Manning.Peyton Manning á móti Seattle Seahawks í Super Bowl fyrir tveimur árum.Vísir/GettySvipar til Seattle Þegar Peyton fór síðast með Denver í Super Bowl fyrir tveimur árum var girt niður um leikmenn Broncos og þeir rassskelltir í beinni útsendingu af Seattle Seahawks. Denver-liðið réð ekkert við vondu og grimmu strákana frá Seattle með nýjan ofurstjörnuleikstjórnanda sem unnu ótrúlegan sigur. Carolina-liðið er mjög svipað Seattle fyrir tveimur árum og það ætti Denver-liðið að óttast. Þarna er hópur manna sem virðist tilbúinn að vinna. Carolina vann 15 leiki af 16 í deildarkeppninni og niðurlægði svo frábært lið Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Carolina er með nýjan ofurstjörnuleikstjórnanda, góðan hlaupara og grimma vörn, alveg eins og Seattle fyrir tveimur árum. Vörn Denver sýndi í úrslitum Ameríkudeildarinnar hversu góð hún er þegar hún lokaði á öll sóknarvopn Toms Brady. Hún þarf aftur á móti að vinna á öllum túrbínum til að stoppa Cam Newton og félaga sem virðast ósnertanlegir. En ótrúlegir hlutir hafa gerst í Super Bowl. Eli Manning, litli bróðir Peytons, sannaði það í tvígang á móti New England Patriots. Nú er komið að stóra bróður að kveðja á fullkominn máta. NFL Tengdar fréttir Hjátrúarfullur Curry ætlar að hjálpa Panthers að vinna Super Bowl Besti leikmaður NBA-deildarinnar, Steph Curry, er mikill stuðningsmaður Carolina Panthers sem spilar í Super Bowl um næstu helgi. 1. febrúar 2016 23:30 Ætlar að spila handleggsbrotinn í Super Bowl Þegar Super Bowl er annars vegar þá láta menn ekkert stoppa sig. Ekki einu sinni handleggsbrot. 2. febrúar 2016 14:00 Skrautlegur fjölmiðladagur í aðdraganda Super Bowl | Myndir Super Bowl-vikan hófst formlega í gær þegar fjölmiðladagurinn var haldinn í San Jose. 2. febrúar 2016 18:00 Peyton vill ekki staðfesta að hann sé að hætta Þó svo flestir séu á því að Super Bowl-leikurinn á sunnudag verði síðasti leikurinn á glæstum ferli Peyton Manning þá neitar leikstjórnandinn að lýsa því yfir að hann sé að hætta. 2. febrúar 2016 20:15 Ódýrustu miðarnir fara á um 400 þúsund krónur Það er ekkert fyrir hvern sem er að kaupa sér miða á Super Bowl en það er þó ódýrara að fá miða í ár en oft áður. 3. febrúar 2016 18:00 Spáir tölvuleikur aftur fyrir um hárrétt úrslit í Super Bowl? Madden NFL tölvuleikurinn var með hárrétt úrslit í Super Bowl-leiknum í fyrra og er nú búinn að koma með sinn spádóm fyrir leikinn um næstu helgi. 3. febrúar 2016 23:15 Trump spáir því að Denver vinni Super Bowl Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur reyndar ekki verið góður spámaður hingað til. 1. febrúar 2016 19:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sjá meira
Marinerið kjúklingavængina og kælið mjöðinn. Það er að komið að því. Einn af helstu helgidögum Bandaríkjanna gengur í garð á sunnudaginn þegar Super Bowl-leikurinn, úrslitaleikur NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, fer fram í Santa Clara í Kaliforníu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst útsending klukkan 22.45. Bandaríkjamenn neyta aðeins meira af mat og drykk á sjálfan þakkargjörðardaginn, en neyslan er næstmest þegar þessi risastóri kappleikur, sem 168 milljónir Bandaríkjamanna horfa á, stendur yfir. Umgjörðin er engu lík og kosta 30 sekúndna auglýsingar í hálfleik ekki nema fjórar og hálfa milljón Bandaríkjadala. Í ár mætast Carolina Panthers, sigurvegarar Þjóðardeildarinnar, og Denver Broncos, sigurvegarar Ameríkudeildarinnar. Mikill munur er á sögu liðanna. Denver var stofnað 1960 og er eitt stærsta nafnið í deildinni. Liðið hefur átta sinnum áður komist í Super Bowl og tvisvar sinnum unnið, síðast 1998. Carolina er mun yngra lið, stofnað 1995. Það hefur einu sinni áður komist í úrslit en tapaði þá á móti New England Patriots.Cam Newton.Vísir/GettyFolinn og gæðingurinn Eins og svo oft áður beinast augu flestra að leikstjórnendum liðanna og það réttilega. Að þessu sinni mætast tveir afskaplega hæfileikaríkir menn sem eru hvor á sínum enda ferilsins. Cam Newton hjá Carolina er aðeins 26 ára gamall og á sínu fimmta ári í deildinni á meðan Peyton Manning hjá Denver er 39 ára er á sínu 18. ári. Þarna mætast alvöru foli (Cam) og traustur gæðingur (Peyton) sem hefur verið andlit deildarinnar í tæpa tvo áratugi eða síðan hann kom inn í deildina árið 1998. Cam Newton er framtíð NFL-deildarinnar. Hann er íþróttafrík í allra besta skilningi þess orðs og algjör unun að horfa á hann. Newton hefur tekið stórstígum framförum síðan hann kom inn í deildina og er ekki bara öflugur leikmaður í dag heldur mikill leiðtogi. Manning hefur á sama tíma verið á hraðri niðurleið. Hann hefur verið mikið meiddur undanfarin tvö ár og verið skugginn af sjálfum sér. Manning heltist úr lestinni í níundu umferð deildarkeppninnar vegna meiðsla en kom aftur inn í úrslitakeppnina og fær nú eitt tækifæri í viðbót til að vinna annan Super Bowl-titil.Peyton Manning og Eli Manning.Vísir/GettyTveir eins og Eli?Allt frá því að Peyton Manning kom inn í deildina hefur hann verið aðalmaðurinn í sínu liði og helsta ástæða velgengni þess. Bæði þegar hann spilaði með Indianapolis Colts og síðar Denver. Þannig er það ekki núna. Denver er ekki komið í Super Bowl-leikinn vegna Peytons sem hefur verið ömurlegur á leiktíðinni og kastað boltanum mun oftar frá sér en á samherja inn í endamarkið. Varnarleikurinn er það sem kom Denver þetta langt, en liðið er með bestu vörn deildarinnar og eina bestu vörn sem sést hefur í NFL. Það er eilítið skoplegt að hugsa til þess að í eina skiptið sem Peyton vann Super Bowl mætti hann Chicago Bears sem var með ömurlegan leikstjórnanda en frábæra vörn. Manning á flest öll met sem þess virði er að tala um í deildarkeppninni. Flestir kastjardar, flest snertimörk, flest hitt og þetta. Í úrslitakeppninni hefur hann því miður tapað fleiri leikjum en hann hefur unnið og fengið á sig svolítinn lúsersstimpil. Enginn hefur tapað fleiri leikjum í úrslitakeppninni en hann. Núna fær hann samt fullkomið tækifæri til að ríða út í sólarlagið með annan meistarahring á hendinni. Það yrði frábært svar til allra þeirra sem voru búnir að afskrifa hann og umfram allt ætti hann þá loksins jafn marga meistarahringa og bróðir hans, Eli Manning.Peyton Manning á móti Seattle Seahawks í Super Bowl fyrir tveimur árum.Vísir/GettySvipar til Seattle Þegar Peyton fór síðast með Denver í Super Bowl fyrir tveimur árum var girt niður um leikmenn Broncos og þeir rassskelltir í beinni útsendingu af Seattle Seahawks. Denver-liðið réð ekkert við vondu og grimmu strákana frá Seattle með nýjan ofurstjörnuleikstjórnanda sem unnu ótrúlegan sigur. Carolina-liðið er mjög svipað Seattle fyrir tveimur árum og það ætti Denver-liðið að óttast. Þarna er hópur manna sem virðist tilbúinn að vinna. Carolina vann 15 leiki af 16 í deildarkeppninni og niðurlægði svo frábært lið Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Carolina er með nýjan ofurstjörnuleikstjórnanda, góðan hlaupara og grimma vörn, alveg eins og Seattle fyrir tveimur árum. Vörn Denver sýndi í úrslitum Ameríkudeildarinnar hversu góð hún er þegar hún lokaði á öll sóknarvopn Toms Brady. Hún þarf aftur á móti að vinna á öllum túrbínum til að stoppa Cam Newton og félaga sem virðast ósnertanlegir. En ótrúlegir hlutir hafa gerst í Super Bowl. Eli Manning, litli bróðir Peytons, sannaði það í tvígang á móti New England Patriots. Nú er komið að stóra bróður að kveðja á fullkominn máta.
NFL Tengdar fréttir Hjátrúarfullur Curry ætlar að hjálpa Panthers að vinna Super Bowl Besti leikmaður NBA-deildarinnar, Steph Curry, er mikill stuðningsmaður Carolina Panthers sem spilar í Super Bowl um næstu helgi. 1. febrúar 2016 23:30 Ætlar að spila handleggsbrotinn í Super Bowl Þegar Super Bowl er annars vegar þá láta menn ekkert stoppa sig. Ekki einu sinni handleggsbrot. 2. febrúar 2016 14:00 Skrautlegur fjölmiðladagur í aðdraganda Super Bowl | Myndir Super Bowl-vikan hófst formlega í gær þegar fjölmiðladagurinn var haldinn í San Jose. 2. febrúar 2016 18:00 Peyton vill ekki staðfesta að hann sé að hætta Þó svo flestir séu á því að Super Bowl-leikurinn á sunnudag verði síðasti leikurinn á glæstum ferli Peyton Manning þá neitar leikstjórnandinn að lýsa því yfir að hann sé að hætta. 2. febrúar 2016 20:15 Ódýrustu miðarnir fara á um 400 þúsund krónur Það er ekkert fyrir hvern sem er að kaupa sér miða á Super Bowl en það er þó ódýrara að fá miða í ár en oft áður. 3. febrúar 2016 18:00 Spáir tölvuleikur aftur fyrir um hárrétt úrslit í Super Bowl? Madden NFL tölvuleikurinn var með hárrétt úrslit í Super Bowl-leiknum í fyrra og er nú búinn að koma með sinn spádóm fyrir leikinn um næstu helgi. 3. febrúar 2016 23:15 Trump spáir því að Denver vinni Super Bowl Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur reyndar ekki verið góður spámaður hingað til. 1. febrúar 2016 19:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sjá meira
Hjátrúarfullur Curry ætlar að hjálpa Panthers að vinna Super Bowl Besti leikmaður NBA-deildarinnar, Steph Curry, er mikill stuðningsmaður Carolina Panthers sem spilar í Super Bowl um næstu helgi. 1. febrúar 2016 23:30
Ætlar að spila handleggsbrotinn í Super Bowl Þegar Super Bowl er annars vegar þá láta menn ekkert stoppa sig. Ekki einu sinni handleggsbrot. 2. febrúar 2016 14:00
Skrautlegur fjölmiðladagur í aðdraganda Super Bowl | Myndir Super Bowl-vikan hófst formlega í gær þegar fjölmiðladagurinn var haldinn í San Jose. 2. febrúar 2016 18:00
Peyton vill ekki staðfesta að hann sé að hætta Þó svo flestir séu á því að Super Bowl-leikurinn á sunnudag verði síðasti leikurinn á glæstum ferli Peyton Manning þá neitar leikstjórnandinn að lýsa því yfir að hann sé að hætta. 2. febrúar 2016 20:15
Ódýrustu miðarnir fara á um 400 þúsund krónur Það er ekkert fyrir hvern sem er að kaupa sér miða á Super Bowl en það er þó ódýrara að fá miða í ár en oft áður. 3. febrúar 2016 18:00
Spáir tölvuleikur aftur fyrir um hárrétt úrslit í Super Bowl? Madden NFL tölvuleikurinn var með hárrétt úrslit í Super Bowl-leiknum í fyrra og er nú búinn að koma með sinn spádóm fyrir leikinn um næstu helgi. 3. febrúar 2016 23:15
Trump spáir því að Denver vinni Super Bowl Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur reyndar ekki verið góður spámaður hingað til. 1. febrúar 2016 19:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti